Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 06.10.1993, Qupperneq 1
OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA IMIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1993 40. TBL. ■ 10. ÁRG Verð kr. 170,- með virðisaukaskatti Vestfirðir: Hjálmar R. með nýja bók - sjá bls. 3 ísafjörður: Tilboð í sorp- brennslu- stöðina opnuð - sjá bls. 2 ísafjörður: Snýr kirkju- turninn öfugt? - sjá bls. 4 OPIÐKL. 09-12 OGKL 13-17 FLUGLEIDIR - SÖLUSKRÍFSTOFA - MJALLARGÖTU1 • ÍSAFIRÐI Nýjung! - Pöbb ÝÍrábær Magnús Reynir og Villi Valli skemmta fóstudags- og laugardagskvöld kl. 21:30-01:00 veirrn&A uk Mánagötu 1 Isafirði, 4306 Þessa dagana er unnið að hellulagningu fyrir framan Fjórðungssjúkrahúsið. ísafjörður: Tugmilljóna króna endurbætur áætlaðar á Fjórðungssjúkrahúsinu AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir töluverðar framkvæmdir á og við Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Lagðir hafa verið göngustígar, tröppur steyptar á tveimur stöðum auk þess sem verið er að útbúa bílastæði við vestanvert húsið sem eingöngu verður ætlað starfsfólki spítalans og starfsfólki Hlífar, íbúða aldraða. Þessu til viðbótar er verið að lækka handrið á svölum á suður- og vesturgafli um hálfan metra og er það gert til að sjúklingar geti séð eitthvað annað en himininn en handriðið hefur birgt sýn þeirra sem ekki hafa getað staðið í fæturna sökum lasleika. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar er áætlaður um þrjár milljónir króna og þar af er kostnaður við bílastæðið áætlaður um ein og hálf milljón króna. Isafjarðarkaupstaður mun greiða helming kostnaðar vegna bílastæðisins en önnur vinna er á vegum ríkisins. Þessa dagana er verið að vinna að útboði á enn stærri fram- kvæmdum utanhúss eða klæðningu alls hússins. Aætlaður kostnaður við það verk er á bilinu 70-90 milljónir króna og er ráðgert að verkið verði unnið á næstu þremur árum. Húsið mun verða klætt með samskonar efni og er á Stjómsýsluhúsinu á Isafirði og vonast menn til að verkið geti hafist á komandi vori. „Þetta hús er orðið full- orðið og því hefur lítið verið haldið við að utan og því er það nauðsynlegt samkvæmt mati nefndar sem skipuð var til að gera úttekt á húsinu, að klæða það svo komist verði hjá frekari skemmdum. Hag- kvæmasti kosturinn var talinn samskonar efni og er á Stjóm- sýsluhúsinu og ég geri því ráð fyrir að það verði ofan á. Við gerum ráð fyrir að verkið verði boðið út í vetur og það fer að sjálfsögðu eftir við- brögðum hins opinbera, hvað varðar fjárveitingu, hversu hratt verkið getur gengið. Menn voru að tala um að verkið gæti tekið tvö ár en það er eins víst að árin geti orðið þrjú,” sagði Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í sam- tali við blaðið. -s. Vestfiröir: Tvö sveifarfélög vilja vera reynslu- sveitarfélög RÚMI.F.GA þrjátíu svdtarfélög hafa sótt um að verða reynslu.svcitarfélög en framkvæmdanefnd um reynslu- sveitarfélög tekur ákvörðun um það eftir atkvæða- greiðsluna um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvembcr, hvaða sveitarfélög verða valin lil þáttlöku í tilrauninni. Tvö sveitarfélög á Vest- fjörðum sækja_ um, Bol- ungarvík og ísafjörður. Aðeins fimm sveitarfélög koma til greina cn hugsan- legt er að félagsmálaráð- herra sæki um heimild til Alþingis í haust að heímila fleiri sveitarfélögum þátt- töku í tilrauninni sem standa mun í fjögur ár og hcfst 1. janúar næstkontandi. -s. ísafjöröur: Rörasprengia þeyttist í rúðu IIOM M hrá lu-ltlur hetur verslunarstjóranuni í versluninni Slraum á ísafirði á mánudagsniorguninn. Rétt l'yrir klukkan liálltíu uin inorguninn sér liann nokkra drengi vera að hograst vfir cinliverjuin lilut uin tíu mctra frá versiuninni og hlaupa síð- an í burtu. í s.'unu andrá galt vió mikil sprenaíng og sá versl unarstjórinn þá var jámhiutur kemur á mikilli ferð ,í andlitsha-ð og beint í rúðuna sem hann stóð við með þeim afleiðingum að ytra gler hennar brotnaói. Kom þá f ijós að hér var um að ra’öa röra- sprengju sem drengirnir höfðu útbúíð og kveikt f með fyrr- grcindum afleiðingum. „Ég sá drengina þegar þeir voru á planinu. Þeir voru þrír eða fjórír og einn þeírra kveiktí í og svo hlupu þeir allir í burtu. Það var heldur óspennandi að horfa á sprengjuna koma á móti manni í andlítshæð,”sagði Gísli Hermannsson, verslunarstjóri í samtali við blaðíó. Gísli sagðí að hávaðinn frá sprengjunni hefði hcyrst í næsta nágrcnni. svo öflug hefói hún veríð. Hann sagðist ekki hafa þekkt aiia drengina og hefði því hiift samband við lögregiuna. Gisii sagðist ekki geta sagt til um hversu tjónið væri mikíð, rúðan værí tryggó en Ijóst er aó hér er um einhverjar þúsundir að ræða. Rörasprengjur geta líkt og aðrar sprengjur verið mjög hæ ttiilegar og geta hasglegá stór- slasað fóik ef það er nálægt þeim þegar þær eru sprengdar. -s. ísafjöröur: Álfar og tröll í nágrenni bæjarins - sjá opnu ísafjörður: Sunnukórinn sextugur - sjá bls. 9 ísafjarðardjúp: RANNSÓKNARSKH’H) Dröfn var vid sínar árlegu rannsóknir í ísafjaröardjúpi í síðustu viku og lauk þeim nú um helgina. Ekkert hefur verið gefið upp utn niður- stöður rannsóknanna þar sem fyrirmæli þcss ei'nis hafa borist frá sjávarútvegsráðuneytinu, Guðmundur Skúli Braga- son, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun og Hjalti Karisson, útibússtjóri stofn- unarmnar á Isafirði héldu á sunnudag fund mcð rækjusjó- mönnum við Djúp þar sern frumniðurstöður úr rann- sóknununt voru kynntar. Einn fundarmanna, rækjuskipstjóri á ísafirði sagði í samtali við blaðið að fram hefði komið á fundinum að útlitið væri nokkuð gott og vonaðist hann til að veiðar yróu lcyfðar nk. tostudag. „Það var dálítið af þorsksciðum en það magn var langt undir viðmiðunar- mörkum í Icggpokann. Aðrar niðurstöður voru uppi varð- andi síðupokann cn við erum ekkert með hann hér fyrir vestan. Okkurvarsagtaðallt væri í lagi og ef veiðar yrðu leyfðar, yrði það jafnyel núna á föstudaginn. Ég hef þá trú að það verði niðurstaðan og ég hugsa aó kvótinn verði ékkert minni í :ár heldur en hann var í fyrra eðá 2.500 tonn.” sagði rækjuskipstjór- inn í samtali við bláðið. Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Isa- firði vildi lítið tjá sig um málið er blaðið hafði sam- band við hann á mánudag. „Það er ósköp lítið hægt að segja. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um hvénær veiðar hefjast. Við höfum kynnt frumniðurstöð- ur fyrir rækjusjómönnum og ráðherra mun væntanlega taka ákvörðun núna t vikunni.” sagði Hjalti. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki verið tekin ákvörðun um veiðarnar og bíða rækjusjómenn nú spennt- ir eftir tilkynningu ráðherra sem væntanleg er í dag eða á morgun. RITSTJÓRN S 4560 - FAX Ð 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT ® 4570

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.