Bæjarins besta - 12.02.1992, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 12. febrúar 1992
□ Óháð vikublað
Útgefandi: H-prent hf.
Sólgötu 9,
© 94-4560. Ritstjórí:
Siguqón J. Sigurðsson
S 4277 & 985-25362
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson © 4101 & 985-31062.
Blaðamaður: Gísli Hjartarson © 3948.
Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök.
Ritstjórnarskrífstofa og auglýsingamóttaka að
Sólgötu 9, © 4570 • Fax 4564.
Setning, umbrot og prentun: H-prent hf.
Bæjaríns besta er aðili að
samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðrítun, notkun Ijósmynda og
annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðarinn:
Þegar draumurinn
rætist
Saga Vetrar-Ólympíuleikanna hefst með leikunum í
franska bænum Chamonix árið 1924 eða 28 árum eftir
að Ólympíuleikarnir voru endurvaktir í Aþenu 1896.
Sextíu og átta árum seinna erum við aftur stödd í
Frakklandi. Að þessu sinni í Albertville, þar sem
draumur bolvískrar stúlku verður allt í einu að veru-
leika þegar hún, gengur inn á leikvanginn í fararbroddi
íslensku keppendanna á 16. Vetrar-ólympíuleikunum.
íslendingar tóku ekki þátt í vetrarleikunum fyrr en í
Osló 1952, en þá fóru þeir líka myndarlega af stað og
sendu tólf keppendur. Af þessum, hinum fyrstu kepp-
endum fyrir íslands hönd á Vetrar-ólympíuleikum voru
fimm frá ísafirði, og reyndar einum betur hvað uppruna
snertir. Mývetningar voru þá fræknir göngumenn og
áttu helming göngumanna á móti ísfirðingum.
Á leikunum 1956, er fram fóru í Cortina á Ítalíu áttu
ísfirðingar fjóra keppendur. Síðan hafa fleiri til sögunn-
ar komið þótt upphafið hafi verið með slíkum brag, að
vandséð er að bætt verði um, í bráð að minnsta kosti.
Setningarathöfn leikanna í Albertville og frásagnir af
undirbúningi færðu okkur heim sannin um, að íþróttir
nútímans snúast meira um peninga en áður var. Lengi
vel reyndu menn að halda Ólympíuleikunum utan við
atvinnumennsku í íþróttum, en nú er svo komið, að
jafnvel á þeim vettvangi hefur verið látið undan síga.
Kannske varð ekki hjá því komist, en miður er það
engu að síður.
En hvað sem líður atvinnumennsku í íþróttum og
himinháum fjárhæðum í greiðslum til fræknustu íþrótta-
manna samtímans skulum við ekki missa sjónar í gildi
íþrótta, sem hollum og góðum leik til að ná fram grund-
vallarmarkmiði íþróttahreyfingarinnar: Að skapa heil-
brigða sál í hraustum líkama. Meðan við missum ekki
sjónar á þessum háleitu hugsjónum eiga íþróttir rétt á
sér. Og ekki verður um það deilt, að þeir sem fram úr
skara eru fyrirmyndin, sem alla verðandi íþróttamenn
dreymir um að líkjast.
ísfirðingar hafa löngum mátt vera stoltir af skíðafólki
sínu. Orðstýr þess hefur víða farið. Skíðakonan unga
frá Bolungarvík, sem við setningarathöfn Ólympíuleik-
anna í Albertville hélt sameiningartákni íslensku þjóð-
arinnar á lofti á svo sannarlega heima í þeim frækna
hópi skíðafólks sem borið hefur hróður íslands út í hinn
stóra heim.
s.h.
Ps. Leiðinleg villa slæddist inn í upphafi síðustu máls-
greinar í síðasta leiðara. í stað „Sveinsstauli“ á árinu
2020 o.s.frv. stóð „sveitastauli“ sem að sjálfsögðu er
rangt. Petta leiðréttist hér með.
J
Tungudalur:
Magnús vann
„Búbba-bikarinn"
UM SÍÐUSTU helgi fór fram í Tungudal Skíðafélags-
mót í göngu 13 ára og eldri. Keppnin fór fram í ágætu
veðri, suðaustan golu og urðu úrslit sem hér segir:
Drengir 13-14 ára (5 km);
1. Magnús Einarsson................... t. 17.36.
2. Haukur Davíðsson .................. t. 20.58.
Drengir 15-16 ára (7,5 km):
1. Arnar Pálsson..................... t. 31.30.
2. Hlynur Guðmundsson ................t. 36.19
3. Eyjólfur Þráinsson ................ t. 38.26.
Piltar 17-19 ára (10 km):
1. Gísli E. Árnason.................. t. 46.14.
Stúlkur 13-15 ára (3,5 km):
1. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir ........ t. 30.40.
Karlar 35-49 ára (10 km):
1. Þröstur Jóhannesson .............. t. 49.13.
2. Sigurður Gunnarsson............... t. 54.48.
3. Konráð Eggertsson................. t. 56.09.
4. Guðjón Höskuldsson............... t. 56.50.
5. Óli M. Lúðvíksson ................ t. 58.38.
6. Halldór Margeirsson .............. t. 59.29.
Karlar 50 ára og eldri
(10 km):
1. Elías Sveinsson ................... t. 56.30.
Á móti þessu var í fyrsta skipti keppt um Búbba- bikar-
inn en það er bikar sem Sigurður Jónsson (Búbbi prentari)
gaf félaginu (göngunefnd) og setti það eitt skilyrði að ekki
mætti keppa um bikar þennan í flokki 70 ára og eldri.
Verður framvegis keppt um bikarinn á Skíðafélagsmóti
í göngu í flokki 13-14 ára og vann hann að þessu sinni
Magnús Einarsson.
-s.
Lesendur:
Athugasemd
vegna
BB-mola
s
IBB MOLUM 5. febrúar
1992 er sagt frá því að
Landsbankinn hafi fetað í
fótspor íslandsbanka og
óskað eftir aðstöðu fyrir af-
greiðslu á Hlíf.
Athugasemdir blaðsins út
frá þessu eru auðvitað í
anda þeirrar fréttamennsku
sem rekin er nú til dags. 1
stað þess að sjá jákvæðar
hliðar málsins, sem sé þær
að hér á að leitast við að
færa þjónustu til fólks, sem í
mörgum tilfellum á erfitt
með að nálgast hana, nema
með aðstoð annarra, þá er
slegið upp einhverjum ann-
arlegum skoðunum sem þar
eigi að liggja að baki.
Til er máltæki sem segir
„Góðar fréttir er engar
fréttir". Þó svo að þetta sé
gott og gilt máltæki þá finnst
mér ástæðulaust að frétta-
menn starfi nær eingöngu út
frá því.
í þessu tilfelli var blaðið
með góða frétt, en treysti
sér ekki til að birta hana
öðrivísi en með neikvæðum
undirtón.
Auðvitað verða blaða-
menn að fá að starfa eftir
sinni samvisku og út frá sín-
um þankagangi, en jákvæð
umfjöllun um mannlífið ætti
held ég ekki að skaða
neinn.
Virðingarfyllst,
Halldór Margeirsson,
útibússtjóri íslandsbanka.
Frá
blaðamanni
MIKIÐ þykir okkur leitt
að þessi litla klausa
skyldi fara svona fyrir
brjóstið á útibússtjóra Is-
landsbanka á Isafirði. Hon-
um og öðrum lesendum
blaðsins til upplýsinga skal
það tekið fram að BB-molar
eru hugsaðir sem frétta- og
fróðleikskorn í léttum dúr
þar sem sannleikurinn er
kannski stundum látinn í
léttu rúmi liggja.
Margar „góðar“ og já-
kvæðar fréttir geta líka ver-
ið spaugilegar. Svo var með
þessa um samkeppni bank-
anna, a.m.k. að okkar mati
og margra annarra lesenda
blaðsins og ekki getum við
séð að hér sé um neikvæða
umfjöllun að ræða. Við
munum áfram flytja lesend-
ur blaðsins BB-mola með
þeirri von að það sem þar
stendur fari ekki svo mjög
fyrir brjóstið á lesendum.
—Meðal annars—
- á sýningarsvæði -
MMC Pajero Stuttur D ’83
Ekinn 165.000 km. Verð
590.000.- Skipti athugandi.
SuzukiFox410 '85
Ek. 81.000 km. Verð
530.000.- Nýtt lakk. Bein sala.
Toyota Touring 4x4 ’89
Ek. 1.190.000 km. Verð
970.000.- Sk.á 4x4 á 500.000.
Nissan Patrol D ’84
Ek. 192.000 km. Verð
1.180.000.- Skipti ath.
Subaru Justy J-10 '85
Ek. 88.000 km. Verð
360.000.- Bein sala.
MMC Pajero langur B '88
Ek. 84.000 km. Verð
1.760.000,- Skipti ath.
Daihatsu Charade '85
Ek. 57.000 km. Verð
330.000.- Bein sala.
■fc Mikið úrval af 4x4 fólks-
bílum og jeppum á skrá.
Töluvert úrval af vél-
sleðum. Getum tekið
vélsleða á skrá.
ýV Áhersla lögð á traust
og örugg viðskipti
fx Vaktað svæði.
MIÐSTÖÐ BÍLAVIÐ-
SKIPTA Á VESTFJÖRÐUM
BILASALAN
ELDING s/f
Skeiði 7, 400 ísafirði
sími 94-4455 ■ fax 4466
Sjávarréttahlaðborð
laugardagskvöld
Stórkostlegt úrval af '
girnilegum réttum á
drekkhlöðnu hlaðborði.
Pantið borð
Verið velkomin!
Sími 94-4111