Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Page 4

Bæjarins besta - 06.10.1993, Page 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. október 1993 Óh.áð vxkublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent M. Sólgötu 9, 400 ísafjörður ® 94-4560 □ 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson * 4277 & 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigimðsson og Halldór Sveinbjörnsson « 5222 & 985-31062. Blaðamaður: Hermann Þór Snorrason. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent M. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og béraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, Mjóðritun, notkun ljós- mynda og annars efMs er óbeimil nema heimilda sé getið. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í gær, þá hefur tuminn verið færður til og hallinn á þaki hans snýr öfugt við teikninguna. ísafjarðarkirkja: Kirkjutuminn færð- ur fil um breidd sína - og hallanum á þaki turnsins snúið við BÆJARBÚI einn hafði samband við blaðið og veitti athygli blaðamanns á því að útlit nýju kirkjunnar sem verið er að byggja fyrir Isafjarðarsókn væri ekki í samræmi við þær teikningar sem samþykktar hefðu verið á sínum tíma. Máli sínu til stuðnings benti hann á að kirkjuturninn hefði verið færður til og hallinn á þaki hans væri ekki sá sami og á verðlaunateikningunni. Er blaðið kannaði máliö kom í ljós að viðkomandi aðili hafði á réttu að standa og virðist sem fáir bæjarbúar hafi tekið eftir breytingunni. Til að kanna hvort hér væri um mistök að ræða eða breytingu frá arkitekt hússins hafði blaðið samband við Gunnar Steinþórsson, formann bygginganefndar kirkjunnar. „Skýringin á þessu er sú að turninn var færður nær Sól- götunni sem nam breidd hans og þegar hann var kominn þangað var hann kominn yfir á annað þak sem hallaði á hinn veginn. Upprunalega teikningin var send til sænsks hljómburðarfræðings og hann taldi óæskilegt að hafa turninn eins og hann var vegna hljóm- burðar í húsinu. Orgelið átti að standa undir tuminum og miðað við teikninguna eins og hún var, hefði myndast flatt loft yfir orgelinu sem þykir fremur óæskilegt. Þess vegna var turninn færður til um breidd sína, ofan af orgelinu og því var hallanum á þakinu breytt í leiðinni. Hér er ekki um nein mistök að ræða, heldur breytingu sem sam- þykkt var af arkitektinum og sóknarnefnd." sagði Gunnar Steinþórsson. Upprunalega teikningin að ísafjarðarkirkju. Verö stödd í Bolungarvíkí nokkra daga. Þeir sem áhuga hafa hringi í síma 7567. Kristjana. Aðalfundur Verkstjórafélagp Vest- '■■fjarð'a verður haldinn laugardaginn 9. okt nk. kl. 14. að Hótel ísaflrði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi flytur Jóhann Olafsson frá Vinnueftirliti ríkisins. Félagar mætið! \ (élamaður Vélamaður óskast til starfa á VEGAGERÐIN ísafirði, einkum á veghefil. Upplýsingar gefa Kristinn Jónsson og Pétur Ásvaldsson. Umsóknum skal skilað á eyðublöóum sem fást á skrif- stofunni, í síðasta lagi þann 15. október. AthiiniA hrcn/tta HpnQotninnn m.v. auglýsingu ( síðustu viku. Sundlaug Suðureyrar Opnunartímar í vetur Mánudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími kl. 19:00-20:30 Fulloróinstími Þriðjudaga kl. 17:15-20:00 Almennur tími Miðvikudaga kl. 17:15-19:00 Pottatími Fimmtudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími kl. 19:00-20:30 Fullorðinstími Föstudaga kl. 17:15-20:00 Almennur tími Laugardaga kl. 13:00-16:00 Almennur tími Sunnudaga kl. 13:00-16:00 Almennur tími Sundlaugargestir fari upp úr ekki seinna en 15 mín. fyrir auglýstan lokunartíma. Leiðarinn: | Það kemur í Ijós Við upphaf eitthundraðasta og sautjánda löggjafarþings íslendinga gáfu stjórn og stjórnarandstaða út samhljóða yfirlýsingu um að þingið framundan yrði átakaþing. Ef marka má reynslu fyrri ára verður þetta hið eína sem fylkingarnar verða sammála um allt til loka þingsins. Annað kæmi skemmtilega á óvart. Reyndar kann svo að fara aó ekki sé öll nótt úti í þessum efnum því hræringar munu vera milli fylkinga um að stjómar- andstaóan fái formenn í einstökum þingnefndum. Þessi góómennska stjórnarliða kcmur ekki til af góðu. Maraþon- blaðrið í einstökum stjórnarandstæðingum á síðasta þingi keyrói svo um þverbak, að stjórnarliðar virðast tilbúnir að lcggja ýmislcgt á sig til að losna vió síbyljuna. Hins vcgar cr vandséð að snudda af þessu tagi auki veg og virðingu löggjafarþingsins. Samkvæmt venju hefur fjármálaráðherra lagt fram fjár- lagafrumvarp sitt fyrir næsta ár. Sé ráóherrann borinn saman við frumvarpið fer ekki hjá því að hann sýnist vera að mjókka. Kannske er þetta missýning, sem rekja má til fjár- lagagatsins, sem sífclit er aó brcikka! En hvað sem líður vangaveltum og míssýningum af þessu tagi þá hlýtur það að vera öllum hugsandi mönnum á- hyggjuefni, að með hvcrju árinu sem líóur verðum við að taka stærri og stærri sneið af þjóðarkökunni til að standa undir afborgunum og vöxtum af skuldum ríkisins. Það er einfalt að spyrja: Hvar endar þetta? Og síðan: Hvað er til ráöa? Svarið vió fyrri spurningunni er sára einí'alt. Við förum beint á hausínn. En þegar kemur að seinni spurningunni vandast máltð. Þarkjósum við aó taka upp háttu strútsins. Strútsaðferðin hefur löngum verið í hávegum meðal stjórn- enda, sem staóið hafa frammi fyrir erfiðum viófangs- efnum, líklegum til óvinsælda. Þrátt fyrir aflasamdrátt og aðra óáran værum við ólíkt betur á vegi stödd ef stjómmála- menn liðinna ára hefðu ekki haft áðumefndan fugl í jafn miklum mæli sem fyrirmynd og raun ber vitni. Því er það næsta víst, eins og dagur fylgir nóttu og nótt degi, að meóan viö kjósum að stinga höfðinu í sandinn og taka undir með Ríó-tríóinu „Þetta rcddast” hcldur vandræða- blaðran áfram að þenjast út. Vandræðablaðran er hins vegarháð sama lögmáli og sautjándajúníblaóra niðja okkar og erfingja landsins, þanþol hennar er takmarkað. Alþingi Islendinga 117.1öggjafarþingsbíðamörgogvanda- söm verkefni. Eitt hið fyrsta verður að ganga frá fjárlögum næsta árs. Að þessu sinni veróur ekki talað um að stoppa í fjárlagagatið. Til þess er gatið of stórt. Þaó er þó þrátt fyrir allt ekki stærra en svo, aó árleg skattsvik myndu brúa bilið. Þess vegna verður fróðlegt fyrir hinn almenna daglauna- mann að fylgjast meó því, hvert þingmenn beina atgeir sínum. Hvort þeir halda uppteknum hætti og eyða öllu púðrinu á smáfuglana eða hvort ránfuglarnir, sem hingað til hafa svifið þöndum vængjum, friðaðir í fjallasal hins íslenska réttlætis, mega fara að vara sig? -s.h.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.