Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 1
OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA FIMMTUDAGUR ,, 5. ÁGÚST 1993 ' jrf. TBL. ■ ÍO.ÁRG Verð kr. 170,- með virðisaukaskatti Hótel ísafjörður: Gengið til samn- inga um kaup - sjá bls. 2 Skattskráin: Togaraskipstjórar með hæstu launin » - sjá bls. 2 Vegagerðin: Kannar hug vegfarenda til ferjusiglinga - sjá bls. 3 ísafjörður: Nýja íþrótta- húsið opnar eftir mánuð - sjá baksíðu Vestfirðir: Líf og fjör um alla firði - sjá opnu FLUGLEiÐIR - SÖL USKRIFSTOFA - MJALLARGÖTU 1 • ÍSAFIRÐI opið kl. 09-12 OG KL. 13-17 Réttur dcLgsirts cl góðu verði - V2 verð fyrir böm 5-12 ára - frítt fyriryngri en 5 ára Bæjarsjóáur ísafjaráar v/ Vinnumiólun í-i a f n a r s t r æ t .i :l — 3 401 ísafjöróur Álagningarskrár sveitarfélaga í Vestfjarðaumdæmi: Ruth Tryggvason ber hæstu álagn- ingu einstaklinga Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal greiðir hæstu heildargjöld lögaðila ALAGNINGARSKRAR sveitarfélaga í Vestfjarðaum- dæmi árið 1993, vegna tekna og eigna ársins 1992 hafa verið lagðar fram. Sam- kvæmt álagningarskránum nema heildargjöld einstakl- inga í umdæminu kr. 1.834.291 þús., og þeim til viðbótar koma kr. 3.868 þús., sem eru gjöld barna. Álagning hvílir á 7.233 einstaklingum 16 ára og eldri og 633 börn- um. Hæstu gjaldategundir hjá einstaklingum 16 ára og eldri eru tekjuskattur kr. 1.012.108 þús., og útsvar kr. 667.199 þús. Bamabótaauki nemur samtals kr. 53.467 þús., vaxtabætur eru samtals kr. 41.998 þús., og hús- næðisbætureru kr. 18.962 þús. Hæstu álagningu einstaklinga að þessu sinni bera eftirtaldir einstaklingar: 1. Ruth Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, ísafirði, kr. 4.904.747. 2. Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri ísafirði, kr. 3.195.156. 3. Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri Isafirði, kr. 2.975.689. 4. Þorsteinn Jóhannesson, læknir ísafirði, kr. 2.854.136. 5. Hlöðver Haraldsson, skip- stjóri Hólmavík, kr. 2.729.958. Hæstu álagningu tekjuskatts bera sömu aðilar í sömu röð. Ruth Tryggvason, kr. 2.788.466., ÁsgeirGuðbjarts- son kr. 2.423.262., Guðbjartur Ásgeirsson kr. 2.270.994., Þorsteinn Jóhannesson kr. 2.201.528., og Hlöðver Har- aldsson kr. 2.085.822. Hæstu álagningu útsvars bera Ruth Tryggvason kr. 703.371., Ásgeir Guðbjartsson kr. 690.127., Guðbjartur Ás- geirsson 656.648., Hlöðver Haraldsson kr.597.916., og Þorsteinn Jóhannesson kr. 591.171. Hæstu álagningu eignarskatts bera hjónin Jón Friðgeir Einarsson og Margrét Kristjánsdóttir í Bolungarvík. Jón Friðgeir greióir kr. 662.779., og Margrét kr. Ruth Tryggvason ber hæstu heildargjöld einstaklinga á Vestfjörðum að þessu sinni. 565.713. Ruth Tryggvason greiðir þriðja hæsta eignar- skatt kr. 312.228., og hjónin Kristján Jónasson og Hansína Einarsdóttir á Isafirði eru í 4. og 5. sæti. Þau greiða samtals kr. 561.404., sem skiptist jafnt á milli þeirra. Hæstu álagningu tryggingar- gjalds hjá einstaklingum bera eftirtaldir aðilar: 1. Magnús Snorrason, Bol- ungarvík, kr. 1.505.704. 2. Hólmgrímur Sigvaldason, Þinpeyri, kr. 1.077.693. 3. Armann Leifsson, Bolung- arvík, kr. 1.044.609. 4. Tryggvi Tryggvason, Isa- firði kr. 1.003.647. 5. Ruth Tryggvason, Isafirði, kr. 886.192. Heildargjöld lögaðila (fé- laga) nema kr. 534.387 þús. og hæstu álagningu bera Hrað- frystihúsið hf. í Hnífsdal kr. 17.566.485., Isafjarðarkaup- staður kr. 12.928.231., Orku- bú Vestfjarðakr. 10.065.089., Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. ísafirði kr. 9.139.613., og Einar Guðfinnsson hf. í Bol- ungarvík kr. 8.251.501. Hæstu álagningu tekjuskatts lögaðila bera Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal kr. 12.110.376., Þrymur hf. vélsmiðja á Isa- firði, kr. 5.440.316., Bjarg hf. útgerð/fiskverkun á Patreks- firði, kr. 4.498.863., Sandfell hf. ísafirði kr. 3.666.895., og Sparisjóður Bolungarvíkur kr. 3.599.716. Hæstu álagningu eignar- skatts lögaðila bera Hrönn hf. ísafirði kr. 3.153.71., Spari- sjóður Bolungarvíkur kr. 2.661.810., Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal kr. 2.605.622., Kaupfélag Dýrfirðinga, Þing- eyrikr. 1.695.486.,ogHjálmur hf. Flateyri kr. 1.686.520. Hæstu álagningu tryggingar- gjalds lögaðila bera Isafjarð- arkaupstaðurkr., 12.928.231., Orkubú Vestfjarða kr. 10.065.089., Einar Guðfinns- ■ Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal ber hæstu álagningu lögðila á Vestfjörðum, samkvæmt nýútkomnum álagningarskrám fyrir árið 1993. son hf. í Bolungarvík kr. 8.022.507., Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. Isafirði kr. 7.903.324., og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Isafirði kr. 7.487.750. Álagningarskrár sveitar- félaga í Vestfjarðaumdæmi munu liggja frammi til 12. ágúst næstkomandi. Heildar- skrá og álagningarskrá ísa- fjarðar liggja frammi á skatt- stofu Vestfjarðaum á venju- legum skrifstofutíma, og hjá umboðsmönnum skattstjóra í öðrum sveitarfélögum, eins og þeir auglýsa, og hjá bæjarskrif- stofunni í Bolungarvík. Sjá einnig „Gluggað í skatt- skrána” á bls. 2 í blaðinu í dag. Húsnæði íshúsfélags Bolungarvíkur: A FL'NDI Fiskveiðasjóðs sein haldinn var fyrir lielgina ákvað stjórn sjóðsins að hafna tilboði Osvarar hf. í frystihúsið sem sjóðurinn leysti til sín eftir gjaldþrot Einars GuðFinnssonar hf. Á sama fundi var ákveðið að ganga til viðræðna viðforsvarsmenn Þuríðar hf. og fóru fyrstu tveir fundir þcssara aðöa fram í Reykjavík í gær- dag. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hljóðaði tilboð Ósvarar hf. upp á 91,5 milljónir króna en tilboðÞuríðar hf. var nálægt 110 milljónum króna. Áður hafði Ósvör hf. boðið 85 milljónir í eignirnar og Þuríður hf. 30 milljónir í rækjuverksmiðjuna en Fiskveiðasjóður hafnaði þeim tilboðum. -Ef af kaupunum verður, hvernig munið þíð koma til með að nýta allt húsið? „Við erum meö hugmy nd- ir á borðinu sem við viljum ekki úttala okkur um áþessari stundu. Þetta er ekki búinn að vera langur tími. Við höfðum eina þrjá daga til að skoða það hvort við tækjum áskorun Fiskveiðasjóðs og byðum í allt húsið og síðan höfum við verið að skoða möguleikana og þeir eru miklir en við munum aó sjálfsögðu nota húsið til fisk- verkunar. Við báðum Ós- Jón Guðbjartsson einn eigenda Þuríðar hf. sagði í samtali við blaðið í morgun að hann og Valdimar L. Gíslason, framkvæmdastjóri hefðu átt tvo góða fundi með Fiskveióasjóðsmönnum í gærdag og vonaðist hann til að niðurstaða úr þeim við- ræöum lægi fyrir innan 10- 14 daga. „I dag erum við mcð pappíra hvors annars og hugtnyndir og munum skoða þær á næstu dögum. Þetta er miklu flóknara mál en svo að því sé hespað af á hluta úr degi.” vararmenn að ræða við okkur fyrir nokkrum vikum, eóa um leið og við fréttum að þeir ætíuðu sér að kaupa rækjuverksmiðjuna, en þeir hafa ekki enn séð ástæöu til þess og því er málið komið I þennan farveg,” sagði Jón Guðbjartsson í samtali við blaðið. Ekki náðist í Björgvin Bjarnason, framkvæmda- stjóra Ósvarar hf. áður en blaðíó fór í prentun en í vió- tali við blaðið í síðustu viku sagði hann að ef þeir fengju ekki frystihúsið yrðu allar áætlanir endurskoðaðar. Gert er ráð fyrir að boðað verði til hluthafafundar í Ós- vör um miðjan mánuðinn þar sem framvínda mála verður rædd. Samkvæmt heimildum blaðsins munu tveir mögu- leikar vera taldir áhugaverð- astir, að selja bæði skipin og kaupa frystitogara eða selja annan togarann og selja afla hans hæstbjóðanda. 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.