Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.2016, Page 4

Bæjarins besta - 30.06.2016, Page 4
4 FIMMTudagur 30. JÚNÍ 2016 Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Kirkjan stígur fram Ný skógræktarstofnun SKÓGRÆKTIN tekur 1. júlí við hlutverki og skyldum Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt, þ.e. Héraðs- og Austurlandsskóga, Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum og Norðurlandsskóga. Stofnunin þjónar öllum skógræktendum, fagfólki í skógrækt og áhugafólki um allt land. Á þessum tímamótum er efnt til skógargöngu í öllum landshlutum á fimmtudag og föstudag. Göngurnar verða sem hér segir: Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Starfsfólk stöðvarinnar tekur á móti gestum í skóginum við stöðina föstudag 1. júlí kl. 14-16. Suðurland: Galtalækur í Biskupstungum Bláskógabyggð (ekki Galtalækjarskógur í Rangárþingi ytra) – Bændur á Galtalæk ásamt starfsfólki Skógræktarinnar taka á móti gestum og ganga til skógar föstudag 1. júlí kl. 14-16. Vesturland: Oddsstaðir í Lundarreykjadal Borgarfirði – Heimafólk og starfsfólk Skógræktarinnar tekur á móti gestum í skóginum föstudag 1. júlí kl. 14-17. Vestfirðir: Innri-Hjarðardalur í Önundarfirði – Skógarbændurnir Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson taka á móti gestum í skóginum ásamt starfsfólki Skógræktarinnar föstudag 1. júlí kl. 16-18. Norðurland: Silfrastaðir í Akrahreppi Skagafirði. Skógarbændurnir Johan Holst og Hrefna Jóhannesdóttir taka á móti gestum ásamt Félagi skógarbænda á Norðurlandi og starfsfólki Skógræktarinnar fimmtudag 30. júní kl. 19. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur þátt í göngunni og flytur stutt ávarp. Austurland: Strönd á Völlum Fljótsdalshéraði, afleggjari að Ásholti (Strandarási). Heimamenn og starfsfólk Skógræktarinnar taka á móti gestum í skóginum föstudag 1. júlí kl. 14-16. Rjúkandi ketilkaƒ að hætti skógarmanna og kleinur eða annað góðgæti með. Klæðum landið skógi og byggjum upp skógarauðlind! SKÓGRÆKTIN Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði á verslun- armannahelginni 2016. Drullu- sokkur mótsins í ár er Thelma Rut Jóhannsdóttir en í 13 ára sögu þessa skemmtilega við- burðar hefur kvenmaður aldrei verið Drullusokkur. Það þótti stjórn mýrarboltafélagsins sér til skammar. Að sögn Thelmu Rutar gengur undirbúningur vel. „Það hefur nýr hópur tekið við mótinu og við munum koma til með að vera með einhverjar nýjungar, fríska aðeins upp á hlutina. Hvað það verður kemur í ljós á næstu vikum,“ segir hún. Auk mótsins sjálfs sem fjölmargir sækja verður ýmislegt um að vera fyrir hina skemmtanaglöðu. Tónlistar- menn sem koma fram á hinum ýmsu skemmtistöðum bæjarins verða meðal annars rapparinn Blaz Roca, Steinar, AronCan, DJ matti, Stuðlabandið og Páll Ætla að fríska upp á mýrarboltann Óskar. Þá segir Thelma að ein- hverjir gætu bæst við þennan lista þegar nær dregur. harpa@bb.is Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, gengu á mánudag fram fyrir skjöldu og veittu tveimur ungum flóttamönnum skjól í Laugarnes- kirkju. Annar þeirra er aðeins 16 ára gamall, jafngamall fallegu börnunum okkar sem útskrifast úr Grunnskólanum, sum meira að segja í upphlut og öll eru þau hrein, falleg, södd og örugg. Hvern- ig má það vera að það sé mögulegt í okkar frábæra samfélagi að ennþá sendum við börn út í óvissuna og stundum nánast í opinn dauðann, höfum við ekkert lært frá seinni heimstyrjöld. Þessir tveir prestar hafa svo sannarlega sýnt að þeir búa yfir miklum kærleika og hugrekki, þeir halda á loft þeim gildum sem við öll vildum svo gjarnan geta kallað kristin gildi. Á sama tíma og þjóðin fagnaði, jafnvel Evrópa gjörvöll fyrir utan England, stórkostlegum sigri karlalandsliðs Íslands á liði Engilsaxa, þá sat hnípinn 16 ára gamall piltur í Laugarneskirkju, fjölskyldulaus og heimilislaus og kveið framtíðinni. Okkar fallegu og hraustu menn í landsliðinu sem við höfum fóstrað og sinnt eins vel og við getum, uppskera nú árangur erfiðis síns og allra foreldrasjálf- boðaliða landsins. Þeir hafa aldrei verið svangir, kaldir og hraktir, einir og hræddir, nema kannski við könguló. En barnið sem beið í Laugarneskirkju hefði vel getað verið sómi síns eigin lands, lands sem nú hefur hrakið hann á flótta og hann gæti orðið sómi okkar lands ef við gefum honum tækifæri til þess. Á sama tíma og við unnum Englendinga, töpuðum við fyrir sjálfum okkur. Smári Karlsson Og þjóðin hefur nú kosið sér nýjan forseta, valið var erfitt því margir góðir kostir voru í boði. Bæjarins besta hefur fulla trú á að Guðni Th. Jóhannesson verði okkur til sóma og sendir honum hamingjuóskir. Sömuleiðis eiga aðrir frambjóðendur til þessa mikla embættis þakkir skyldir fyrir drengilega og skemmtilega baráttu. Bæjarins besta sendir sömuleiðs góðar óskir til landsliðsins sem hefur séð okkur á liðnum vikum fyrir góðri skemmtun. Ótrúlegasta fólk situr límt við sjónvarpsskjáinn og fagnar með öllum kroppnum þegar boltinn skellur í net andstæðingsins eða þegar Hannes okkar allra grípur boltann í markinu af ótrúlegu öryggi. Snillingar þessir strákar, ekkert annað. BS

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.