Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 12
Fljúgiö með elsta starfandi áætlunar- flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIR" ISAFJARÐARFLUGVELLI © 4200 • □ 4688 Allavirka Idagaá I milli ísafjarðar og Reyíyavíkur VSruflutnin|ar AnnannsLeifssonar Búöarkanti 2* Bolimgarvík Símar 94-7Ö48 fe 91-10440 Parsímar 988-20877, 20879 23671 áf 40277 BÚALEIGAN 'RNIR Þar sem bílarnir skipta um eigendur SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448 Fyrir hann íGUNNA Ljóninu, Slceiði, ísafirói, sími 3464 Nýja íþróttahúsiö á ísafirði: Ráðgert er að opna húsið formlega 4. september - ekki hefur enn verið ráðinn forstöðu- maður, þrátt fyrir að umsóknarfrestur hafí runnið út um miðjan síðasta mánuð Nýja íþróttahúsið á Isafirði. Tólf umsóknir bárust um starf forstöðumanns hússins en enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu hans þar sem starfslýsing liggur ekki fyrir. EKKI hefur enn verið gengið frá ráðningu for- stöðumanns við nýja íþrótta- húsið á Isafirði þrátt fyrir að umsóknarfrestur hafi runnið út fyrir tæpum þrem- ur vikum. Tólf umsóknir bárust um stöðuna en ástæða þess að enn hefur ekki verið gengið frá ráðningunni mun vera sú að ekki hefur enn verið gengið formlega frá rekstrarsamningi hússins á milli ríkisins og Isafjarðar- kaupstaðar. Þá hefur ekki enn verið gengið frá starfslýsingu for- stöðumannsins og því ekki hægt að ráða í stöðuna. Segja heimildarmenn blaðsins að Isafjarðarkaupstaður fari sér heldur hægt í að ganga frá samningum við ríkió og of fljótt í að auglýsa stöðu sem engin starfslýsing er á bakvið. Að sögn Höllu Sigurðardóttur, formanns íþrótta- og æsku- lýðsráðs Isafjarðar og eins úr undirbúningshópi opnunarhá- tíðar íþróttahússins er gert ráð fyrir að húsið verði formlega opnað 4. september næst- komandi, þremurdögum áeftir áður ákveðnum opnunardegi bæjarstjórans á Isafirði. ,,Það hefur alltaf veriö talað um 1. september en það er ekkert vit í því að opna húsió á miðvikudegi. Það verður að gera þetta þegar bæjarbúar geta komið og skoðað húsið. Það á að gera þessa hluti almennilega og þá er ekkert vit í öðru en að hafa þetta um helgi og því hefur laugardagurinn 4. september orðið fyrir valinu. Við erum byrjuð að undirbúa opnunar- hátíðina og auðvitað vona allir að tímasetningin standist en það kemur til með að liggja fyrir um næstu helgi,“ sagði Halla. Hún sagði ennfremur aó reynt yrði að gera opnunarhá- tíðina sem glæsilegasta. Flutt yrðu ávörp, Sunnukórinn myndi syngja auk þess sem gestum yrði boðið uppá risa- stóra tertu. „Þetta á að verða góð opnunarhátíð og við vonum bara að dagsetningin standist,“ sagði Halla í sam- tali við blaðið. -s. Óshlíð: Framkvæmdir við nýjan vegskála ganga að óskum Gert er ráð fyrir að nýi vegskálinn á Óshlíð verði tilbúinn 20. september næstkomandi. MIKIÐ hefur verið talað um eymdina í Bolungarvík undanfarna mánuði en nú er allt á uppleið í atvinnu- veginum þar og hafa starfs- menn byggingarþjónustu Jóns F. Einarssonar haft í nógu að snúast þessa mán- uðina. Nýi vegskálinn á Oshlíðinni rís óðum frá grunni og að sögn Jóns Friðgeirs Einars- sonar ganga framkvæmdir samkvæmt áætlun þó að brösuglega hafi gengið að hefja byggingavinnuna vegna tíðra skriðufalla á mótin í sökklunum. ,,Það er ýmist unnið sex eða sjö daga vik- unnar og hvergi slakað á. Við erum þegar búnir með þriðj- ung þaksins og skálinn verður væntanlega tilbúinn mánu- daginn 20. september”, sagði Jón í samtali við BB. Hlutur JFE í byggingarkostnaðinum hljóðar upp á tæpar 43 mill- jónir og að sögn Vegagerð- arinnar mun heildarkostnaður verða um 65 milljónir og eru þá innifaldar framkvæmdir umhverfis skálann. Undanfamar vikur hefur JFE unnið að viðhaldi vegarins upp að ratsjárstöðinni á Bola- fjalli og hafa framkvæmdir gengið vonum framarog lýkur þeim í þessum mánuði. í sumar hefur fyrirtækið einnig unnið að byggingu fjögurra húsa fyrir Ratsjár- stofnun. Byggingin hefur geng- ið eins og í sögu og verður húsunum skilað fullbúnum í þessum mánuði. Þar að auki eru smiðir JFE önnum kafnir viö að byggja stórt og glæsilegt vistheimili aldraðra í Bolungarvík með alls 14 íbúðum og verður því skilað þann 1. mars næst- komandi. Þrátt fyrir umtalaða eymd í Víkinni hefur atvinna verið það mikil að þurft hefur að leytatil Isafjarðarmeð vinnu- afl. Það má því segja að stundum sé skammt öfganna á milli. -hþ. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM Vestfiröir: Lögreglan með sér- stakt eftirlit LÖGREGLAN fram- kvæmdi sérstakt eftirlit í ísafjarðardjúpi og í allri vestursýslunni í tiluja^ þessarar miklu ferða-^P gleðihelgi. Mestur hluti eftirlitsins fór fram á föstudaginn ogmánu- daginn. Laganna verðir þurftu lítið fyrir eftirlitinu að hafa, engin óhöpp urðu og gekk helgin eins og best verður á kosið. Súðavík: Glanna- akstur á leið íterðalagi^ Á FOSTUDAG viðhafði lögreglan hraðamælingar í Súðavík og voru tíu öku- menn sektaðir fyrir of hraðan akstur. Enginn varyfirsviptingar- hraöa, allir höfóu beltin spennt og Ijósin kveikt og tóku tilmælum lögreglunnar með stakri ró og prýði. -hþ. ísafjörður: Sofnaði undir stýri AÐFARANÓTT laugar- dags keyrði bíll út af Skutulsfjarðarbrautinni og hafnaði útí sjó. Lög- reglan var skammt frá og kom Ojótlega til hjálpar. Okumaöurinnsem vareinn í bílnum sofnaói meó fyrr- greindum afleiðingum. Hann hlaut smávægilega höfuðáverka en bíllinn er töluvert skemmdur. -hþ. RITSTJÓRN *E* 4560 - FAX S 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT ® 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.