Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Page 6

Bæjarins besta - 06.10.1993, Page 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. október 1993 / ^ / Alfabyggðir í nagrenni Isafjarðar kortlagðar: Yfír Mfygu fegundir vera hafa búsefuí kringum bæinn - og stór útgerðarstaður með fullri atvinnu er á Súðavíkurhlíö / / / AHUGAFOLK um álfabyggðir í nágrenni Isafjarðar hafa að undanförnu unnið að kortlagningu byggðanna og skráningu á þeim verum sem þar búa og er áœtlað að kortið verði tilbúið til dreifingar á sumri komanda. Mjög hefur fœrst í vöxt að slíkar byggðir séu staðsettar á kortum og hefur áhugi fólks á álfum og álfabyggðum aukist mjög á undanförnum árum, sérstaklega á meðal útlendinga, sem hafa komið gagngert til landsins til þess að komast í snertingu við þessar verur. Gerð hafa verið slík kort í Reykjavík, Hafnarfirði og í Kópavogi og nú eru álfabyggðir í nágrenni Isafjarðar að komast á kort. Asthildur Cesil Þórðar- / dóttir, garðyrkjustjóri Isafjarðarkaupstaðar er ein þeirra sem hefur unnið að verkefninu. BB sló á þráðinn til hennar og spurði hana fyrst um aðdragandann að þessu viðamikla verk- efni. „Þær álfabyggðir sem viö erum að kortleggja eru í kringum Isafjörð, í Tungudal, í Engidal, á Dagverðardal, í Hnífsdal og í fjöllunum fyrir ofan kaupstaðinn. Þetta verk- efni hófst þannig að ég og Elísabet Gunnarsdóttir erum að vinna að grænu korti fyrir ísafjarðarkaupstað, þ.e. korti af útivistarsvæðum og göngu- leiðum í nágrenninu. Á meðan á þeirri vinnu stóð fannst mér álfakortið svo spennandi að ég hafði samband við Erlu Stefánsdóttur en hún hefur gert samskonar kort fyrir Reykja- vík, Kópavog og Hafnarfjörð í samvinnu við Kolbrúnu Odds- dóttur landslagsarkitekt. Þær stöllur komu hingað vestur og hófu strax vinnu við þetta verkefni og það er því í vinnslu og framhaldið ræðst af því fjármagni sem við fáum til verksins.” -Hversu langt er þetta verk- efni komið á veg? „Það er bara á frumstigi. Þær komu og merktu inn álfa- byggðirnar.” Teikning af fjallatívi og álfaborg í Kubbanum. Teikninguna gerði Erla Stefánsdóttir. hv'uX ta ' ■T ju; HULIÐSVÆTT AKORT ÍSAFJARÐAR Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Tröllvaxnar verur og dvergvaxnir jarðálfar -Hvernig fara þær að því að finna álfabyggðirnar? „Hún Erla sér þær. Hún teiknar upp steinana og hólana eins og hún sér þá og í dag er hún með yfir tuttugu teikningar af álfabyggðum og verum. Það eru yfir tuttugu tegundir af verum hér á svæðinu. Sumar eru tröllvaxnar og aðrar eru dvergvaxnar s.s. jarðálfar og þá eru hér huldufólk svo dæmi séu tekin. Þetta eru mest smá- byggðir en á Súðavíkur- hlíðinni sá hún stóran bæ, út- gerðarbæ með höfn og fólki í aðgerð.” -Hvemig á kort sem þetta að nýtast fólki sem ekki sér þessar verur? „Það er meiningin að Erla komi hingað vestur næsta sumarog verði með námskeið þar sem fólki verður kennt að nálgast þessar verur og finna fyrir þeim. Hún hefur haldið Hef fundið fyrir alfum -Hvenær fórst þú að hafa áhuga á þessum verum? „Eg er alin upp við þetta. Afi minn, Hjalti Jónsson var skyggn. Eg ólst upp hjá honum og því eru þessar verur ósköp eðlilegar í mínum augum. Eg hef ekki sjálf séð álfa en ég veit að þeir eru til. Eg hef fundið fyrir þeim. Eg hef aftur á móti séð framliðið fólk en ekki álfa.” -Kortagerð sem þessi hlýtur að vera dýr? „Já, hún er það. Hún kostar í kringum eina milljón króna. Kortið verður að vera prentað í lit vegna þess að álfa- byggðirnar eru allar merktar með mismunandi litum og því gerum við ráð fyrir að kostn- aðurinn verði í kringum mill- jónina,” sagði Ásthildur Cesil Þórðardóttir, einn áhugamanna um álfabyggðir í nágrenni Isa- fjarðar í samtali við blaðið. -s. slík námskeið í Hafnarfirði og víðar sem hafa gefið góða raun. Yfirleitt eru álfabyggð- imar fallegar og hver og einn venjulegur maður á að geta fundið fyrir þessum verum ef honum er kennt hvernig hann á að nálgast þær.” Verndarvættir á Kubbanum -Hvað er búið að stinga út margar álfabyggðir hér á svæðinu? „Það er töluvert mikið. Það er tildæmis álfaborg uppi á Kubbanum. Þarerlíkafjallatívi sem kallað er, en þar eru verndarvættir sem sitja yfir. Og í Engidal er byggð í steini einum ogþað ereini staðurinn sem Erla hefur séð ljós allan daginn. I hlíðinni fyrir ofan bæinn, rétt fyrir ofan Hjalla- veg eru dvergabyggðir og svo eru stórar verur fyrir ofan Ás- byrgi við Hnífsdalsveg. Þær verur búa í burstabæjum eins og sést best á landslaginu.” Huliðsvæftorkort ísofjarðar - eftir Eriu Stefánsdóttur, sjáanda og Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur landslagsarkitekts ísafjarðardjúpið er sem heimur, ægifagur. Þegar siglt er frá vestri eru útverðir djúpsins blásilfraóir, fjalla- tívar (devar-guðir) yfir Stiga- hlíð, sunnan djúpsins og Geirs- fjall að norðan. Inn djúpið höldum við og horfum á töfra- ljóma Snæfjallastrandar. Á hægri hönd situr Þuríður Sundafyllir við skápinn sinn hátt í Óshlíðarfjalli, en það fjall er bæði máttugt og sterkt í fjólubláum ljósagangi. 1. Búðahyrna og Bakka- hyma er sem grasgrænn rammi Hnífsdals. Þar eru fjalladísir í sitt hvoru fjalli í grasgrænum og rauðgulum tónum sem verndar ábúenda þar. 2. Ernirinn hefur blá-hvít- tæran fjalla-deva-tiva ásamt dansandi fjalladísum í skærum litatónum inn með fjallinu. 3. Skutulsfjörðurgengurinn á milli Ernisins og Eyrarhlíðar, þar sem verndarvættir byggð- arinnar rísa tignarlegir og bera við himinn í bláum og in- dígóbláum litatónum. Ásamt

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.