Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1993, Síða 8

Bæjarins besta - 10.11.1993, Síða 8
8 MpiINS BESTA • Miövikudagur 10. nóvember 1993 Og fleira sport... Bridds: Tryggvi í sæti ÍSLANDS.MÓT yngri spilara í tvíinenningi fór fram dagana 30.-31. okt- óbcr i húsakynnuru Briddssambands Islands. I'jórir íslirðingar tóku þátt, þeir Ragnar Torfi Jónasson, Tryggvi Guðjón Ingason. Hatldór Sigurð- arson og Hlynur Trvggvi Magnússon. Tuttugu og fjögur pör tóku þátt og náðu J>eir Ragn- arog Tryggvi öðru sæti með 146 sttg á eftir Akureyr- ingunum Stcfáni Stcfánssyni og SkúlaSkúlasyni semvoru með 229 stig og afgerandí forystu allan tímann. Hart var barist um annað sætið og réðust úrslit þar ekki fyrr en í síðasta spili. Tvímenn- ingamir í þriója og fjórða sæti vom allir frá Siglufirói og má með sanni scgja að landsbyggðin hafi sigrað þctta mót. Þeir Hiiiidór Sigurðarson og Hlynur Tryggvi Magnús- son urðu hins vegar aö láta scr lynda tólfta sætíð en alljr eru fjórmenningarnir þó reynslunni ríkari. .f,þ. Barmmerkiasöfnun: Vii gjtmum komast í kynni við aðra safnara - segir Miguei Rodriguez barmmerkjasafnari ' MIGUEL Rodriguez Algarra sem býr á ísafirði, hefur það fyrir tómstundaiðju að safna barmmerkjum og flokkar hann þau eftir þjóðerni og tegundum. Stefna hans er þó að safna eingöngu íslcnskum merkjum þar sem hann segir þau vera undantekningaiítið miklu vandaðri og betri en þau erlendu auk þess sem mikil og merk saga sé að baki langflestra þeirra. BB hitti Miguei að máli í síðustu viku og fékk að forvitnast um þessa söfnunaráráttu hans. „Þetta byrjaði allt saman þegarkunningi minn af sjónum, eldri maður og mikill safnari, bað mig að kaupa fyrir sig barm- merki þegar ég fór til útlanda fyrir um fimm árum síðan. Ég náði að kaupa nokkuð magn af merkjum kommúnistaflokksins og þótti heldur sárt að þurfa að láta merkin af hendi og ákvað þess í stað að byrja að safna sjálfur. Ég fékk góða hjálp í upphafi og síðan hefur þetta vafið fijótt uppá sig og í dag á ég tæplega tvö þúsund barm- merki og þau eru langflest íslensk.” Miguel segist ekki þekkja marga merkjasafnara hér á Vest- fjörðum en fullyrðir þó að þeir Handknattleikur: Stérleikur á sunnudagonn NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 13.30 fer fram stórleikur í nýja íþrótta- húsinu á Isafirði þégar BÍ’88 og Aftureiding úr Mosfellsbæ mætast í fyrstu umfcrð bikarkeppninnar í handknattleik. Liö BÍ'88 tekur ekki þátt í Islandsmótinu í vetur þar sem liðið er tiltölulega nýbyrjað að æfa en ákveðið var áð taka þátt í bikarkeppninni og dróst liðið á móti Aftureldingu, sem ereitt af toppliðum 1. deildar um þessar mundir. An efa verður hér um skenmitilegan leik að ræða og hafa stftnir talað um leik kattarins að músinni. Einar Halldórsson, einn af forsvarsmönnum handknatt- leiksdeildar BI’88 sagði í sam- tali við blaðið að leikurinn á sunnudaginn yrði tekinn af fullri alvöru og yrði barist til síðustu niínútu. Miguel á stóra kommóðu með mörgum skúffum fullum af merkjum. Hann heldur hér á einn skúffunni við stofuvegginn sem þakinn er glerrömmum með merkjum. séu til og leynist hér og þar. „Ég hef haft nokkur viðskipti við aðila í Reykjavík en draum- urinn er að stofna félag safnara, til dæmis á Isafirði eða á Vest- fjörðum. Það þyrfti ekkert endi- lega að vera einungis barm- merkjasafnarar, það gæti allt eins verió félag þeirra sem safna t.d. frímerkjum eða pennum.” - Hvað færðu eiginlega út úr þessari merkjasöfnun? „Það er mjög erfitt að lýsa því. Það fylgir því ákveðin til- finning og spenna að leita að einhverju tilteknu merki sem vantar til aó fullkomna ein- hverja sérstaka röð merkja. S vo er ánægjan svo mikil eftir á. Til dæmis má nefna þjóðhátíðar- merkin sem gefin hafa verið út árlega frá 1944. Ég á þau all- flest og hef raðað þeim sérstak- lega og vantar bara árin milli ’47 og ’54.” Fyrsta dellan „Þetta er í fyrsta skipti sem ég safna einhverju, mér hefur bara aldrei hugkvæmst það fyrr. Ég hef líka stundum verið að grínast með það, að þetta er eins konar tómstundagaman fyrir gamlingja til að dunda við í ellinni þegar maður er hættur að stunda dansleikina og kvennafarið.” Aðspurður segir Miguel erf- iðast að safna merkjum sem bundin eru ákveðnum félaga- samtökum, líkt og hjá Lions klúbbnum. Þar fá menn merki sem tákna þær stöður sem viðkomandi hefur gegnt innan klúbbsins. Elsta merki hans er merki Sambands íslenskra kóra frá 1930 en safnið einkenna mörg óvenjuleg merki svosem heiðursmerki Sambands ís- lenskra bankamanna og fleiri. „Tómstundasöfnun er mjög smitandi áhugamál, það er eiginlega hættulegt að byrja. Hins vegar fullyrði ég að þetta er mjög gaman og maður fær heilmikið út úr þessu. Ég hef ekki trú á því að ég muni nokkum tímann selja safnið en ég hef mikinn áhuga á að skiptast á merkjum við aðra safnara, h vort sem er gegn gjaldi eða ekki. Ég auglýsi því hér með eftir einhverjum sem vilja stunda slík viðskipti, ég er til- búin að hjálpa öðmm af stað, líkt og mér var hjálpað í upp- hafi á sínum tíma. Oilum er velkomið að heimsækja mig að Tangagötu 20 og skoða safnið eða bara hafa samband í síma 3417.” -hþ. m ?(0)[L9B1 rafeindavörur hf. Atvinna Óskum að ráða nú þegar, verkstjóra í stálsmiðju ol<kar. Leitum að vönum og áreiðanlegum starfsmanni með þekkingu og reynslu í smíði á ryðfríu stáli. Fjölbreytt framtíðarstarf. Upplýsingar um starfið veita Ragnar Ingólfsson og Guðmundur Marinós- son alla virka daga í síma 4400. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRBl . » 394» & 3244 • FAX 4547 Fasteignaviðskipti Einbýlishús/raðhús: Smárateigur 2: 125 m2 einbýl- ishús á einni hæð ásamt bíl- skúr. Strandgata 17: 120 m2 einbýl- ishúsá2hæðumásamtsólstofu og bílskúr. Fitjateigur4:151 m2einbýlishús á einni hæð + bílskúr. Skipti möguleg á minni eiqn á Eyrinni. Fagraholt 11: 140 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Hnífsdalsvegur 8: 102 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamf kjallara. 4-6 herbergja íbúðir Mánagata 6: 153 m2 6 herb. íbúð á efri hæð. Endurnýjuð að hluta. Skipti á einbýlishúsi með bílskúr. Mjallargata 6: 153 m2 6 herb. íbúð á 2. hæð. Endurnýjuð að hluta. Skipti á einb. húsi m/ bílsk. Hjallavegur 12: 114 m2 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mánagata 2: 140 m2 4ra herb. íbúð á 2 hæðum + kjallari og háaloft. Mjallargata6:100 m24raherb. íbúð á efri hæð, suðurenda í þríbýlishúsi. Urðarvegur 45: 103 m2 4ra herb. ibúð á ||; efri hað í tvíbýlishusi ásamt bílskúr Fjarðarstræti 32: 126 m2 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í a- enda í tvíbýlishúsi ásamt kjallara. Urðarvegur 41:120 m2 3-4 herb. íbúð á n. h. í tvíbýlishúsi. Hreggnasi 3: 2x60 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt rishæð undir súð. Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb. íbúð á 2 hæðum, v-enda í þrí- býlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Pólgata 4:136 m2 5 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr. 3ja herbergja íbúðir Mjallargata 1 b: 90 m2 ný íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Stórholt 7:76 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Stórholt 11: 75 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 3. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Sundstræti 14: 86 m2 íbúð á e.h. n-enda í þríbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Aðalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng. Aðalstræti 26a: íbúðáetrihæð, v-enda í þríbýlishúsi. 2ja herbergja íbúðir Smiðjugata 8b: íbúð í sam- byggðu timburhúsi, sér inn- gangur, laus. Tangagata 10a: Ibúðáefri hæð í tvíbýlishúsi, laus. Aðalstræti 20: 94 m2 íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Urðarvegur 80: 66 m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Sérinng. Strandgata 5: 55 m2 íbúð í s- enda, efri hæð, nýuppgerð. Urðarvegur 78: 66 m2íbúð á 1. hæð í fjölbh. Skipti á stærri mögul. Hlíf II, Torfnesi: 65 m2 íbúð á 2. hæð í Dvalarheimili aldraðra. Ymislegt: Sindragata 3: 714 m2 iðnaðar- húsnæði Sunds hf. Bolungarvík: T raðarstígur 6:116 m2einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Ljósaland4:291 m2einbýlishús á 4 pöllum ásamt bílskúr. Vitastígur 11:105 m2 íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi. Vitastígur 19:90 m2 íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi. Súðavík: Aðalgata 14: 70 m2 einbýlishús á einni hæð + kjallari. Skipti möguleg á eign á Isafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.