Bæjarins besta

Eksemplar

Bæjarins besta - 12.02.1992, Side 8

Bæjarins besta - 12.02.1992, Side 8
8 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 12. febrúar 1992 Lesendur: „Bandormurinn“ og sveitarfélögin ASÍÐUSTU vikum hef- ur mikið verið fjallað um Bandorminn svokallaða í öllum fréttum. Fólk veit að það er umdeilt frumvarp rík- isstjórnarinnar um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum. Á næstu vikum munu áhrif þess koma æ betur í Ijós. Eg ætla með þessum skrifum að velta fyrir mér hvaða áhrif þessi lagasetning mun koma til með að hafa á afkomu sveitarfélaga. Félagslegar íbúðir Með þessum lögum er rík- isstjórnin að velta yfir á sveitarfélögin ýmsum álög- um sem ekki hafa verið áður. Þar er t.d. ákvæði um að sveitarfélög skuli leggja fram sérstakt óafturkræft framlag 3,5% af kostnaðar- verði eða kaupverði hverrar félagslegrar íbúðar í sveitar- félaginu. Nú er bygging fé- lagslegra íbúða mikið hags- munamál og áhugamál sveitarfélaga og í ljósi þess hefðu sveitarfélögin senni- lega ekki tekið illa í viðræð- ur um aukna hlutdeild í þessum byggingum. En það er með þetta eins og flest önnur mál sem snerta sveit- arfélögin. Ekkert samráð var við þau haft um þessa breytingu,og kemur það mjög skýrt fram ef skoðuð eru bréfaskipti sem fóru fram milli félagsmálaráðu- neytis og Samb. ísl. sveitar- félaga, á þessum tíma. Þar er einungis um ein- hliða ákvörðun ráðuneytis að ræða, sem ekki getur flokkast undir samráð. Sam- kv. áliti Samb. ísl. Sveitar- fél. getur hér verið um 128 millj. kr. að ræða. Kostnaður vegna félags- legra íbúða verður þar að auki stöðugt meiri hjá sveit- arfélögunum og stærri bæj- arfélög þurfa að hafa laun- aðan starfsmann einn eða fleiri við þá vinnu. Og í minni sveitarfélögum 3-500 manna kallar þessi vinna á a.m.k. hlutastarf. Nefskatturinn Þá er það „lögguskattur- inn“ svokallaði. Þar eru 600 millj. kr. sem deila á niður á sveitarfélög sem nefskatti. Upphæðin er þó misjöfn eft- ir íbúatölu og miðast markið við 300 íbúa. Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri greiða kr. 2.370 pr. íbúa og þau sem hafa færri en 300 íbúa greiða kr. 1.420 pr. íbúa. 300. íbúi sveitarfélags- ins getur því orðið því alldýr eða kr.286.420. I smærri sveitarfélögum er heldur • Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. ekki um reglubundna lög- gæslu að ræða. Það er því al- gjört öfugmæli að nefna þetta kostnað vegna lög- gæslu. Hér er verið að taka upp svipaða skattheimtu og hvað óvinsælust varð í Bret- landi á tímum Margretar Thatcher. Þessi skattheimta ríkisins hefur nú þegar haft þau áhrif að þau sveitarfélög sem ekki hafa fullnýtt leyfilegan útsvarsstofn á síðustu árum, hafa nú þegar hækkað hann. Þar með öðlast þau einnig rétt til framlaga úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga, ef tekjurnar eru undir ákveðnu meðaltali pr. íbúa. Það hef- ur það síðan í för með sér að minna er til skiptanna fyrir þau sveitarfélög sem mjög eru háð framlagi Jöfnunar- sjóðsins og hafa ekki mögu- leika á að bæta sér tekju- skerðingu vegna þessa á annan hátt, nema þá með lántökum. Aukinn kostnaður í strjábýli Þá er gerð breyting á lög- um um eyðingu refa og minka. í stað þess að ríkið greiddi áður 75% kostnaðar greiðir það nú 50%. Þó eru undantekningarákvæði sem segja að verði heildarkostn- aður við þennan málaflokk hærri en kr. 3.000 pr. íbúa þá greiði ríkissjóður 3/4 hluta kostnaðar. En þrátt fyrir þessi ákvæði er um- hverfisráðherra heimilt að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í þessum kostnaði á tilteknum svæðum. Ekki er vitað hvaða svæði er um að ræða, en það á að auglýsa fyrir 1. maí nk. Og er þá sveitarstjórnum heimilt að fella niður grenjaleitir á þeim svæðum. Fyrir okkur á Vestfjörð- um getur þetta atriði verið afdrifaríkt. Verði ekki veiddir refir og minkar á ýmsum óbyggðum svæðum, getur það haft í för með sér mikla fjölgun á öðrum stöð- um. Því ekki er hægt að reikna með því að skepn- urnar haldi sig innan þeirra marka sem umhverfisráð- herra ákveður, þær eru meira að segja mjög fljótar í förum. Þá getur svo farið að sveitarstjórnir sjái sig knúð- ar til að láta fara fram refa- og minkaleit á svæðum sem ríkissjóður tekur engan þátt í að greiða veiðar á. Þar kemur því aukakostnaður á sveitarfélögin. Ábyrgðarsjóður launa Með því að setja á stofn ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota er verið að setja enn fleiri álögur á sveitarfé- lögin. Það lækkar kostnað ríkisins um 450 millj. ef miðað er við það sem hefði þurft að vera framlag ríkis- ins til greiðslu vegna ríkis- ábyrgðar á laun á árinu 1992. Sá kostnaður dreifist nú á atvinnureksturinn í landinu og þar með sveitarfélögin. Kostnaður sveitarfélaga vegna þess er lauslega áætl- aður kr. 23 millj. Beinn og óbeinn kostnadur Þá er eftir ýmis annar beinn eða óbeinn kostnaður sveitarfélaga í kjölfar þess- arar umdeildu lagasetning- ar, þar má nefna kostnað sveitarfélaga ef um meiri akstur skólabarna verður að ræða milli hverfa, en það gæti orðið ef fjölga á í bekkjum, sem er einn sparnaðarliðurinn. Aukinn kostnaður vegna skipulags- mála, en þar er framlag rík- isins skorið niður. Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna mun verða til kostnaðar- auka fyrir sveitarfélögin. Sérstakt 25% álag á vöru- gjöld í höfnum sem koma á til framkvæmda, getur vald- ið sérstaklega minni höfnun- um ýmsum vandkvæðum í innheimtu. Ekki hefur í þessu máli frekar en öðrum verið haft samráð við sveit- arfélögin. Það mun einnig hafa áhrif til hækkunar á vöruverði á landsbyggðinni, þó ekki liggi fyrir útreikn- ingar þar um. Ákveðin er skerðing á tekjum Vegasjóðs um 265 millj. og skulu þeir fjármun- ir renna í ríkissjóð. Með þessum lögum og fjárlögum fyrir 1992 er skerðing til vegamála orðin 765 millj. miðað við gildandi vega- áætlun. Það hefur áhrif á at- vinnustig í landinu og mun því lækka tekjur sveitarfé- laga af þeim framkvæmd- um. Samstarf ríkis og sveitarfélaga Ekki er langt um liðið frá því að samþykkt voru lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er m.a. ákvæði sem kveður á um samráð milli ríkis og sveitarfélaga, eigi að gera breytingar á þeirri verka- skiptingu. Þau lög hafa ver- ið þverbrotin. Samb. ísl sveitarfélaga hefur harðlega mótmælt þeim vinnubrögð- um sem hér hafa verið við- höfð af hálfu ríkisvaldsins. Þá ætti ríkisstjórninni að vera það vel ljóst að mjög þrengir nú að hjá mörgum sveitarfélögum vegna erfið- leika í atvinnulífi og gjald- þrota hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Af þeim sök- um hafa mörg sveitarfélög tekið á sig auknar fjárhags- byrðar til að halda atvinnu- lífinu gangandi. Þau eru því engan veginn í stakk búin til að taka nú á sig auknar álögur, sem skipta hundruðum milljóna króna. Ritað 29.janúar 1992. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. HELGII • » HOFUÐBORGINNI Jr ekki kominn tími til að skreppa suður og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús,koma við á krá njóta skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hóteli. Láttu þetta eftir þér, þú átt það skilið. Pantanasími 688999. Grœnt símanúmer 996099 H O T E L ÍSLAND Ármúli 9. 108 Reykjavík. f Isfirðingar- Vestfirðingar Getum bætt við okkur verkefnum í nýsmíði, endurbótum eða viðgerð- um. Einnigdúka-, teppa- eðaparket- lögn eða annað sem til fellur. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Vönduð vinna — vanir menn. NAGLINN HF. Hjálmar Guðmundsson Halldór Antonsson S 4665 S 4041

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.