Bæjarins besta - 10.11.1993, Side 6
6
RCJARINS BESTA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993
Fvrrum blaðamaður BB gefur út sínafwstu skáldsögu:
Úr brunni fortíðar
NÚ LÍÐUR að því að jólabókaflóðið hellist yfir lands-
menn enda rétt sex vikur fram að hátíðinni miklu. Meðal
þeirra bóka sem eru að koma út er skáldsagan Við Urðar-
brunn, eftir Vilborgu Davíðsdóttur, fréttamann á Bylgjunni
og Stöð 2. Vilborg er lesendum blaðsins að góðu kunn en
hún starfaði við blaðið um tveggja ára skeið fyrir nokkrum
árum. Vilborg er fædd á Þingeyri árið 1965, útskrifaðist frá
Menntaskólanum á ísafirði árið 1984 og hefur frá árinu
1985 starfað sem blaðamaður m.a. á Þjóðviljanum, DV og
BB. BB sló á þráðinn til Vilborgar og forvitnaðist aðeins um
frumsmíðina á skáldsagnarbrautinni og spurði hana fyrst
um titil bókarinnar, Við Urðarbrunn.
burði hér, heldur láta lesendum
Spenna og ást
í bland
„Þetta er tilvísun í goða-
fræðina því sagan gerist í
heiðni, upp úr aldamótunum
900. Samkvæmt goðatrúnni
náðu rætur lífstrésins Asks
Yggdrasils utan um allan
heiminn og undir einni þeirra
var Urðarbrunnur. Við hann
sátu örlaganomirnar þrjár,
Urður, Verðandi og Skuld, sem
ófu forlagavefinn og skópu
mönnum aldur. Það má segja
að sagan komi úr þessum
bmnni fortíðarinnar, Urðar-
bmnni.”
-Og um hvað fjallar svo
bókin?
„Þetta er spennusaga og
svolítil ástarsaga í bland. Bókin
er um unga konu sem er fædd
af ambátt en faðir hennar er
norskurlandnemi. Þessi stúlka,
sem heitir Korka, missir allt
sitt fólk á dramatískan hátt og
fer þá til föður síns, sem
reyndar viðurkennir hana ekki
sem sína, enda giftur maður
meðeiginfjölskyldu. Aheimili
föðursins er gömul amma sem
tekur hana undir sinn vemdar-
væng og kennir henni goða-
fræðina, rúnagaldur og grasa-
lækningar.
Síðan gerast válegir atburðir
sem verða til þess að Korka
verður að flýja land og síðari
hluti sögunnar gerist í víkinga-
bæ í Danmörku, sem heitir
Heiðarbær. Ég valdi það sögu-
svið aðallega vegna þess að
það em til svo miklarheimildir
um Heiðarbæ, sem var mark-
aðsborg síns tíma og miðstöð
verslunar á víkingaöld. Ég veit
ekki hvort við eigum nokkuð
að fara út í þessa válegu at-
það eftir að lesa um þá. En það
sem knýr söguna áfram er
barátta Korku fyrir betra hlut-
skipti í lífinu.”
Heiðna
tímabilið er
skemmtilegt
-Hvaða aldurshópi er bókin
ætluð?
„Það er svolítið erfitt að
segja til um það. Aðalpersónan
er 15-16 ára gömul og því ætti
bókin að höfða vel til ungs
fólks en fólk í mínum jaíh-
aldrahópi hefur haft ánægju af
því að lesa handritið. Þeir sem
hafa áhuga af uppmnanum
ættu að hafa gaman af bókinni
og eins þeir sem hafa gaman af
spennusögum.”
-Af hverju valdirðu fortíðina
sem sögusvið. Er ekki nú-
tíminn söluvænlegri?
„Aðalástæðan fyrir því að
ég fór svona langt aftur er sú
að mér finnst þettaheiðna tíma-
bil svo spennandi. I heiðninni
er hægt að láta allt gerast. Það
er hægt að lýsa landvættatrú,
blótfómum, hestaati, frjó-
semisdýrkun og rúnagaldri
alveg jafnt eins og þessari
djúpu speki sem er í heiðinni
trú, þessari lífsýn sem í Völu-
spá. Þessi trú er falleg þó svo
að menn hafi iðkað hana á
svolítið blóðugan hátt. Hin
ástæðan er sú að ég hef alltaf
haft mikinn áhuga fyrir Kelt-
um, írskri fortíð okkar. Ég
þurfti að lesa mikið af heim-
ildum til þess að geta skrifað
bókina og þá líka um Kelta og
átrúnað þeirra og það var mjög
athyglisvert að komast að því
að þeirra álfatrú er mjög svipuð
Vilborg Davíðsdóttir.
og hjá norrænum mönnum,
jafnvel þótt Irar hafi á þessum
tíma verið kristnir í mörg
hundruð ár.
I þessu samfélagi skiptu
eignir og ættir öllu máli og það
sem var kannski erfiðast við
að skrifa söguna, var að finna
góðar heimildir um líf þrælana.
Það er eins og sagnfræðingar
hafi gleymt því að forfeður
okkar og formæður voru ekki
öll þessir stoltu, ljóshærðu og
bláeygðu Norðmenn semflúðu
til nýja landsins í norðri undan
ofríki Haralds hárfagra. Þaö er
alveg augljóst af Islendinga-
sögunum og öðrumheimildum
að stór hluti landnema hafði
þræla til að vinna fyrir sig skít-
verkin og margir þeirra komu
frá Irlandi. Eftir því sem ég
kemst næst, þá vom þrælar
álitnir lítið meira en húsdýr og
áttu því enga kröfu á réttlæti
og það er kannski það sem
kemur þessari kvenhetju í
vandræði, að hún hefur svo
ríka réttlætistilfinningu.”
Gamall
draumur rætist
-Hvað kom til að þú fórst úr
hörðu fréttaharkinu til þess að
skrifa um fomöldina?
„Það hefur alltaf blundað í
mér að skrifa skáldsögu.
Kannski hef ég farið óbeint út
í blaðamennsku vegna þess að
það hefur alltaf legið vel fyrir
mér að skrifa texta. Ég get betur
tjáó hugsanir mínar í skrifuóu
máli heldur en töluðu. Þetta er
kannski ekki svo ólíkt blaóa-
mennskunni, maður þarf að
vera óskaplega forvitinn og
hugmyndaríkur til að geta sinnt
þessum tveimur störfum. Það
sembókarskrifin hafa fram yfir
blaðamennskuna er það, að þar
fær maður að láta ímyndunar-
aflió leika lausum hala. Þaö
má maður ekki í fréttamennsk-
unni. Þar verður maóur að
halda sig við staðreyndir og
sníða í burtu allar eigin til-
finningar og skoðanir. Maður
fær því ákveðna útrás fyrir
sköpunarþörfina við að skrifa
skáldsögu.”
-Hvað með framhaldið á rit-
brautinni. Verður framhald á
þessari sögu eða ertu byrjuð
að undirbúa einhverja aðra
sögu?
,,Ég er með framhald af
þessari sögu í kollinum. Ég
veit ekki hvort mér vinnst tími
til að klára hana... tíminn
verður bara að leiða það í ljós
hvortframhaldiðkemur. Ef les-
endur hafa áhuga á að vita
meira, þá hef ég alveg nóg af
hugmyndum.”
-Hvemig viðtökur heldur þú
að bókin fái?
„Ég hef ekki hugmynd um
það. Þetta er eins og að ganga
með bam. Það er mjög spenn-
andi þegar barnið kemur í
heiminn en í þessu tilfelli lætur
maður bamið sitt í annarra
hendur til að dæma um árang-
urinn. Ég hef gert eins vel og
ég get og verð bara að umbera
það sem aðrir segja um þetta
afkvæmi mitt,” sagói Vilborg
Davíðsdóttir, fréttamaður og
skáldsagnahöfundur.
-5.
fær hann til liós við sig marga
okkar þekktustu söngvara og
hljóðfæraleikara m.a. Andreu
Gylfadóttur, Helga Bjömsson,
Daníel Ágúst Haraldsson,
Sævar Sverrisson, Berglindi
Björk, Eyjólf Kristjánsscsi og
bresku söngkonuna Lindu
Taylor, sem gefiðhefurút sóló-
plötur og sungíð m.a. með
Mike Oldfield, Qiris Rea, Paul
Y oung og Gary Moore svo f áir
eínir séu nefndir. Einnig söng
hún dúett með Paul Carrack í
gamla Serchers laginu „When
You Walk In The Room” sem
var nokkuð vinsælt hér á landi
fyrir nokkmm árum.
Upptökustjóm plötunnar var
í höndum David Yourath og
Rabba.
Ra fn Jónsson
hljómsveit sem bcr nal'nið
Rabbi & Co og mun hún fara
víðaurn land og skemmta fólki.
Rabbi h ættir ekki alveg aó spila
þótt hann standi upp frá
trornmuscttinu. því hann mun
leika á slagverk í nýju hljóm-
sveitinni sinni og ætlar að gera
það meóan stætt er.
Á nýju plötunni, sem tekin
var upp í Stúdíó Hljóðhamri í
sumar og hljóðblönduð í
Surrey Sound 1 Englandi (þar
sem hljómsveitin Police tók
upp tvær fyrstu plötur sínar )
Á FÖSTUDAGINN kemur, 12. nóvember er væutanleg
ný plata meðRafni Jónssy ni, tónlistarmanni eða Rabba eins
og hann er kallaður. Platan ber heitið „Ef ég hefði vængi” og
er eins og fyrri plata Rabba, Andartak, gefin út til styrktar
ákveðnu málefni þ.e. allur ágóðinn rennur í sjóð til styrktar
rannsóknum á sjúkdómnum MND, sem eins og flestír vita,
hefur hrjáð Rabba í nokkur ár.
Nú er svo konúó að Rabbi aðir og veróa þeir lokaatriðið í
hefur ákveðið að leggja kjuð- sjónvarpsmynd sem kvik-
ana á hilluna og munu útgáfu- myndafélagiðUtí Hött oghnni
tónleikarsemhaldnirverða24. í Mynd er að gera um Rabba
nóvcmbcr nk. í Borgarlcik- undir stjóm Heirnis Márs
húsinu, verða þeir síðustu, þar Péturssonar.
scmhannleikurátroramumar. Til þcss að fylgja plötunni
Tónleikamirverðakvikmynd- eftir hefur Rabbi stofnaó
Rafn Jónsson ásamt hljómsveitarmeðlimum, aðstand-
endum og starfsmönnum er unnu að myndinni um
Rabba í sumar.