Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 12.02.1992, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 12.02.1992, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ FRÉHABLAÐ / A VESIÍJÖRÐUM ___ • __ DREJFT ÁN ENDURGJALDS AÐDJ AÐ SAMTÖKUM BÆIAR- OG HÉRAÐSFRÉITABLAÐA MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 6. TBL. • 9. ÁRG. Slasaðist á vélsleða \ ÐFARARNÓTT XjLsíðastliftinn laugar- dag slasaðist ungur maður illa á baki er hann féll af snjósleða á Flateyri. Var jafnvel talið að hann hefði hryggbrotnað. Björgunarsveitin á Flateyri var kölluð út um kl. 05 á laugardagsmorg- un og kom hún manninum til hjálpar. Hann var síð- an fluttur með sjúkraflugi til ísafjarðar og síðar til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Borgarspítalann. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins en talið er að hinn slasaði hafi lent á steini er hann féll af sleð- anum. -s. ■ W* Reglubundinn JL • spamaður Landsbanki íslands Réttu megin við strikið, ísafirði S 3022 . með Reglubundnum sparnaði Suðureyri: Suðurver og Kögurás tekin til gjaldþrotaskipta ERSLUNIN Suðurver i á Suðureyri sem und- anfarin misseri hefur verið eina matvöruverslunin á staðnum var síðastliðinn mánudag tekin til gjald- þrotaskipta hjá bæjarfógeta- embættinu á Isafirði. í síðustu viku var annað fyrirtæki á staðnum tekið til gjaldþrotaskipta en það var fiskvinnslufyrirtækið Kögurás hf. Bæði fyrirtækin voru tekin til gjaldþrota- skipta að beiðni stjórnar fyr- irtækjanna. Innköllun hefur verið gefin út í kröfur í þrotabúin og mun auglýsing þar að lútandi birtast í Lög- birtingarblaðinu á næstu dögum. Ekkí er á þessari stundu hægt að segja til um hversu stór gjaldþrot er hér um að ræða en eignir fyrirtækjanna eru mismiklar. Hjá Suður- ver er aðeins um að ræða lager og tæki í versluninni en húsnæðið sjálft var selt fyrir stuttu á nauðungarupp- boði og var kaupandinn Suðureyrarhreppur. Eignir Köguráss hf. eru m.a. fisk- vinnsluhús og tæki við Aðal- götu auk fiskvinnsluhúss á hafnarsvæðinu á staðnum. Húsnæði Köguráss við Að- algötu var áður í eigu Bylgj- unnar hf. á Suðureyri en það fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1989. -s. Bolungarvík: Styrktarsjpður til handa Astu NOKKRIR velunnarar skíðaíþróttarinnar í Bolungarvík hafa stofnað gíróreikning hjá Sparisjóði Bolungarvíkur til styrktar Ástu Halldórsdóttur, eina kvenþátttakanda Islands á Ólympíuleikunum í Albert- ville í Frakklandi, sem hóf- ust á helginni. Gíróreikningurinn er númer 999 og vilja þeir sem að honum standa hvetja alla áhugamenn um skíðaíþrótt- ina til þess að leggja sitt af mörkum til styrktar Ástu. Skíðasamband íslands greið- ir ferðir Ástu til og frá Frakklandi en önnur útgjöld verður hún að sjá sjálf um, því er það henni mikils virði og enn meiri hvatning til frekari dáða, að vita af góð- um stuðningi að heiman. -s. Prentaður límmiði-óáprentaður límmiði-Rauðurlímmiði-gulurlímmiði-grænn límmiði - blár límmiði - bleikur límmiði -ferkantaður límmiðí - kringlóttur límmiði - sporöskjulaga límmiði - Límmiði með gati - límmiði á disklinginn - límmiði á videospóluna - límmiði á umslagið - límmiði á pakkann -fæst í H-PRENTI í stór- um pökkum eða litlum pökkum, jafnvel á rúllum, allt eftir þínum þörfum. Ef við eigum hann ekki tii þá útvegum við hann, skerum hann til eða prentum hann. Fokker-flugvél veðurteppt í þrjá sólarhringa EIN af Fokker-flugvélum Flugleiða, Vorfari, var veðurteppt á ísafjarðarflugvelli Vegna ísingar og slæms veður frá því á miðvikudag til laugardags í síðustu viku. Vél- in lenti í svokallaðri ísrigningu á leiðinni til ísafjarðar og var klakabrynjuð er hún lenti. Afísa þurfti vélina vandlega áður en hún lagði af stað í loftið aftur en nógu sterkur afísing- arvökvrvar ekki til á ísafirði og tepptist því vélin á vellinum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Isafjarðarflugvelli á föstudag og sýnir Arnór Jónatansson, umdæmisstjóra Flugleiða á Isafirði fyrir framan klakabrynjaðan Vorfara. Faxpappír ódýr og vandaöur... H - PRENT HF. ...avallt á lager sóigötu9-®4560 göll#, Snjósleðamenn! Félagsfundur í Snæfara verður fimmtudaginn 13. febrúarkl. 21 í Harðarskáia. Nýjar videómyndir. Félagar fjölmennið. RITSTJÓRN s 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.