Bæjarins besta - 12.02.1992, Síða 2
2
BÆJARINSBESIA ■ Miðvikudagur 12. febrúar 1992
Vestfirðir:
Mestur munur á verðlagi milli Vest
fjarða og höfuðborgarsvæðisins
SAMKVÆMT könnun
sem gerð var í október
síðastliðinum af Verðlags-
stofnun var verðlag í versl-
unum á landsbyggðinni
4,9% hærra en verðlag í
verslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Hefur verðlag á
landsbyggðinni farið hækk-
■ NYJAR
^ MYNDIfí
VIKULEGA
THE RUSSIA HOUSE
Að kalda stríðinu loknu
fella saman hugi
breskurútgefandi (Sean
Connery) og Katya (M.
Pfeiffer), rússneskur
sendiboði. Hún hefur
yfir að ráða skjölum um
eitt merkasta gabb f
sögu alls
vopnakapphlaupsins.
Gabb sem gæti hrist
verulega upp í
samskiptum austurs og
vesturs. Embættismenn
og spæjarar beggja aðila
svífast einskis til að
komast yfir skjölin.
RICH GIRL
Courtney er 21 árs
gömul falleg stúlka sem
á allt sem hugurinn
girnist. Faðir hennar er
einn ríkasti maður
landsins. Hún hittir
Rick sem er gítarleikari.
Hún heldur uppruna
sínum leyndum...
JR-VIDEO
VIÐ NORÐURVEG
S 4299
andi á síðustu tveimur árum
í samanburði við verðlag á
höfuðborgarsvæðinu.
Munurinn á verðlagi á
Vestfjörðum og höfuðborg-
arsvæðinu hefur aukist mest
á umræddu tveggja ára
tímabili en munurinn hefur
hins vegar minnkað á Suð-
urnesjum vegna aukinnar
samkeppni stórmarkaða.
Samanborið við höfuðborg-
arsvæðið var verðlag á Vest-
fjörðum 6,1% hærra en
1989, en 9% hærra 1991.
Georg Ólafsson, verð-
lagsstjóri segir í samtali við
Morgunblaðið að verðbólga
hafi þarna ákveðin áhrif þar
sem veltuhraðinn sé hægari
á landsbyggðinni og þá sé
hin aukna samkeppni stór-
markaða þýðingarmest. Þá
sagði Georg: ,.Kaupmenn
hafa kvartað yfir því að
þarna sé jafnvel að myndast
óeðlilegt ástand, þar sem af-
slættir til stórmarkaðanna
séu orðnir meiri en efnisleg
rök séu fyrir. Lægra verð til
neytenda með þessum hætti
þykir mörgum hins vegar af
hinu góða, og það er rétt svo
langt sem það nær. Ef hins
vegar er um að ræða hækk-
un á álagningu til smákaup-
manna og kaupmanna á
landsbyggðinni þá hörfir
málið öðru vísi við, og telj-
um við fulla ástæðu til að
kanna það nánar hvort svo
sé“ sagði Georg.
Georg sagði að sérstak-
lega yrði könnuð áhrif heild-
sala á landsbyggðinni á
vöruverð, en svo virðist sem
þeir drægju að einhverju
leyti úr samkeppninni á við-
komandi stöðum, og kostn-
aður vegna rekstrar um-
boðs- og heildverslana hefi
lagst ofan á voruverð þar.
Hafsteinn Vilhjálmsson,
heildsali. á ísafirði sagði í
samtali við blaðið að það
væri ekki rétt sem fulltrúi
Verðlagsstjóra lét hafa eftir
sér í útvarpinu a.m.k. ætti
það ekki við starfsemi hans
að hann legði á vöruna.
„Eg vinn eingöngu á af-
slætti, þ.e.a.s. þeim afslætti
sem ég fæ hjá heildsölum í
Reykjavík og innlendum
framleiðendum og í mörg-
um tilfellum borga þeir und-
ir vöruna þannig að ég er að
selja hana á þeirra skráða
verði. Það er tóm tjara að
Hafsteinn Vilhjálmsson, heildsali á ísafirði.
við séum að teggja okkar
rekstrarkostnað ofan á vör-
una. Einu tilfellin sem eitt-
hvað er lagt ofaná, er þegar
þeir borga ekki undir vör-
una, þá kemur flutnings-
kostnaður.“
-Hver er þá skýringin á
þessum verðmun?
„Það er náttúrulega eðli-
leg skýring á þessum verð-
mun miðað við stórverslan-
irnar sem jafnvel hafa verið
að selja vörurnar undir
heildsöluverði, hvernig í
ósköpunum sem þeir fara nú
að því, á sama tíma og þeir
sem selja þeim vörurnar,
þræta fyrir að selja þeim
vörurnar svona ódýrt. En
það er annað. Mér finnst
það stórgalli á svona könn-
unum, hvað það líður langur
tími frá því þær eru gerðar
og þar til þær eru birtar.
Hvorki neytandinn né kaup-
maðurinn hefur gagn af
svona könnun. Svona kann-
anir þyrftu að gerast í þess-
ari viku og birtast í þeirri
næstu. Hér er verið að tala
um margra mánaða gamla
verðkönnun. Þetta er jafn-
vel á þeim sem jólatilboðið
voru byrjuð í Reykjavík,
langt á undan landsbyggð-
inni“ sagði Hafsteinn.
Lesendur:
Til skíðagöngu-
fólks í T ungudal
EG UNDIRRITUÐ vil
koma þeirri ábendingu
til skíðagöngufólks að bíla-
plan við Bræðratungu er ein-
göngu ætlað fyrir starfsfólk
og þeirra er sækja Bræðra-
tungu heim.
ítrekað hefur það gerst á
undanförnum vetrum, að
þegar starfsmenn Bræðra-
tungu koma til vinnu sinnar á
helgum er bílaplanið yfirfullt
af bílum skíðagöngufólks.
Þetta skapar oft vandræða-
ástand og mikil leiðindi.
Það er von mín að skíða-
göngufólk skilji afstöðu
okkar í Bræðratungu og
verði við ábendingu þessari.
Bæjaryfirvöld mættu einnig
athuga hvort ekki sé hægt að
haga mokstri þannig við
Skógarbrautina að skíða-
göngufólk geti lagt bílum
sínum annars staðar en við
Bræðratungu.
Erna Guðmundsdóttir,
forstöðumaður
Brœðratungu.
Arctic Cat
élslelasvning!
í húsi Steiniðjunnar nk. laugardag og sunnudag
(áður húsnæði Umboðsverslunar Hafsteins Vilhjálmssonar).
Opið kl. 10-16 laugardag og kl. 12-18 á sunnudag.
BÆTARINS BESIA
Áskrifendur athugið!
Munið að greiða
áskriftargjaliið fyrir eindaga.
Eindagi er 15. febrúar nk.
Þjónustufulltrúi frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum
verðurá staðnum aukþess sem hann verður við hjá Bíla-
leigunni Erni á föstudaginn nk.
Vélsleðaeigendur
Notið tækifærið og látið fagmann fara yfir vélsleðana.
Bifreiðar og
landbúnaðarvélar hf.
BILALElaAN
'RNIR