Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.03.1994, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 16.03.1994, Blaðsíða 15
BÍ(AR1NS BESTA • Miðvikudagur 16. mars 1994 15 Vestfiröir: Fermingarundirbún- ingur langt kominn NU er undirbúningsnám fermingarbarna viða a Vest- fjörðum að nálgast lokastigið en fermingarnar hefjast í bvrjun apríl. 55 börn fermast á Isafirði, 29 í Bolungarvík, 3 í Súðavík, 8 á Flateyri og 10 á Þingeyri. A Isafirði eru fjórar fermingar fyrirhugaðar; ein þann 24. apríl, tvær 22. maí og hin síðasta verður 29. maí. Alls fermast fimmtíu og átta börn á Isafirði en þar af eru þrír Súðvíkingar. Hlutfall drengja og stúlkna er næstum jafnt. í Bolungarvík verða einnig fjórar fermingar; annan dag páska þ.e. 4. apríl, 24. apríl og I. og 22. maí. Alls verða tuttugu og sjö börn fermd og eru drengirnir aðeins níu talsins. A Flateyri verður haldið í gamlar hefðir og fermt á Hvíta- sunnudag. Þar fermast fjórir drengir og jafnmargar stúlkur en engin ferming verður í Mosvallahreppi. Tíu börn fermast í Þingeyrar- kirkju, þrír drengir og sjö stúlkur, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær. -hþ. Frumvarp um breytingar á lögskráningarlögum: Sjómenn brátl skyldaðir dl að sækja öryggisfræðslu FYRIR Alþingi íslendinga liggur nú frumvarp um breytingar á lögskráningarlögum sjómanna, en í því er m.a. gert ráð fyrir að sjómenn verði innan ákveðins tíma skyldugir til þess að sækja öryggisfræðslu til að fá lögskráningu á skip. Slysavarnaskóli sjómanna sem er í eigu Slysavarnafélgas íslands er eini aðilinn hérlendis sem annast tilskilda fræðslu fyrir sjómenn. A vegum skólans eru haldin 54 námskeið á ári og sækja þau unt 1.000 sjómenn árlega. Til starfsins hefur skól- ísafjaröardjúp: Lítið gaf á sjó hjá rækju- bátunum INNFJARÐARRÆKJU- BÁTUNUM sem stunda veið- ar í ísafjaröardjúpi gekk freniur erfiðlega að komast á sjó í síðustu viku vegna veðurs og var aflinn rýr eftir því. Fjórir bátar lögðu upp hjá Bakka hf., í Hnífsdal, samtals 7,3 tonnum. Ritur kom með 1,9 t., Gunnvör 2,21., Guðrún Jóns- dóttir 1,6 tonn og Finnbjörn kom með 1,6 tonn. Tíu bátar lögðu upp hjá Rit hf., samtals 36 tonnum. Árni Ola kom með 3.1 t., Dagný 3,61., Gissur hvíti 3.1 t., Halldór Sigurðsson 2.4 t., Haukur 6,5 t., Húni 1,4 t., Neisti 2,4 t., Stapavík 3,8 t., Stundvís 4,3 t., og Örn kom með 3,9 tonn. Örn, Haukur. Árni Óla og Ver eru búnir með kvóta sinn en þrír fyrst töldu bátarnir hafa keypt sér viðbótar kvóta en Ver er hætt veiðum. Þrír bátar lögðu upp hjá Bása- felli í síðustu viku. Aldan kom með 6,2 t., Bára 1,9 t., og Kolbrún kom með 8,4 tonn. Hafrafell, hinn nýi rækjutogari Kögurfells ht'., dótturfyrirtækis Básafells hf., er væntanlegur til ísatjarðar á rnorgun, fimmtudag og er gert ráð fyrir að skipið haldi á veiðar um næstu helgi. Skipstjóri á Hafrafellinu er Pétur Birgisson. inn notast við Sæbjörgu, sent áður hét varðskipið Þór, og hefur skipið verið víðsvegar um landið til að fræða sjómenn um öryggi þeirra. Verði fruntvarpið að lögum þurfa þeir sjómenn sem hafa ekki sótt námskeið skólans að bæta þar úr, að öðrum kosti fá þeir ekki lögskráningu. / i • L A leikskólann Eyrarskjól v/Eyrargötu vantar starfsmann í Vá stöðu nú þegar. í síma 3685. Hiíf íbúðir aldraðra Einbýlishús til sölu Til sölu er húseignin Hlíðarvegur 20, ísafirði sem er einbýlishús á tveimur hœðum ásamt bílskúr. Upplýsingar gefur Jakob Ólason í síma 4306 eða 3273. Frosti Gunnars SPAUGARI síðustu viku Sigurgeir Júhannsson, eggja- bóndi í Minni-Hlíð í Bol- ungarvík skoraði á Frosta Gunnarsson, strætisvagnabíl- stjóra að koma með næstu sögu og hér kemur framlag lians. „Strákureinn ÍReykjavík var sendur í sveit út á land en kom mánuði fyrr heima en áætlað hafði verið. Móðir drengsins varð mjög undrandi og bað hann því skýringa á því, hvern vegna hann kom svona fljótt heim. Sko, svaraði stráksi. Fyrst drapst eina beljan og var þá étið eintómt beljukjöt. Síðan drapst eini hesturinn og var þá hrossa- kjöt í allar máltíðir. Nú, þegar við vorum alveg að verða búnir með hestinn - dó bóndinn - og þá fór ég sko heim.” Og hér er önnur frá Frosta: „Kona nokkur stakk upp á því við mann sinn, að öll fjöl- skyldan færi í húsdýragarðinn í Laugardal. Eiginmaðurinn taldi það óþarfa, vegna þess að þau gætu alveg eins setið heima og horft á hvert annað. Konan óskaði nánari skýringa og þá kvað í bóndanum: Þú ert í laginu eins og verðlaunakýr, eldri sonur okkarerdrykkjusvín, sá yngri er sauður, dóttirin er útigangsmeri, tengdapabbi er refur og spurðu svo bara mömmu þína hvort ég sé ekki asni?” Eg skora ú vin minn Gunnar Finnsson, rafvirkja og hrepp- stjóra Súðavíkur að konui með nœstu sögu. Allar nýjustu myndirnar... ...NÚNA! 16 árastelpaóskareftirvinnu við parnapössun allan dag- inn í sumar. Getbyrjað í byrjun júní. Upplýsingarísíma3823 eftirkl. 18. Til sölu er Arctic Cat Prowler vélsleöi, árg. '91. Vel með farinn og lítið ekinn. Uppl. gefur Sigurjón í síma 4560 á daginn og 4277 á kvöldin. Sundhöll Isaíjaróar. ísafjöröur: Sund- laugin lokuð til laugar- dags SUNDHÖUL ísafjarðar var lokað í morgun og stend- ur lokunin frani á laugardag en þá verður opið aftur samkvæmt venjulegum opn- unartíma að sögn Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Lokað er vegna uppsetningu á nýjum tækjum, s.s. hitastilli- búnaði og fleiru. Einnig verður skipt um vatnstanka sem komn- ir eru til ára sinna. Veðurspádeild Veðurstofu Islands 16. mars 1994 kl. 18:43 Horfur á landinu næsta sólarhring: Storru'vlðvörurL: Búist er við stormi á Norðurdjúpi. í dag verður norðlæg átt, víða allhvöss í fyrstu en síðdegis fer að lægja vestan til. Norðanlands verður snjókoma eða éljagangur en sunnan heiða verður skýjað með köflum, víða skafrenningur og jafnvel dálítil él í fyrstu. Seint í dag fer að létta til vestanlands. í nótt gengur norðanáttin að mestu niður. Á morgun verður austlæg átt, kaldi eða stinningskaldi um landið vestanvert. Austast á landinu verður N-kaldi en annars verður fremur hæg breytileg átt. NA-lands, SV-til og á Vestfjörðum verða él en nokkuð bjart veður í öðrum landshlutum. Frost verður víðast á bilinu 0-8 stig. Horfur á landinu föstudag: Norðlæg átt, strekkingur NA-til en annars fremur hæg. Norðaustanlands verða él en víðast léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost verður á bilinu 4-10 stig. Horfur á landinu laugardag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Við suðurströndina verða dálítil slydduél en annars léttskýjað. Hiti verður nálægt frostmarki allra syðst á landinu en annars verður frost á bilinu 1-4 stig. Horfur á landinu sunnudag: Nokkuð hvöss SA-átt og rigning, einkum þó sunnanlands og vestan. Hiti verður á bilinu 5-7 stig. ^ , >c< o

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.