Bæjarins besta - 10.11.1993, Qupperneq 2
2
EíJARlNS BESTA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993
I úreinu\
ÍANNAÐ
FRETTAKORN
Strandhögg
Rúnars...
þeim sigrum og ósigrum sem
Jx'ir takast stöðugt á við í
stormi og logni.
Banvæn
kvöð...
Og meira um bœkur.
Almenna bókafelagið hefur
sent frá sér bókina „Ban-
vscn kvíið” eftir Friedrich
Durrenmatt.
I bókinni segir frá saka-
máli. Bamsmorð er framið -
kynferðisalbrot að því cr
vírðist. I upphaft rannsóknar
málsins gerir lögreglan
skyssu semdregurdilkáeftir
sér. Málió le.ndir t'yrir tiiviljun
í höndum færasta lögreglu-
niannsins á þessu svæði,
Matthai að nafni. og hann
þyrjar rannsókn sína af sinni
alkunnu snilld. En i'átt er
hörmulegra en mistök þess,
sem aðrir treysta, og þá ckki
sist fyrir þann sem þau gerir.
Það eru fleiri Vest-
firðingar cn Vilborg
Davíðsdóttir sem eru að
koma út með skáldsögu
fyrir þessi jól. Út er komin
ný skáldsaga eftir Kúnar
Helga Vignisson sem ber
heitið Strandhögg.
I bókinni er m.a. fjallað
uin ættjarðarást, sftknuð
þeirra sem yfirgefa föður-
landið og þeirra sem eftir
verða en í bókimri fer fram
mörgum sögum. í fyrsta
hlutanum er sagt frá ís-
lendingum sem fara til lang-
dvalar í fjarlægum löndum, í
öðrumsegir frá þeim scmeftir
verða og í þeim þriðja eru
þræðimir hnýttir saman og
sú spurning vaknar hvort
hægt sé að koma til baka.
Og ævisaga
Matthíasar...
Þá er að konia út hjá
bókaútgáfunni Skjaldborg,
ævisaga Matthíasar
Bjarnasonar, alþingis-
rnanns Vestfirðinga í ára-
tugi.
Verður þar eflaust um fróð-
lega og spennandi lesningu
að ræða, enda hefur Matthías
víða komið við á lífsleiðinni
og hcfur frá mörgu að segja.
Hafborg
Njarðar P...
Iðunn hefur gefíð út nýja
skáldsögu eftir Njörð P.
Njarðvík, sem á um þessar
mundir þrjátíu ára rit-
höfundarafmæli. Þessi nýja
bók nefnist Hafborg og
fjallar um líf íslenskra
togarasjó man na á öld síðu-
togaranna.
I kynningu útgefanda seg-
ir Hatborg er saga scm leiðir
hvem landkrabba inn í hroll-
kaldan heim togarasjómanns-
ins og við blasir raunsörm
mynd af félðgunum um borð
sem eiga hið kaldranalcga haf
að ævilöngum vemleika og
Og kvenna-
galdur...
Almenna bókafélagið
hefur einnig sent frá sér
bókina „Kvennagaldur”
eftir Björgúlf Ólafsson.
Kvennagaldurerskemmti-
saga. Hún segir frá nokkram
skólasystkinum úr nieimta-
skóla, fólki á besta aldri og
flestum á uppleið í borgar-
lífinu - eða svo virðist við
fyrstu sín. Aðalpersónan
Kjartan er þjóókunnur, ein-
hleypur og umtalaður, hcfur
konúð vtða við í fjölmiðla-
heiminum og auk þess mikið
kvennagull og nýtur kven-
hylli sirmar í ríkum mæli.
Jólaævintýri
Iðunn hefur sent frá sér
bókina „Jólaævintýri afa
ganila” eftir Brian Pilk-
ington myndlistarinann og
rithöfund. I>etta er þriðja
bókin sem hér kemur út um
afa gamla jólasvein og allt
það sem hann tekur sér
fýrir hendur.
I kynningu útgefanda seg-
ir: ..Aðfangadagur er runnhin
upp og jólasveinninn er í
vanda staddur. Hann er svo
kvefaður aó hann treystir sér
ckki til að fcrðast um heira-
inn með allar jólagjaflmar.
En hver getur hlaupið í
skarðið? Enginn annar en
hann Haraldur, afi gamli jóla-
sveinn. Bókin kernur
samtímis út í mörguni lönd-
urn.
Fjallganga
Tómasar...
Almenna bókafélagið
hefur gefið út bókina „Fjall-
ganga” með samnefndu
Ijóði Tómasar Guðmunds-
sonar í myndskrcytingu
Erlu SÍgurðardóttur.
Tómas Guðmundsson þarf
ekki aðkynna landsmönnum.
bækurhans og ljóðhafaunnið
sér stað í hjörtum lands-
manna. Ljóðið FjaUganga
eftir Tómas hefur sennilega
skemmt fleiri íslendingum
síðastliðin 60 ár en annað
íslenskt kvæði. í hökinni
hefur myndlislarkonan Erla
Sigurðardóttir gert listrænar
rayndir áf sinni alkunnu
snilld.
Renedikt Kristiánsson. kaupmaður í Vöruvali skrifar:
Um verðkannanir
ÉG HEFI á undanfornum árum ekki gert athugasemdir við
verðkannanir sem gerðar eru á verðlagi matvöru. Ég hefi
látið það óátalið hvort sem mér hafa líkað þær og hvort sem
þær hafa komið mér vel eða illa. Nú finnst mér mælirinn
fullur og sé mig knúinn til þess að rita þessar Iínur. Vonast ég
til að þær varpi ljósi á þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við
samanburðarkannanir, einkum af hálfu Samkeppnis-
stofnunar, sem áður hét Verðlagsstofnun.
Verðkönnun
Samkeppnis-
stofnunar
Samkeppnisstofnun sendi frá
sér fréttatilkynningu 5. nóv-
ember sl. um verðkönnun sem
gerð var í 109 matvöraversl-
unum utan höfuðborgarsvæð-
isins. Kannað var verð á 160
mismunandi vöram. Algengt
var að 60-100 vörutegundir
væru fáanlegar í hverri verslun.
Útreikningar eru byggðir á
meðalverði hverrar einstakrar
vöra, og þannig fundin út sú
versltm sem hefur lægsta meðal-
verð. Það sem vekur athygli er
að minnstu verslanimar sem
oftast em með hæsta verðið era
nú allt í einu orðnar ódýrastar.
Það virðist ráðast af þ ví h vaða
forsendur menn gefa sér við
útreikninga. Til dæmis má nefna
það að allt ætlaði vitlaust að
verða út af verðkönnun sem
gerð var í júní sl., þegar tiltekin
verslun í Súðavík var með hæsta
verð í þeirri könnun. Þaó þurfti
í sjálfu sér ekki að vera neitt
athugavert við það ef menn vilja
gefa sér þær forsendur sem sú
verslun býr við, hvað varðar
aðföng og markaðshlutdeild.
Nú er annað uppi á teningnum.
Sama verslun er nú allt í einu
orðin ódýrasta verslunin, enda
eru útreikningar allt aðrir.
Þannig að verslanir virðast geta
komið misjafnlega út í verð-
könnunum, allt eftir geðþótta
ákvörðun þess sem könnunma
gerir.
Tekið er fram í fréttatil-
kynningu Samkeppnisstofn-
unar að samanburður sé ekki
Benedikt Kristjánsson,
kaupmaður.
geróur á milli landshluta. Til
þessa hafa Austfirðir og Vest-
firóir verið meó hvaðhæsta verð
yfir landið. Nú ber annað við ef
maður skoðar það sérstaklega
og setur stuðul á 100 eins og
Samkeppnisstofnun gerir. Þá
kemur svolítið athyglisvert í
ljós.
Norðurland vestra er þá með
lægsta vöruverðió, með 102,4,
þá Austfirðir með 105,7, Vest-
urland með 112,3, Vestfirðir í
fjórða sæti meó 113,2, Suður-
land með 114,9, Suðumes með
129,2 og Norðurland eystra með
130,7. Ef maður gefur sér þann
íbúafjölda í hverju kjördæmi
sem markaóssvæði verslana er,
sjá menn að það er eitthvað
ekki eins og það væri líklegt til
að vera.
Samanburður á
milli verslana
I þessari könnun er gerður
samanburður á milli verslana
og núðað er við stuðul 100 sem
fyrr. Ef við skoðum það og
gefum okkurþær forsendur sem
fyrr með hliðsjón af markaðs-
svæði eða íbúafjölda, kemur
nokkuð fróðlegt í ijós.
Samkaup í Keflavík með stórt
markaðssvæði er með 104,6,
Kaupfélag ísfirðinga í Súðavík
með 102,2. Lægra verð í Súða-
vík. Hagkaup á Akureyri með
107,9, Vöruval í Hnífsdal með
106,0. Lægra verð í Hnífsdal.
Kaupfélag Dýrfirðinga á Þing-
eyri 107,0, KEA Hrísalundi á
Akureyri með 112,4. Odýrara á
Þingeyri. Bjömsbúð á Isafirði
með 105,5, Staðarkjör Grinda-
vík með 121,2. Þessar tölur eru
ekki sambærilegar á milli versl-
ana þar sem stuðullinn 100
gildir ekki það sama á hverju
svæði.
Þannig er hægt að gera
samanburð og halda lengi á, og
fá út hinar furðulegustu nióur-
stöður. A þessu má glöggt sjá
aó stærri verslanir líða fyrir það
í þessum útreikningum Sam-
keppnisstofnunar að eftir því
sem vöraúrvalið er meira, þeim
mun verr koma þær út í verði.
Þetta fær aldrei staðist ef menn
vilja á annað borð sýna sann-
gimi og ábyrgð áútreikningum
sínum. Það er furðulegt að
stofnun sem þessi skuli ekki
vanda sín vinnubrögð betur og
vera ábyrgari í verkum sínum.
Útreikningar Samkeppnisstofn-
unar ere henni til mikilla vansa.
Þá segir í niðurlagi fréttatil-
kynningar Samkeppnisstofn-
unar að tölur aö þessu tagi verði
að túlka með varúð.
Vöruval hf.
Það vakti sérstaka athygli
mína að ekki skyldi vera sama
vömverð í verslun okkar í
Hnífsdal og á Isafirði. Það eitt
og sér, er gjörsamlega útilokað.
Vinnslulína okkar er þannig aó
við sendum út nákvæmlega
sömu upplýsingar frá móður-
tölvu okkar til Hnífsdals og á
afgreiðslukassanna á Skeiði.
Það mætti halda að verð breytt-
ust á meðan þau fara eftir síma-
línunni út eftir. Þetta er úti-
lokað og sýnir best hvemig
þessi könnun er gerð.
Eins og Isfirðingar og ná-
grannar vita, vomm við í hópi
þeirra verslana sem hófu beinan
innflutning á matvömm og fleiri
vömm frá Danmörku. Þessar
vömr eru fluttar inn milli-
liðalaust, beint til Isafjaróar og
em mun ódýrari en sambæri-
legar vömr. Viö höfum ekki
notið sannmælis í verðkönn-
unum hvað þetta snertir. Það
era mörg dæmi þess að vöm-
verð hafi lækkað um 20-30% á
einstökum vöruliðum. Þess er
ekki getið eða tekið tillit til í
verðkönnunum.
Eftir að við hófum þennan
innflutning höfum við mörg
dæmi þess að heildsalar hafi
lækkað verð á þeim vöram sem
við flytjum beint inn, enda hefur
komið í ljós að svigrúmið til
verðlækkunar hefur verið til
staðar.
Lokaorð
Ég vil aóeins benda á að besta
verðgæslan er hjá neytendum
sjálfum. Opinberarstofnanirog
aðrir sem gera verðkannanir
veröa að sína sanngimi í saman-
burði og útreikningum. Það er
t.d. ekki sanngjamt gagnvart
landsbyggðarverslun að bera
verð saman við Bónus eða Hag-
kaup. Slíkur samanburður er
óraunhæfur í alla staði með til-
liti til innkaupamáttar og mark-
aðssvæðis. Það er miklu frekar
ásættanlegt að gerður sé saman-
burður á milli stórra verslana á
landsbyggðinni og stærri
hverfaverslana á Reykjavíkur-
svæðinu. Fólk ætti ekki aö þurfa
orðabækur til þess að lesa úr
verðkönnunum.
Benedikt Kristjánsson,
Vöruvali Isafirði.
Félagsheimilið í Hnífsdal:
Yfír 100 manns
á lokatónleikum
Urmuls
ÍSFIRSKA rokkhljómsveitin Urmull hélt lokatónlcika
sína í félagsheimilinu í Hnífsdal á fdstudagskvöldið.
Hljómsveitin er að leggja upp laupana vegna þess að
bassaleikarinn og söngvarinn eru á leið suður á land og var
því ákveðið að kveðja ísfirska unnendur hljómsveitarinnar
með stæl.
Á tónleikunum léku einnig
hljómsveitimar Kolrassakrók-
ríðandi og KY og var góóur
rómur gerður aó leik þeirra,
ekki síður en að leik Urmuls-
manna. A annað hundrað
unglinga sótti tónleikana og
meðal þeirra var útsendari
blaðsins semtók meðfylgjandi
myndir.
-s.
Einn „unglinganna” á
tónleikunum var hinn
eldhressi Halldór Her-
mannsson.
Hljómsveitin KY sló í gegn á tónleikunum í Hnífsdal.
Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hljómsveitanna
KY og Urmuls hafði í nógu að snúast á bak við settið.