Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 9
BíJARINS BEI'A • Miðvikudagur 10. nóvember 1993 9 ísafjöröur: Ysukrýli komið á markaðinn NÝR harðfiskur kom á markað fy rir tæpum þremur vikum sem heitir Ýsukrýli. Hann er framleiddur af tveimur ungum ísfirskum konum, þeim Friðgerði Omarsdóttur og Höllu Björk Reynisdóttur. Ýsukrýlið er bitafiskur, þurrkaður í heitu lofti innandyra en framleiðsluhúsnæðið er að Hnífsdalsvegi 29. „Eins og nafnið gefur til kynna, er bara um ýsu aó ræða og hana fáum við á fiskmarkað- inum. Við handflökum ýsuna, leggjum hana í pækil og frystum á grindum, skerum hana síðan frosna í bita og þurrkum hana þannig í tvo sólarhringa. Eftir að ýsan hefur staðið í þrjá til fjóra daga er hún tilbúin og getur farið í pökkun og sölu,” sagði Friðgerður Omarsdóttir. Aðspuróar um nafngiftina segjast þær hafa farið í „hugar- flug” og endað á nafninu Ýsu- krýli þar sem aðeins er um undirmálsfisk að ræða. „Hugmyndin fæddist í júní í sumar og var í þróun fram undir september þegar prufur hófust. Ýsukrýlin komu fyrst í sjopp- umar fyrir um hálfum mánuði og salan virðist hafa gengið ágætlega. Við teljum vera góðan rnarkað fyrir harðfiskinn og erum því bjartsýnar á fram- tíðina.” sagði Friðgerður. -hþ. ísafjöröur: Paul Weeden með djass- og blúsnámskeið í DAG hófst fiinm daga námskeið bandaríska djass- og blúsleikarans Pauls Weedens. Um er að ræða þriðja nám- skeiðið hans á jafnmörgum árum á vegum Tónlistarskólans á Isafirði sem byggjast á hópkennslu en þátttakendur geta fengið einkatíma, sé þess óskað. Þó að Paul Weeden hafi sér- hæft sig í gítarleik, kennirhann áöllhelstu strengja-ogblásturs- hljóðfærin, píanó og trommur, auk þess sem hann er með söng- kennslu. Þátttaka ætti að vera flestum möguleg þar sem kennsla fer fram jafnt á daginn sem á kvöldin, allt eftir því hvemig nemendum hentar. Aðgangur er öllum heimill og hvetur skólinn sem flesta til ísafjörður: Tveir minni hátlnr árekslrar TVEIR minni háttar árekstrar urðu á ísafirði i síðastliðinni viku. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir urðu á bílunum. Fyrri áreksturinn varð á homi Sólgötu og Fjarðarstrætis kl. 15.30 á föstudaginn. Vegna eðlis málsins óskuóu hlutaðeigandi aðilar aðstoðar lögreglu við skýrslugerðina. Hinn síðari var að kvöldi sunnudags, þá lentu tveir bílar saman á homi Hafnarstrætis og Skutulsfjarðarbrautar og var óhappið afgreitt með tjónstilkynningu þar sem aðilar vom sammála um málsatvik. -hþ. ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 Góuholt 4: Glæsilegt 140 m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Urðarvegur45: Rúmlega 100 m2 4ra herb. íbúð á etri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. íbúðin er laus. Mánagata 6, 2. hæð: 135 m2 sérhæð. Sundstræti 24: Onnur hæð. Rúmlega 120 m2 sérhæð. 3 svefnherbergi. Bílskúr fylgir. Strandgata 7: Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri. Hjallavegur 1: Einbýlishús, íbúðarhæðin er 120 m2. Bílskúr og geymsla eru um 60 m2. Húsið er laust í haust. Pólqata 4: 5 herbergja íbúö á з. hæð. Bakkavegur 23: Einbýlishús, и. þ.b. 160 m2 ásamt bílskúr. Aðalstræti 22b: 3ja-4ra herb. íbúðir á 2. og 3ju hæð._____ FASTEIGNAVIÐSKIPTI Lyngholt 2: 140 m2 einbýlis- hús ásamt bílskúr. Laust eftir samkomulagi. Aðalstræti 20: 3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2. Mjallargata 6: Norðurendi.4ra herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Fitjateigur 4: U.þ.b. 151 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Súðavík____________________ Aðalgata 60: Lítiðeinbýlishús. Bolungarvík_______________ Hlíðarstræti 24: Tvílyft ein- býlishús, 2 x75 m2. Hólastígur 5: Rúmlega fok- helt raðhús. Selst á góðum kjörum. Hlíðarstræti 21: Gamalt ein- býlishús, 80 m2. T raðarland 24: T vílyft einbýlis- hús, u.þ.b. 200 m2 með bílsk. þátttöku og er ekki of seint að skrá sig þó námskeiðið hafi byrjað í dag. Þess skal getið að kennslu- tímarnir eru „opnir”, sem merkir að almenningur getur fengið að sitja hjá og fylgjast með, sem hefur þótt vinsælt á síðustu námskeiðum. Námskeiðið mun enda á sunnudaginn með nokkurs konar tónleikaskemmtun nem- endanna á sal Framhaldsskóla Vestfjarða.og verður nánar auglýst síðar. Aðgangur verður ókeypis en í hléinu verða seldar kaffiveitingar og rennur ágóði þeirra í húsbyggingarsjóð Tón- listarskólans. ,, Veggtennis: Alberl sigroði STÚDÍÓ Dan ogFlugleiðir efndu til veggtennismótsí for- gjafarformi síðastliðinn laugardag en um var að ræða fyrsta mót svokallaðs vegg- tennistímabiis sem stendur í allan vetur. Alls tóku tíu keppendur þátt og var keppt í tveimur riðlum, A og B. IA riðli sigraði Albert Guðmundsson og fékk hann að launúm frítt flugfar á vegum Flugleiða til Reykjavíkur, báðar leiðir. I öðm sæti var Kristinn Amarsson og fékk hann tíu tíma í ljósabekkjum Stúdíó Dan að launum. Heimir Snorrason var hlut- skarpastur í B rióli og fékk hann tíu fría veggtennistíma í verðlaun. I ööm sæti var Om Ingólfsson og fékk hann finmi tíma í ljósabekkjum Stúdíó Dan. -hþ. Friðgerður og Halla, Ýsukrýlisframleiðendur, í frystiklefanum með stafla af verðandi Ýsukrýlum í kringum sig. Opnunartími Virka daga ki 7:00-8:30 og 17:00-21:30 Laugardaga kt. 10:00-16:00 Sunnudaga ki. 10:00-14:00 Ath.! Á virkum dögum k/. 18:30-20:00 er aðeins ein braut opin ásamf böðum, heitum potti og sánabaði. Opið fyrirkarlmenn mánudaga. þriðjudaga. miðvikudaga, föstudaga og iaugardaga. Opið fyrir konur fimmtudaga og sunnudaga. Verðskrá Fuiiorðnir 1 miði...kr. 145,- 10 miðar—kr. 1.200,- 30 miðar...... kr. 2.800,- Börn 1 miði.........kr. 70,- 10 miðar—kr. 500,- Leiga á sundfatnaði— kr. 120,- Leiga á handktœðum.. kr. 120,- Ath.! Sána og heitur pottur er innifaiið í sundmíða. Ekki er se/t inn há/ftima fyrir /okun. ísfirðingar. Sund er hoi/ og góð hreyfing fyrir a//a. SundhöHin ísafirði. Framhaldsaðalfundm Verslunannenn á ísafirði. Framhaldsaðalfundur Verslunarmannafélags ísafjarðar verður haldinn á Hótel ísafirði fimmtudaginn 11. nóvem- ber kl. 21:00. Stjórnin.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.