Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 10
10
BÆJARINS BESOA • Miðvikudagur 18. september 1991
var báturinn kominn af stað.
Pað var nú lánið, annars
hefði ég hrokkið út. Ég veit
ekki hvað hefði getað gerst,
en svona getur maður verið
vitlaus. Svo fór ég að draga
til mín færið og finn það að
hún kvikar ekki lengur.
Annars var hún ofansjávar
með hvítuna upp í loftið.
Hún var steindauð, þetta
voru dauðateygjurnar í henni
svona miklar. Það hefði ver-
ið ógurlegt hefði fundist
maður á reki með dauða
spröku í eftirdragi. Ég gat
náð henni inn því ég var bú-
inn að fiska dálítið. Hún var
120 kg. Þegar ég dró upp
drekann kom í ljós að álm-
urnar voru brotnar, tvær, og
það bjargaði mér.“
Með gapandi
kjaftinn og
lappirnar á
borðstokknum
„Einu sinni vorum við Öl-
ver heitinn sonur minn
hérna úti á Grunni. Þá skaut
ég á stóran landsel og hann
hálfdrapst. Það hittist nú
svo á að skotin voru búin og
þetta var síðasta skotið. Ég
tók þá hneifina og krækti í
hausinn á honum. Þá fór
hann náttúrlega niður og ég
gaf honum eins og sprök-
unni. Svo þegar ég byrjaði
að draga hann til mín þá
fann ég að allt var laust. Þá
kemur hann bara með gap-
andi kjaftinn með lappirnar
upp á borðstokkinn. Hann
fann að hann var fastur og
ætlaði að ráðast á mig. Ég
gat slegið hann með goggn-
um á nasirnar þar til hann
gaf sig. Þetta er ljótasta að-
ferð, sem ég hef vitað um
við sel, og hef ég skotið þá
marga.“
Reglulegt
happ að f á tóf u
„Ég er búinn að skjóta
margar tófur. Flestar mínar
tófur skaut ég nú bara dag-
tíma. Rakti förin þeirra í
snjó og gat komist að þeim
svoleiðis. Ég skaut þær líka
við agn. Ég get sagt þér
hvernig tilviljanir geta ver-
ið. Einu sinni var ég í tófu
og fór út á Reykjanesbjörg,
þar fékk ég flestar mínar
tófur. Þar lágu þær venju-
lega inni í urðum. Það kom
fyrir að ég varð að svæla þær
út. Þess þurfti ekki í þetta
skiptið, ég rak bara inn
hlaðstokkinn og það glamr-
aði svo í honum. Þá skaust
út hvít tófa. Ég var ekki
nógu fljótur að skjóta hana
og hún komst í hvarf. Hún
hljóp heim Björg og ég rakti
förin hennar. Þegar ég kom
þar sem flugvöllurinn er
núna þá hætti ég við hana,
alveg. Það var komið norð-
an kul og skafrenningur.
Pabbi var búinn að biðja
mig að fara í vitann um leið
og gerði ég það.
Ég stoppaði svolitla stund
í vitanum og held svo bara
mína koppagötu beina lcið
heim. Þegar ég er kominn
þarna dálítið upp fyrir þá sé
ég hvar tófan er að koma.
Þegar hún sá mig þá lagðist
hún niður og ætlaði að láta
mig ganga hjá sér. Ég var nú
slóttugur líka og gekk til
hliðar við hana og passaði
að þegar ég væri þvert af
henni þá væri ég í færi. Þeg-
ar ég var svo kominn í sæmi-
legt færi þá sneri ég mér
snöggt til og skaut. Hún
stökk upp rétt um leið og
skotið hljóp af og steinlá.
Þarna undir Björgunum eru
holgrýtisurðir sem tófurnar
liggja inni í yfir daginn á vet-
urna.
Eitt sinn fórum við Jakob
að sækja kindurnar og ég
hafði með mér byssu eins og
venjulega. Við fórum undir
Björgin og sáum talsvert
mikið af tófuförum. Jakob
minn fór að kraka þarna inn
í holu og ég var búinn að
láta skotið í, ef það kæmi
tófa. Hann var ekki búinn
að kraka lengi þegar skaust
út mórauð tófa. Ég skaut á
eftir henni á sprettinum og
hún lá eins og steinn. Svo
sótti Jakob tófuna og hann
langaði að gamni sínu að
vita hvort ekki væri þarna
önnur tófa. Ég segi það geti
ekki komið til mála, að svo
sé, en set þó skot í byssuna.
Hann var ekki búinn að
kraka lengi þegar kemur
aftur tófa. Hún fór sömu
leiðina, auðvitað. Þetta
voru afskaplega fallegar tóf-
ur, tvær. Það eru ekki nema
nokkur ár síðan þetta var og
þetta voru með síðustu tóf-
unum sem ég skaut. í gamla
daga var reglulegt happ að
fá tófu, það var svo gott
verð á þessu. Skinnið lagði
sig á kýrverð. Nú er ekkert
verð á skinnunum og tófu-
eldið komið mest á haus-
inn.“
Það á að nytja
náttúruna
„Þessi friðunardella er
tóm vitleysa. Islendingar eru
t.d. búnir að stunda hval-
veiðar í 40 ár og ég get ekki
séð að það hafi háð hvala-
stofninum neitt. íslendingar
eiga ekki að láta útlenda
friðunarvitleysinga segja sér
neitt fyrir verkum á neinn
hátt. Það á að nytja selinn,
hvalinn og gæði náttúrunn-
ar. Þessi fiskveiðistefna er
ekki rétt á margan hátt. Mér
finnst ekkert réttlæti í því að
menn fái kvóta og selji hann
svo. Þarna fá menn peninga
fyrir bókstaflega ekki neitt.
Er ekki nær, ef mennirnir
vilja ekki veiða kvótann, að
hann falli niður, ekki veitir
nú þorskstofninum af, eða
þá að úthluta einhverjum
öðrum honum? Hvaða vit er
að setja tveggja, þriggja og
upp í fimm tonna trillur í
bann? Þetta er stuttur tími
sem þær geta stundað veið-
ar. Við megum ekki fara á
sjó tíu daga í ágústmánuði.
Þetta er besti tíminn okkar,
bæði vegna veðurlagsins og
svo er fiskurinn mestur þá,
hjá okkur. Þetta er ekki
nema stuttur tími sem við
getum stundað sjó.“
Allt er bannað
„Mér líst ekkert á þessa
stjórnmálamenn. Það kom
þarna einn fram í meinhorn-
inu í útvarpinu. Hann talaði
alveg eins og ég hefði. verið
að tala. Nema það, að ég
viðurkenni kannski ekki, að
annar hver íslendingur sé
geggjaður. Hann sagði það
að svo væri. Ég held að það
sé hátt upp í það. Þessir
geggjuðu menn eru að kjósa
sér þessa menn í ábyrgðar-
Enginra venjulegur klúbbur
-enginn venjulegur banki!
MEÐ ÞÉR FYRIR ÞIG!
Nú kynnir íslandsbanki sérstakan
klúbb sem heitir Unglingaklúbbur íslands-
banka, UK-17. Hann bobar nýja tíma í fjár-
málaþjónustu fyrir sjálfstætt ungt fólk.
Klúbburinn er sérsniðinn ab þörfum
þess og býður upp á möguleika og þjón-
ustu sem 13-17 ára unglingum hefur ekki
staöiö til boba ábur.
UK-17 er því enginn venjulegur klúbbur.
Ef þú gerist meölimur í UK-17 býöst
þér fjölbreytt þjónusta þar sem starfsfólk
Islandsbanka vinnur með þér og fyrir þig.
Þetta fœröu í UK-17:
VASAKORT
Þú færð afhent Vasakort sem gengur í 25
Hraðbanka og gildir einnig sem sérstakt
klúbbskírteini.
RÁÐGJÖF
Þú nýtur aðstoðar hjá þjónustufulltrúum
bankans um ýmis mál sem tengjastfjármálum.
DAGBÓK
Þú færð skemmtilega dagbók og penna
við inngöngu í UK-1 7.
Dagbókin nýtist þér vel í skóla og við skipu-
lagningu fjármála þinna.
TILBOÐ!
Ef þú leggur inn 5.000 krónur eða meira
við inngöngu í UK-1 7 færðu, auk alls annars,
hljóðsnældu meb 12 íslenskum stublögum.
Þú sækir um aðild að UK-1 7 í næsta
Islandsbanka.
Komdu í klúbbinn, við eigum
ábyggilega vel saman!
HRAÐBANKAR
í Hraðbankanum, sem opinn er allan
sólarhringinn, getur þú tekið út, lagt inn og
skobab stöðuna á Vasakortareikningnum
þínum.
UK-17
Unglingaklúbbur Islandsbanka
Með þér-fyrir þig!
REGLUBUNDINN VASAPENINGUR
Þú getur geymt peningana þína á Spari-
leið 2 sem ber góða vexti og samið um að
ákveðin upphæð sé millifærð vikulega á
V/a«:aknrtarpikninninn hinn
störf og það er ekki von að
það sé betra en það er. Ég
álít að áður hafi margt verið
mikið skárra en nú orðið.
Á íslandi er það lítið
skárra heldur en í Rúss-
landi. Hvað mega menn?
Eru íslendingar ekki orðnir
eins og hverjir aðrir fangar?
Enginn má eiga krónu án
þess að hún sé tekin í alls
lags skatta. Við sjáum t.d.
að ef fólk nennir ekki að
vinna, þá lifir það á atvinnu-
leysisstyrk. Ég heyrði í frétt-
unum um daginn, ég held að
það hafi verið í Neskaup-
stað. Þeir voru að panta 40
Pólverja vegna þess að það
fæst enginn Islendingur til
þess að vinna. Svo þarf
maður leyfi til þess að fara á
sjó og draga fisk í kjaftinn á
sér. Maður má eiginlega
ekki nokkurn skapaðan
hlut. Við megum ekki leng-
ur hafa rollur fyrir sjálfa
okkur til að éta. Mér er sagt
að í Norðurtanganum á Isa-
firði sé helmingur verka-
fólksins útlendingar. Sko,
kvenfólkið núna er o'f fínt til
þess að vinna í fiski."
Ég er bara núll
„Hvort ég er á förum frá
Gjögri, ég ræð nú líkast til
litlu um það. Það er náttúr-
lega ekki hægt að hanga hér
yfir mér. Strákarnir hefðu
gott af því að vinna annars-
staðar. Það eru engir eftir á
hinum bæjunum í Gjögri
nema Adolf. Hann verður í
burtu í vetur. Það getur ver-
ið að við verðum ekki hérna
í vetur en við komum norð-
ur aftur næsta vor, náttúr-
lega, til að fara á grá-
sleppunna. Þeir ráða þessu
strákarnir. Ég er bara núll.“
- GHj.
• „Svo þarf maður leyfi til þess að fara á sjó og draga fisk í
kjaftinn á sér. Maður má eiginlega ekki nokkurn skapaðan
hlut. Við megum ekki lengur hafa rollur fyrir sjálfa okkur
til að éta.“