Bæjarins besta - 10.11.1993, Síða 10
10
REJARINS BESTA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993
^ ísafjarðarkaupstaður
Kosning um sameiningu
sveitarfélaga laugardaginn
20. nóvember 1993
KosiÖ er um tillögu umdæmanefndar,
hvortísfirðingarviljisameinasteftirtöldum
sveitarfélögum, öllum eða engu: Þing-
eyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvalla-
hreppur, Flateyrarhreppur, Suðureyrar-
hreppur, Bolungarvík, Súðavíkurhreppur,
Ögurhreppur, Reykjafjarðarhreppur, Naut-
eyrarhreppur og Snæfjallahreppur.
Kosningin fer fram í Grunnskólanum við
Austurveg.
Kjörið hefst klukkan 11:00 og því lýkur
klukkan 21:00.
Talning hefst í Grunnskólanum klukkan
22:00 og er öllum opin.
Strætisvagnar verða í ferðum vegna
kosninganna sem hér segir:
Farið úr Hnífsdal klukkan 11:00 og úr
Holtahverfi klukkan 11:30 og eknar venju-
legar strætisvagnaleiðir. Þegar vagninn
kemur úr Holtahverfi fer hann með Hnífs-
dælinga til baka og síðan þá úr Holta-
hverfinu.
Á sama hátt verður farið úr Hnífsdal
klukkan 17:00 og úr Holtahverfi klukkan
17:30.
ísafirdi 9. nóvember 1993
Leikskólinn Hlíðarskjól
Starfsmann vantar í 50% vinnu eftir há-
degi. Má byrja strax.
Uppl. hjá leikskólastjóra í síma 3185.
Orðsending til íbúa
Ísaíjarðarkaupstaðar
Þar sem nú er unnið að nýrri þjóðskrá
m.v. 1. desember 1993 er ibuumísafjarðar-
kaupstaðar bent á að tilkynna um breytt
lögheimili sem allra fyrst.
Eigendum íbuða er skylt að fylgjast með
búsetuskráningu leigjenda sinna.
Forstöðumenn fyrirtækj a og stofnana eru
hvattir til að tilkynna um komu nýrra starfs-
manna.
Hafið samband. Forðist óþægindi.
Manntalsfulltrúinn.
Grýlukertabani!
Stíflast þakrennan og niðurfallið? Lekur inn?
Myndast grýlukerti?
Rafhitastrengur getur leyst vandann.
Hafið samband og við gefum góð ráð.
/////
straumur.
Sllfurgötu 3, isaflrðl, síml 3321
Pall Pálsson ÍS-102 landaði 85 tonnum afblönduðum afla á ísafirði i gaer.
lsa
Nýr togari bætist í flota
ísfírðinga um mánaðamótin
Þrír ísfisktogarar ísfirðinga lönduðu í gær. Páll Pálsson kom ineð 85 tonn af
blönduðum afla, Guðbjörgin kom með 90 tonn og Stefnir Iandaði 80 tonnum.
Þá kom Ciiiðiimiidur Pcturs mcð 12 toiin aí nckju og Guðbjartur Utndaði 65
tnmnmi af blnnduðmii afla á mánudag. Hálfdán í Búð var á lciðinni i I.iticl í g.cr
vcgna lu.i !ii r hafi ekkcrt ínsi al'aflabrdgðum cr blaðið fór í prcntun. 1 Ijá Básalclli
fengust þ;er Irctiii að þrfr imiljarð.irr.ckjubátar befðu lagt upp all.i síiiuni þar í
síðustu viku Bára kom með 1.8 tonn, Donna 616 kg. og Aldan kom með 4,2 tonn. Þá
l.mdaði skelíi^kbálm inn I llií.ir Pctur 3. i ummim.
I linn njí togarí Básafellsmanna er nú í Svendborg í Danmörkuog er verið ao vinna
að útboðí á viðgerðum á skipinu, þessa dagana. Geft er ráð fyrir að skipið komi til
ísaljarðar um ntestu mánaðamót.
Frá Þingeyrarhöfn.
Þingeyri:
Varla gefið á sjó
„Það fór varla bátur á sjó
hér í síðustu viku. Það
hefur ekkert gefið og því
er aflinn enginn,” sagði
viðmaelandi blaðsins hjá
Kaupfélagi Dýrfirðinga er
blaðið leitaði aflafrétta þar
í gærmorgun.
Framnesið landaði 42
tonnum á miðvikudag í
síðustu viku og kom síðan
aftur á föstudag vegna
bilunar. Aílinn var rýr eða 3
tonn. Skipið hélt aftur á
veiðar á sunnudag og er
væntanlegt í land um næstu
helgi. Slettanesið er að
veiðum í Smugunni í
Barentshafi en þar mun
vera lítið veiði og eru for-
svarsmenn skipsins nú að
ráða ráðum sínum um fram-
haldið.
Bessi ÍS-410.
Súðavík;
Bessinn með 68 tonn
af blönduðum afla
Skuttogarinn Bessi frá Súðavík landaði 68 tonnum af
blönduðum afla í gærdag. Afiinn fékkst á sex dögum og
virðist vera fátt um fína drætti á miðunum um þessar
mundir.
Kofri landaði 20 tonnum af rækju á miðvikudag í síðustu
viku og sama dag kom Haffari með 21 tonn af rækju. Þeir
eru báðir landleið vegna brælu og ekki var vitað í gær
hversu aflinn er mikill. Þrír innfjarðarrækjubátar lögðu
upp hjá Frosta hf., í Súðavík í síðustu viku, samtals 18,3
tonnum. Valur var aflahæstur með 7,8 tonn í 5 róðrum, þá
kom Fengsæll með 5,6 tonn í 4 róðrum og þá Hafrún með
4,9 tonn í 5 róðrum.
Frá vinstri: Bárður Hafsteinsson frá Skipatækni, Ásgeir
Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu, Birgir Benedikts-
son, Reynir Guðjónsson og Jón Tryggvi Helgason frá
fsmar hf.
ísafiörðun
Hrönn verslar siglinga-
og fiskileitartæki
Fyrir stuttu undirrituðu forsvarsmenn Hrannar hf.,
og Ismar hf., í Reykjavík samninga vegna kaupa á stórum
hluta siglinga- og fiskileitartækja í nýju Guðbjörgina
sem er í smíðum fyrir fyrirtækið í Flekkefjord í Noregi.
Um er að ræða þrjár Atlas ratsjár, Atlas dýptarmæla,
Scannmar veiðarfærastýringu með trollauga, afianemum
o.fl. C-Plath gyro og sjálfstýringabúnað ásamt vegmæli og
Aanderaa vindhraða- og vincístefnumæla. Meðhlgjandi
mynd var tekin þegar undirritun samninganna fór fram
og birtist hún í síðasta tölublaði Fiskifrétta.
Bolungarvík;
Rækjubátarnir
með rúm 40 tonn
Tíu innfjarðarrækjubátar lögðu upp afia sinn í
Bolungarvík í síðustu viku, samtals 40,2 tonnum. Afla-
hæstur var Páll Helgi með 6,9 tonn í 5 róðrum og þá
kom Sigurgeir Sigurðsson með 6,5 tonn í 5 róðrum.
I íu línubátar lögðu upp 22 tonnura í 23 róðrum og
var Jakobs Valgeir aflahæstur með 6,7 tonn í 4 róðrum.
Næstur kom Kristján meö 6,4 tonn í 4 róðrum. Skut-
togarar Bolvíkin lönduðu báðir í gærdag. Heiðrún kom
með 40 tonn og Dagrún landaðí 50 tonnum. Aflinn var
blandaður og fékkst út af Vestfjörðum.