Bæjarins besta - 16.03.1994, Side 12
12
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 16. mars 1994
SIÐAKT
Handbolti:
26. mars nk„ hefur verið
tókst að útvega gestaiið-
unum gistingu í bænum.
vera
inum
handbolti á
kvarða frarið fyrir iítið.
Stjórn Boltafélags: ísa-
fjarðar vann hörðum höndum
að því í siðasta mánuði að
koma á tot stórmótí í íþrötta-
húsinu á Torfnesi: í lok nuin
aðarins. þar sem fjögur 1.
deildar lið húgðust taka þátt.
Félðgin sém ætluðu að keppa
voru Valur, Haukar, Selfoss
..Að gistirýminu undan-
skiklu var þvíekkert til fyrir-
stöðu að halda mótið, við
höfðum fengið ölí tilskilin
leyf'i og forsvarsmenn
fþróttahússins höfðu hiiðrað
til fþróttatímum hússins tii
að af mótinu gætí orðið. Svo
kom þaft í ljós þegar stað-
festaátti pöntun gistirýmisins
á Hótel Isafirði að allt var
orðið upppantað. Pað er ekki
um neina aðra gistingu að
jræða. Við erum vissulega
vonsviknir, en ég tek það
skýrt fram að ekkert ósætti
ríkir milli hótelsins og
íþróttahreyílngarinnar þó að
málin hafi æxlast svona í
þettasinn,“ ságði lakoh Óla-
Að sögn Jakobs kom fað-
einsþessieinaheigi til grcina.
því hun er í miðju tíu daga
hiéi milií deildarkeppninnar
og úrsiitakeppninnar.
Skíöi:
Alþjóðlegt svigmót á
SeQatandsdal í apríl
SKÍÐAFÉLAG ísafjarðar mun sjá um framkvæmd á al-
þjóðlegu svigmóti sem fram fer á Seljalandsdal dagana 12. og
13. apríl næstkomandi. Mótið er á mótaskrá alþjóða skíða-
sambandsins (FIS) og er þetta í þriðja skipti sem hluti mótsins
er haldinn á Isafirði.
Mótið er í mótarunu sem
hefst í Reykjavík 9. apríl en þar
verður keppt í tveimur svigum.
Síðan heldur hópurinn til ísa-
fjarðar en hér verður einnig
keppt í tveimur svigum. Mót-
unum lýkur síðan á Akureyri
en þar verður keppt í stórsvigi,
dagana 15. og 16. apríl. Á
síðasta ári tóku 82 keppendur
þátt í mótunum og þar af voru
42 þeirra erlendir. Gert er ráð
fyrir svipuðum þátttökufjölda í
ár en endanleg tala þátttakenda
mun ekki liggja fyrir fyrr en
daginn fyrir fyrsta mótið.
Á vegum Skíðafélags ísa-
fjarðar starfar sama mótanefnd
að undirbúningi FlS-mótanna
og undanfarin ár en hana skipa
þeir Bergmann Ólafsson, Eyj-
ólfur Bjamason, Geir Sigurðs-
son, Gylfi Guðmundsson og
Jóhann Torfason.
Vasagangan í Svíþjóð:
Getum vel hug
okkur að kepp
ÞANN 6. mars síðastliðinn fór hin árlega Vasaganga í
Svíþjóð fram í sjötugasta sinn. Margir Islendingar tóku
þátt, þar af tíu ísfirðingar, en alls voru þátttakendur róm-
lega 14.000 sem er þátttökumet. Þessi 90 kílómetra langa
gönguskíðakeppni er haldin í minningu Gustavs Vasa og er
gengin frá bænum Selen til Mora. Þessa sömu leið, að vísu
öfuga, gekk Gustav Vasa fyrir margt löngu og flutti þá boð
um stríð og hefur gangan verið kennd við hann síðan.
BB fékk einn keppendanna, hinn næstum 64ra ára gamla
Gunnar Pétursson, í spjali við heimkomuna og spurði hann
fregna ór ferðinni.
„Hópurinn hittist snemma í
haust og hóf æfingar um leið og
snjóalög leyfðu. en að auki æfði
hver í sínu horni. Þátttökuhug-
myndin varð að alvöru síðast-
liðið sumar og þá vorum við
sautján en margir heltust úr
lestinni af ýmsum sökum.
Annars hefur undirbúningurinn
gengið vel og flestir okkar eru í
sínu bestaformi, til dæmis erum
við Isfirðingamir sem einnig
kepptum í síðustu Vasagöngu
fyrir tíu árum, líkamlega betur
á okkur komnir nú en þá,“ sagði
Gunnar sem keppti nú í þriðja
sinn, en fyrst gekk hann Vasa-
gönguna árið 1952.
Garparnir hafa stundað
gönguskíðaíþróttina í áratugi og
hafa iðulega látið hana hafa for-
Snæfplllngar
sækja Isflrðinga
heim á helglnní
- Jonathan Bow leikur með KFÍ
NÆSTKOMANDI laugardag fer fram í íþróttahúsinu á
Torfnesi, vináttuleikur á milli Snæfells, sem leikur í úrvals-
deildinni og Körfuknattleiksfélags Isfirðinga sem leikur í 2.
deild.
Leikurinn sem hefst kl. 15 er hluti af undirbúningi KFI fyrir
úrslitakeppni 2. deildar sem hefst í endaðan apríl. 1 leiknum á
laugardag mun Jonathan Bow, sem síðast lék með Keflavíkur-
liðinu, leika með Isfirðingum og verður án efa um skemmtilegan
leik að ræða. Leikurinn á laugardag er í boði Bakarans á Isafirði
og Samsölubakaríanna í Reykjavík. _s
gang umfram allt annað. Og
það virðist sem þessum hörku-
tólum séu engin takmörk sett.
og lýsandi dæmi þess er að
aldursforseti hópsins, Sigurður
Jónsson (Búbbi prentari) sem
verður 75 ára á þessu ári, fór
létt með níutíu kílómetrana.
„Vasagangan fer alltaf fram
fyrsta sunnudag mars mánaðar
og í ár hófst hún klukkan átta. I
þetta sinn var veðrið alveg
skínandi gott en sama var ekki
hægt að segja um færið; þarna
skiptust á þrjár ólíkar aðstæður,
svell, sólbráð og þurr snjór á
skuggsælum stöðum. Og til að
gera illt verra, var brautin víða
óslétt og hnökrótt. Það reyndist
því mörgum erfitt að standa
hana, sérstaklega þeint sem ekki
höfðu báða fætur í fullkomnu
lagi. Menn fóru því bara var-
lega.
En veðurblíðan bjargaði
miklu. það var nánast stafalogn,
lofthitinn var þægilegur og við
fundum aldrei fyrir kulda á
leiðinni.
Flestir Islendinganna sem
keppt höfðu fyrr í Vasagöng-
unni, voru töluvert lengur á
leiðinni en áður. Við gengum
leiðina á sjö til níu klukkutímum
en sigurvegarinn, Svíinn Janne
Ottoson, fór hana á rúmum
fjórum klukkutímum.
Aðstaðan og skipulagið var
með eindæmum og til mikillar
fyrirntyndar. Það er ótrúlegt að
allt umstangið íkringum keppn-
ina skyldi ganga svona vel upp.
Til dæmis var farangri kepp-
endanna, hátt í 20.000 bak-
pokum og töskum, ekið í fjöru-
tíu flutningabílum að markinu
og allt dótið komst til réttra
eigenda.
I Malung, föstudaginnfyrir keppni. F.v.: Guðmundur Agnarsson sem var aðstoðarmaður
og fararstjóri Isfirðinganna, Sigurgeir Svavarsson frá Olafsfirði, Daníel Jakobsson,
Gunnar Pétursson, Stefán Jónasson frá Akureyri. Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði,
Óli M. Lúðvíksson, Árni Freyr Elíasson (Sveinssonar), Rúnar Sigmundsson frá Akureyri,
Elías Sveinsson, Árni Aðalbjarnarson, Sigurður Jónsson, Sigurður Gunnarsson
(Péturssonar), Halldór Margeirsson, Konráð Eggertsson, Hjálmar Jóelsson frá Egils-
stöðum og Kristján Rafn Guðmundsson.
Keppendur voru fjórtán þús-
und, þar af hættu fimmtán
hundruð keppni, og ísfirð-
ingarnir voru á bilinu fimm til
átta þúsundasta sæti. Daníel var
fremstur af íslendingunum og
hafnaði í 89. sæti og Sigurgeir
Svavarsson frá Ólafsfirði varð í
160. sæti, níu mínútum á eftir
Daníel. Þeirnáðusemsagt besta
árangrinum af íslendingunum.
Margir þeirra sein ekki höfðu
keppt áður, voru kvíðnir fyrir
keppnina en að henni lokinni
voru allir sammála um að
enginn þeirra hefði viijað niissa
af henni. Að taka þátt í Vasa-
göngunni er hverju skíðamanni
mikil upplifun, hún er fræg
manndómsraun þeirra Svía og
er stundum nefnd „pílagríms-
ferðin“.
Segja tná að þrátt fyrir leið-
indafæri, hafi íslendingarnir
verið heppnir í keppninni, því
enginn þeirra varð fyrir óhappi
eða slysi, öfugt við marga
kollega þeirra sem brutu skíða-
stafi og jafnvel skíðin líka í
öllum látunum.
- Heldurðu að þið munið taka
einhvern tímann þátt aftur?
„Ég get vel ímyndað mér það,
já. Sumir höfðu reyndar orð á
þvíeftiraðmarklínunni varnáð
að svona nokkuð myndu þeir
aldrei gera aftur. En daginn eftir
hafði hljóðið í mönnum breyst
á annan veg. Ég hef samt ekki
trú á því að við tökum þátt í
næstu keppni, líklegar verður
úr því eftir þrjú til fimm ár. Og
ef ég þekki mannskapinn rétt,
mun sami hópur halda utan
næst.“
-hþ.
A góðri stundu í rútunni til Malung. Búbbi prentari og Gunnar á póstbílnum.