Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 3
BÆJARINS BESTA • Fimmtudagur 5. ágúst 1993
3
ísafjarðardjúp:
Gallup með skoðana-
könnun fyrir Vegagerðina
GALLUP á íslandi hefur
framkvæmt skoðanakönnun
um síðustu daga á vegum
Vegagerðar ríkisins í Isa-
fjarðardjúpi. Vegagerðin er
þessa dagana að áætla hugs-
anlegan rekstur og afkomu
bílferju um Isafjarðardjúp.
Sem kunnugt er, ber mörgum
ekki saman um ágæti ferjunnar.
Vegagerðin telur ólíklegt að
þessi rekstur standi undir sér
og þar með þyrfti að styrkja
hann á hverju ári. Fyrirmenn
Djúpbátsins segja Vegagerðina
hrædda við ákvarðanir og fjár-
veitingar í málefnum bíl-
ferjunnar.
Vegagerðin kannar nú hug
vegfarenda og fór skoðana-
könnunin fram á virkum og
helgum dögum og er útkomu
hennar ekki að vænta fyrr en
eftir nokkrar vikur. Spurn-
ingarnar voru af ýmsu tagi, álit
viðkomandi um núverandi
ástand Djúpvegarins og hvort
sá hinn sami komi til með að
nota hugsanlega bílferju og
ýmislegt fleira. „Við erum að
vinna að spá um rekstrar-
afkomu bílferju og þá skiptir
máli fjöldi hugsanlegra notenda
og heppilegasti flutningstími
sólarhringsins og margt fleira
í þeim dúr. Við erum með
skoðanakönnuninni að reyna
að koma til móts við þær óskir
sem fólk vill”, sagði Gísli
Eiríksson umdæmisverkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni í sam-
tali við BB. -hþ.
Þingeyri:
Arkitekt gerir úttekt á
elsta timburhúsi landsins
KAUPFÉLAG Dýrfirðinga
íhugar að endurbæta fyrr-
verandi pakkhús bæjarins
sem jafnframt mun vera elsta
timburhús landsins. Þjóð-
minjasafnið hefur mikinn á-
huga á að yfirtaka húsið og
mun arkitekt skila áliti sínu í
þessum mánuði.
Umrætt hús er fyrrverandi
salt- og pakkhús sem reist var
1732 af einokunarkaupmönn-
unum en þar var fyrir nokkrum
árum afgreiðsla Ríkisskips og
til dagsins í dag hefur í hluta
hússins verið timburgeymsla.
Eftir að arkitekt Húsafriðunar-
nefndar, Hjörleifur Stefánsson,
hefur skilað inn tillögum um
hvemig standa skuli að endur-
byggingu hússins, er það
ákvörðun eiganda hússins,
Kaupfélags Dýrfirðinga, hvað
gera skal. Kaupfélagið hefur
fengið styrk frá Húsafriðunar-
nefnd til úttektarinnar og hefur
jafnframt sótt um styrki víðar
og fengið nokkuð góðar við-
tökur.
Þess má geta að Kaupfélagið
á annað stórmerkilegt hús við
hliðina á því fyrmefnda, þar
var Kaupfélagið eitt sinn
starfrækt en í dag er afgreiðsla
Ríkisskips þar til húsa. Húsið
var reist um 1870 af Gram
kaupmanni og er í þokkalegu
ástandi og geta áhugasamir
fengið að skoða það. -hþ.
Þeir sem ferðast hafa um Hálfdán undanfarið eru hálf „down“ vegna ástands hans.
Hálfdán:
Vegurinn einungis jeppafær
ÞESSI mynd var tekin síð-
astliðinn laugardag af veg-
inum yfir Hálfdán. Verið er
að undirbúa lagningu slitlags
á þessum kafla sem er þriggja
kílómetra langur.
Mörgum vegfarendum
blöskraði ástand vegarins um
Verslunarmannahelgina en við
því var ekkert að gera. Lagn-
ingunni mun ljúka í ágúst en
slitlag verður ekki komið á
alla hina átta kílómetrana fyrr
en í ágúst á næsta ári. „Við
keyrum sprengdu grjóti í
veginn sem allir vita að er
gróft og leiðinlegt yfirferðar.
Þeir átta kílómetrar sem eftir
eru verða því nokkuð grófir
þar til haldið verður áfram
lagningu slitlags næsta sumar.
Það mun vissulega draga úr
þessum grófa kafla með tím-
anum og hann verður væntan-
lega mildari með haustinu”,
sagði Gunnar Gunnarsson hjá
Vegagerðinni. Vegfarendur
verða því að sýna Vega-
gerðinni smá skilning og
þolinmæði þangað til slitlagið
verður tilbúið að ári.
-hþ.
Bíldudalur:
LEl KFÉLAGII) Baldur á
Bílduc ■'.) svo-
kallað Baldursport sunnu-
(laginn 15. Idurs-
portin . Kola-
porlsi a og geta
bæjarbúar sem aðrir komið
vöru sinni þar á framfær.
Leikfélagið Baldur er 28
ára og hefur um margra ára
bil veriö iðið við alls konar
uppátæki af ýmsu tagi. Fyrir
rúmum hálfum mánuðí hélt
leikfélagið svona útimarkað
og tókst hann svo vel áð
ákveðið var að halda annan
hclminjti stærri markað sern
fyrst. A þcim fyrri voru tíu
básar (>g mátti þ.u finna
heimabakaðarkökur, salt-og
harðfisk, fatnað, bækur, heila
búslóð, auk þcss sem bak-
arííð á Patrcksfiröi var mcð
útibú á staðnum svo eítth vaö
sé nefnt. A markaðinum þann
15. ágúst veröa yfir 20 básar
og er Baldursportið ekkí
aðeins tilvaliðfyrirbæjarbúa
heldureinnig fyrir ferðamenn
sem leið eiga um svæðið.
Leikfélagið Baldur skorar á
sem Ilesta að mæta því þarna
úlegustu
hluf /eröi.
fihþ.
Einnig sérprentaður
tölvupappír
hannaour eftir
þínum óskum og þörfum
Leitið upplýsinga
H-PRENTHF
SÓLGÖTU 9 • ÍSAFIRÐI • SÍMAR 4560 - 4570 • FAX 4564