Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Síða 4

Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Síða 4
4 SUNDLAUG FATLAÐRA VERÐUR VERKEFNI FÓRNARVIKU Höndin, fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar er væntanleg í byrjun marz n.k. Á skrifstofunni er nú unnið að undirbúningi útgáfunnar, en í því blaði mun verða gerð nánari grein fyrir þeim verkefnum sem Hjálparstofnunin er aðili að á erlendum vettvangi, jafnframt því sem kynnt verður verkefni sem vinna á að á þessu ári, en áformað er að efna til fjársöfnunar nú á föstu í fórnarviku til innlends verkefnis. Fyrir valinu hefur orðið söfnun vegna sundlaugar- byggingar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, en grunnur þeirrar sundlaugar hefur staðið allt frá árinu 1960 vegna fjármagnsskorts. Verkefni þetta er unnið í nánu samstarfi við Lions-hreyfinguna á íslandi. ÆSKULÝÐSNEFND ÞJÓÐKIRKJUNNAR Æskulýðsnefnd sú, sem lauk starfst.íma sínum um áramót, eftir þriggja ára setu, gerði tillögur að nýskipan nefndarinnar. Hugmyndir hennar voru þær, að nefndin yrði skipuð fulltrúum landshluta og nokkurra samtaka, og kæmi hún saman 2-3 á ári og legði meginlínur Æskulýðsstarfsins í samstarfi við æskulýðsfulltrúa og aðra starfsmenn ÆÞ. 6. febrúar sl. var boðað til fundar til undirbúnings þessa og tilkvaddir fulltrúar sem hér segir: 2 úr Reykjavíkurprófastsdæmi, 2 úr Kjalarnespróf.- dæmi, 1 frá Vesturlandi, 1 frá Vestfjörðum, 2 frá Norðurlandi, 1 frá Austur- landi, 2 frá Suðurlandi, auk 1 fulltrúa skiptinema og skólaprests, alls 14. Þessir fulltrúar hafa verið beðnir að skipa æskulýðsnefnd til bráðabirgða, eða þar til æskulýðssambönd, prestafélög eða héraðsfundir hafa tilnefnt sína fulltrúa, eftir því sem við á á hverjum stað. Þeir aðilar fá sérstakt bréf um þetta mál. á nefndum fundi voru auk þess rædd æskulýðsmál, m.a. æskulýðsdagurinn 4. marz, sumarstarf og barnaár. Komu fram margar tillögur að fjölbreyttara starfi, sem verður unnið að og það síðan kynnt . Fundurinn lagði sérstaka áherzlu á mikilvægi þess að rödd kirkjunnar heyrðist skýrt í öllum lamræðum um barnaár. ENDURÚTGÁFA Á MESSUSÖNGVUM Beinteinn Bjarnason og aðrir ættingjar sr. Bjarna Þorsteinssonar hafa nýverið gefið embætti söngmálastjóra útgáfuréttinn að Hátíðasöngvum hans. Undanfarið hefur verið allerfitt fyrir kóra að eignast söngvana, en nú hefur söngmála- stjóri annast endurútgáfu þeirra og bætt úr þeirri þörf. Forsíðumynd er af Siglufjarðarkirkju, sem sr. Bjarni starfaði við, er Hátíða- söngvar voru skráðir . Söngmálastjóri afgreiðir Hátíðasöngvana á sérverði, kr. 600 eintakið, ef pöntuð eru 5 eintök eða meira, fyrir 10. marz. Eftir það verða þeir til sölu í bókabúðum með venjulegri álagningu. Messusöngvar Sigfúsar Einarssonar munu koma út á vegum söngmálastjóra í nýrri útgáfu með breyttri niðurröðun í haust. PRÓFASTARÁÐSTEFNA 6.-8. MARZ Prófastar hafa venjulega átt árlegan, stuttan fund með biskupi á prestastefnu. NÚ hefur biskup kallað prófasta til 3ja daga ráðstefnu í byrjun marz, og mun það væntanlega verða árviss atburður.

x

Fréttabréf Biskupsstofu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1507

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.