Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 6
6
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 18. september 1991
• Mynd 1: Ungfrú Gullgæs sótt af sérlegum sendibílstjóra
gæsagengisins „Herra Gullrassi“, Elmari Þór Diego. Bíl-
stjórinn og ungfrúin höfðu aldrei hist fyrr en fundum þeirra
bar saman á Kaupfélagshorninu kl. 18,20.
Bolungarvík:
Ævintýri „Ungfrú
Gullgæs"
EINU sinni var... Nú á dögum tíðkast gjarnan að verð-
andi brúðhjónum sé haldið svokölluð gæsasteggja-
boð. Verðandi brúður, Jóhönnu Einarsdóttur frá Bolungar-
vík var haldið eitt slíkt 16. ágúst síðastliðinn af nánum gæsa-
vinkonum.
Um var að ræða einskonar ratleik, þar sem ungfrúin fékk
ýmis skilaboð um það hvernig hún myndi eyða dcginum
eða að þurfti að leita þau uppi. Fyrstu skilaboðin fékk hún
send heim á hádegi þar sem hún var beðin um að mæta
stundvíslega kl. 18,20, útileguklædd á Kaupfélagshornið á
ísafirði. Allt var vel undirbúið dagana áður, skilaboðin
auðkennd með gulum blöðrum, undirrituð af gæsagenginu.
Sætir strákar voru fengnir til þátttöku í uppátækjum geng-
isins sem allir tóku einstaklega vel í. Myndirnar skýra
framvindu í ævintýri „Ungfrú Gullgæs“. En það hét Jó-
hanna Einarsdóttir þennan dag. • Mynd 4: Eftir að bílstjórinn hafði verið svo huggulegur og boðið ungfrúnni kampavín, osta, vínber og konfekt í Ósvör,
kom trúbador gæsagengisins úr felum, Karl Hallgrímsson og flutti ungfrúnni klámvísur.
• Mynd 2: Ungfrúin búin að setja upp gullbryddað höfuð-
fat sem fylgdi skilboðum við sorpeyðingarstöð.
• Mynd 3: „Ungfrú Gullgæs“ hét hún með rentu við vit-
ann í Víkinni, eftir að hafa klæðst gylltum skóm og belti,
ásamt gylltu hliðarveski og ferðatösku.
Til sölu
Til sölu erfasteignin Suðurgata 9, ísafirði (áður Vélsmiðjan Þórhí).
Um er að ræða rúmlega 2000 m2iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Eignin selst í
einu lagi eða hlutum eftir samkomulagi.
Óskað er eftir tilhoðum í eignina fyrir 30. septemhernk. Landsbankinn áskil-
ursérrétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Árnason, lögfræðingadeild Landsbankans,
Laugavegi 7, Reykjavík, sími 91-606830 eða Landsbankinn á ísafirði.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna