Bæjarins besta - 18.09.1991, Page 4
4
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 18. september 1991
Óháð vikublað
á Vestfjörðum.
Útgefandi: H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
© 94-4560. Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
© 4277 & 985-25362
Ábyrgðarmenn: Siguijón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson © 4101 & 985-31062.
Blaðamaður: Gísli Hjartarson © 3948.
Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök.
Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að
Sólgötu 9, © 4570 • Fax 4564.
Setning, umbrot og prentun: H-prent hf.
Bæjarins besta er aðili að
samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og
annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
I---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
Leiðarinn:
• Þeir sem smöluðu Jökulfjörðurnar með Páli í Bæjum.
Isafjarðardjúp:
Hvað
ræður launum?
Eitt af hinu ótölulega eru litbrigði jarðar. í þeirri fjöl-
skrúðugu mynd er haustið uppáhald margra.
En það eru ekki bara fagrir litir og heillandi samsetn-
ing þeirra, sem fylgja haustinu. Mannlífið tekur breyt-
ingum. Og jafn víst sem það er, að haustið fylgir í kjöl-
far sumarsins, eins getum við verið viss um að ákveðnir
þættir þjóðlífsins fylgja þessum árstíma.
Einn af fylgifiskum haustsins eru átökin á vinnumark-
aðnum, karpið um kaup og kjör. Þetta haust verður
ekki undantekning. Að venju byrja gagnaðilar á yfirlýs-
ingum um þörf og getu umbjóðenda sinna. Ofsagt væri
að menn bitu nú þegar í skjaldarrendur, en leikræn
tjáning er eigi að síður uppi.
Sé litið til samningaviðræðna undanfarinna áratuga
þá hefur rauði þráðurinn í þeim verið: Það má ekki
semja um hærra kaup en fiskvinnslan getur borið. Verði
það gert, fæst ekkert fólk í frystihúsin og hvar stöndum
við þá? Út á þennan vísdóm hefur öllu kaupgjaldi í
landinu verið haldið niðri, líka í fiskvinnslunni. En
mætti það ekki vera umhugsunarefni, að þrátt fyrir
klafann hefur ekki tekist að manna fiskvinnsluna.
En nú koma menn fram á sjónarsviðið, sem segja:
Fiskurinn á ekki að stjórna laununum.
En það er fleira en fiskurinn sem hefur haft áhrif á
kjör manna á undanförnum árum. Fjárfesting síðasta
hálfan annan áratuginn í landbúnaði, fiskveiðum og
vinnslu sjávarafla er með slíkum ólíkindum að út fyrir
allan þjófabálk tekur. Á uppreiknuðu verði nemur
þetta nær 200 milljörðum!!! Trúi nú hver sem vill. Efa-
semdarmönnum er bent á nýlegt rit frá Þjóðhagsstofn-
un, Fjárfesting 1945-1989.
Engum dettur í hug að við hefðum getað sparað okk-
ur með öllu fjárfestingu tilgreinds tímabils. En það er
eigi að síður ljóst, að gífurlegt bruðl og sukk svo millj-
arðatugum skiptir hefur átt sér stað í þjóðfélaginu á
þessum tíma. Það þarf ekki hagspeking til að geta sér
til, hvaða áhrif þetta hefur haft á skattbyrði og afkomu
manna.
Kannske það sé rétt að fiskurinn eigi ekki að stjórna
laununum. En má þá ekki bæta því við, að offjárfesting
og óráðssía í undirstöðu atvinnugreinum landsmanna
hafi ekki frekar rétt til að halda niðri launakjörum?
s.h.
BÆJARINS BE8IA
- blað sem treystandi er á
Síðustu göngur
í Jökulfjörður
— allt fé skorið niður í Snæf jallahreppi í haust
og bændur hætta sauðf járbúskap
HELGINA 7. og 8.
september sl. voru
síðustu fjárleitir í hinum
gamla Grunnavíkurhreppi í
Jökulfjörðum. Páll Jóhann-
esson, bóndi í Bæjum á
Snæfjallaströnd, hefur löng-
um átt fé, er gengið hefur
sumarlangt í grænum hög-
um eyðibyggða Jökulfjarða.
Fé þetta er að stofni til und-
an þrem ám, sem ættaðar
voru frá Dynjanda, en faðir
Páls flutti þaðan ásamt fjöl-
skyldu sinni að Bæjum
1948. Flutti fjölskyldan bú-
stofn sinn með sér og var féð
að norðan að mestu skorið
niður smátt og smátt. Loks
urðu eftir af þessum stofni
þrjár ær sem Páll ól alltaf
undan. Sótti þetta fé alltaf
norður og það fé sem smalað
var nú, er að meginstofni
undan þessum ám.
Þetta eru mjög erfiðar
smalamennskur, sagði Páll í
Bæjum í viðtali við BB. Við
höfum verið að smala land-
svæði í Jökulfjörðum, sem
áður lágu undir 16 býli.
Flest þeirra voru í byggð
langt fram á fimmta áratug.
Hreppurinn fór endanlega í
eyði 1962. Þá keyptum við
margt fé að norðan. Það
sótti ekki norður, utan ein
kind, sagði Páll. Féð sem
við fluttum með okkur að
norðan frá Dynjanda sótti
alltaf norður. Við útrýmd-
um því smátt og smátt nema
þrjár kindur af þessum
stofni urðu eftir. Seinna fór-
um við að ala meira undan
þeim, því þetta var vænna
fé.
Við förum í þessar leitir á
bátum frá Bæjum og Isa-
firði. Menn eru settir í land í
Grunnavík. Þaðan er smal-
að inn Staðardal og yfir
Staðarheiði og aðrir ganga
inn Staðarhlíð. Síðan hittast
hóparnir upp af Kollsá. Það-
an er haldið inn Sveitina,
sagði Páll, og Höfðastrand-
ardalurinn og Höfðadalur-
inn teknir í leiðinni. Nokkrir
menn smala Dynjandadal-
inn og Múladalinn og er ailt
féð rekið í girðingu fyrir
innan Dynjandisá. Aldrei
hefur þurft að sækja kindur
norður yfir jökuiárnar í
Leirufirði, þær veita svo gott
aðhald að sögn Páls. Einu
sinni sóttum við kind yfir
árnar, en hún hafði hlaupið
yfir í smalamennskunni.
Við sváfum alltaf í sam-
komuhúsinu á Flæðareyri
þar til Steinþór Steinþórs-
son byggði sér sumarbústað
á Dynjanda. Síðan gistum
við þar. Annan daginn er
hleypt út úr girðingunni og
smalað fjallið fram að
Drangajökli. Mannskapur-
inn kemur saman með féð
inn við jökulinn með safnið
úr girðingunni og það fé,
sem komið hefur í á leið-
inni. Við rekum féð síðan
yfir Öldugilsheiði yfir í Un-
aðsdal. Páll sagði einn smal-
ann hafa verið með skref-
mæli og hafi vegalengdin
sem hann hafi gengið verið
50 km. Hann gekk þó ekki
• Páll Jóhannesson leitar-
stjóri og bóndi í Bæjum á
Snæfjallaströnd á fjöllum í
lok smalamennsku í Jökul-
fjörðum.
lengstu leiðina. Ég botna
ekkert í þessum mönnum,
sem koma ár eftir ár, að
hjálpa okkur í þessum feiki-
lega erfiðu leitum, sagði
Páll. Þeir koma meira segja
alla leið sunnan úr Reykja-
vík. Alls fóru 19 manns
norður. Mikill mannfjöldi
tók á móti okkur á Strönd-
inni og reikna ég með að á
aðfararnótt mánudags, hafi
upp undir 50 manns gist hér
í Bæjum.
Páll sagði þetta vera síð-
ustu göngur í Jökulfjörður,
vegna þess að bændur í
Snæfjallahreppi myndu fella
svo til allt sitt fé í haust.
Bændur hér eru orðnir
gamlir og ástandið í land-
búnaðarmálum spilar líka
þarna inní. Við sjáum líka
fram á það, að hér verður
ekki búið eftir að við hætt-
um, sagði Páll. Þrír bæir eru
eftir í hreppnum, Unaðsdal-
ur, Neðribær í Bæjum og
svo Æðey. Allt fé verður
fellt utan kannski 10 kindur
hjá þeim sem ætla að hafa fé
sér til ánægju og búdrýginda.
Ríkið kaupir þetta vegna
niðurskurðarins. Björgunar-
sveitin á Isafirði hefur smal-
að Snæfjallaströndina utan-
verða undanfarin ár. Páll
kvaðst ekki eiga að smala í
Jökulfjörðum samkvæmt
fjallskilalögum. Samkvæmt
þeim eiga landeigendur að
sjá um fjallskil. Ég smala
mínu fé, sagði Páll, og vinir
og ættingar í sjálfboðavinnu
með mér. Þeir eiga báta
sumir og leggja þá til líka.
Án þeirra hefði þetta al-
drei verið hægt og ég vil
koma þökkum til þeirra
mörgu sem hafa aðstoðað
mig. Ef meta ætti þessa
hjálp til fjár, þá væri sú upp-
hæð svo stór, að ég gæti al-
drei borgað hana, sagði
Páll.
Núna gengu leitirnar al-
veg sérstaklega vel, ekkert
basl og eltinarlcikur, sagði
Páll að lokum.
- GHj.