Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.06.2016, Síða 6

Bæjarins besta - 30.06.2016, Síða 6
6 FIMMTudagur 30. JÚNÍ 2016 Auður Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur á Ísafirði hefur komið inn líf margra íbúa á norðan- verðum Vestfjörðum í gegnum störf sín við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hún hefur verið óþreytandi við að stuðla að bættri geðheilbrigðisþjónustu, meðal annars á námskeiðum með aðferðum hugrænnar atferl- ismeðferðar (HAM). Þetta starf hennar og áhugi hafa leitt til þess að Auður er nú í þjálfun sem einn af fulltrúum Íslands í áfallateymi á vegum Rauða krossins sem mun starfa á alþjóðavettvangi, til að mynda á hamfarasvæðum, við þjálfun fólks í að veita sálrænan stuðning. Auður er ekki allskostar ókunn átökum í eigin lífi líkt og lesa má um í viðtalinu, en undanfarin ár hefur hún staðið í ströngu þar sem erfðamál hafa splundrað áður samhentum systkinahópi hennar. Einnig má í viðtalinu lesa um fjölbreytta skólagöngu hennar og hvernig örlögin réðu því að hún settist að á Ísafirði en ekki í Bandaríkjunum líkt og hún hafði séð fyrir sér. Uppruninn Auður er fædd á Ísafirði árið 1963 og ólst upp á Rauðamýri í Ísafjarðardjúpi, næst yngst og eina stelpan í sjö systkina hópi. Ólafur faðir Auðar hóf búskap á Rauðamýri árið 1953, en hann kom frá Laugalandi í Skjald- fannardal og þótti ráðahagur hans ekki lofa góðu, þar sem engin Hamingjugenið í fólgið í þakklætinu var húsfreyjan. Ekki leið þó á löngu þar til Jóna, ung stúlka úr Hnífsdal réði sig sem kaupa- konu á Arngerðareyri skammt undan og lauk þeirri vinnuferð með þeim hætti að ástir tókust með þeim þrátt fyrir þrettán ára aldursmun. Árið 1954 hefja þau búskap saman og næsta ár byrjaði barnalánið mikla að leika við hjónin og næstu tólf árin eign- uðust þau sjö börn. „Það var náttúrlega ekkert annað að gera í sveitinni en að búa til börn,“ segir Auður og hlær. „Ég get ekki ímyndað mér hversu brjálæðislegt álag þetta var fyrir mömmu, en þetta var í það minnsta skemmtilegt fyrir okkur systkinin. Við vorum vakin af mömmu og hún gaf okkur morgunmat og síðan í framhaldinu allar aðrar máltíðir dagsins, hún var alltaf þarna þegar við þurftum á henni að halda hvort sem það var fyrir plástur eða eitthvað annað.“ Auður segir að eftir því sem árin líði þá verði henni oftar hugsað til þess hvernig aðstæð- ur mamma hennar bjó við. „Ég hugsa um hvernig lífið í sveitinni var þegar að hún var tvítug með þrjú lítil börn og ekkert rafmagn, engan síma, enga þvottavél, enga frystikistu, ekkert sjónvarp og sannarlega engar Pampers baby dry. Það var ekkert.“ Auður segir hálf ótrúlegt til þess að hugsa að móðir hennar minnist sveitarinn- ar með svo mikilli hlýju sem hún gerir, því auðvelt væri að skilja að minningin vekti upp aðrar tilfinningar. Fjölskyldan stundaði sauð- fjárbúskap í sveitinni ásamt að vera með nokkrar kýr. Auður minnist þess hversu ljúft það var að stelast í mjólkurbrúsana sem geymdir voru í bæjarlæknum og dýfa rabarbara í rjómann og fleyta honum ofan af. Hún reynd- ar hélt ekki uppteknum hætti við rjómastuldinn um langa hríð eftir að mjólkinni var eitt sinn skilað vegna þess að fituinnihald hennar var of lágt. Skólaganga um víðan völl Auður hóf skólagöngu með því að sækja vor- og haustskóla í barnaskólanum í Reykjanesi þegar hún var sjö ára. Skóla- gangan í Reykjanesi fékk reyndar skjótan endi þegar Auður var ell- efu ára og skólabróðir hennar brá fyrir hana fæti er hún kom hlaup- andi út úr matsalnum eitt sinn, með þeim afleiðingum að önnur hnéskelin brotnaði, sem ekki var nú gert neitt sérlega mikið mál úr og næstu daga bar skólasystir hennar hana leiða sinna. Eftir viku tíma eða svo var komið að næsta helgarfríi og ákvað mamma Auðar að fara með hana á Ísafjörð til skoðunar og kom þá í ljós brotið sem hafði þegar við illan leik tekið að gróa saman aftur. Foreldrum Auðar var svo ofboðið að hún var með það sama tekin úr skólanum og fór ekki þangað meir. Farið var með hana til Reykjavíkur til bæklun- arlæknis þar sem endurhæfing tók við og næsta vetur stundaði hún nám við Langholtsskóla þar í borg og næstu tvo vetur þar á eftir að Skógum undir Eyja- fjöllum og grunnskólagöngunni lauk hún við Héraðsskólann á Laugarvatni. Á sama stað hóf hún einnig menntaskólagöngu sína. Auður segir að veturinn sá hafi verið ansi skrautlegur og skemmtilegur, fyrir hana í það minnsta. Foreldrum og starfs- fólki skólans hafi nú sennilega verið minna skemmt en henni yfir uppátækjunum, sem endaði með því að hún skilaði engri einkunn. Mamma hennar og pabbi höfðu af þessu talsverðar áhyggjur og sáu framtíð dóttur sinnar ekki fyrir sér áfram á Laugarvatni og var Auður send í Reykholt og mikill hlátur brýst út við eldhúsborðið í Hæstakaupstað þar sem viðtalið fer fram þegar hún segist hafa verið að rannsaka íslenska menntakerfið innan frá. „Mamma og pabbi voru ekkert fyrir það að skamma okkur. Mamma var mikill sáttasemjari og pabbi varð þögull ef eitthvað fór ekki eins og ætlað var og ég vissi strax eftir dvöl mína á Laugarvatni að þó ég hefði ekki verið mikið skömmuð, þá væri ég ekki að fara að endurtaka leikinn.“ Í Reykholti var allt annað upp á teningnum en á Laugarvatni og var Auður hin spakasta, meira að segja tók hún til við að æfa sund og keppti í skriðsundi og spilaði körfubolta. „Ég var mikil íþrótta- manneskja veturinn í Reykholti og slíkt hafði ég hvorki gert fyrr og hef ekki endurtekið síðar.“ Ekki var könnun Auðar á innviðum hins íslenska mennta- kerfis með öllu lokið þarna held- ur hélt hún næsta vetur til náms við Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún rúmum tveimur árum síðar útskrifaðist sem stúd- ent. „Eftir dvölina í Reykholti vissi ég að tími var til kominn að ég færi meira að standa á eigin fótum og sá ég auglýsta lausa stöðu húsvarðar við Húsmæðra- skólann við Sólvallagötu og því fylgdi húsnæði. Ég sótti um og fékk stöðuna og þar bjó ég árin sem ég var í Kvennó. Á þessum tíma mátti maður alveg vinna átján ára, stelpurnar í skólanum voru á svipuðum aldri og ég og átti ég að sjá til þess að þær fengju sér kvöldmat og að læsa húsinu. Jakobína skólastjóri tók mig al- gerlega undir sinn verndarvæng og meira að segja var það svo að hún ljáði sal skólans og aðstöðu í stúdentsveislu mína.” Á blæjubíl í Bandaríkjunum Að stúdentsprófi loknu fór Auður út á vinnumarkaðinn, en einhverju síðar heyrir hún af vin- konu sinni sem hafði fengið starf í Bandaríkjunum við að passa börn fyrir íslenskan flugmann og frétti af því að starfsbróðir mannsins og kona hans sem vann fyrir tölvurisann IBM í Arizona vantaði einnig barnapíu fyrir kornunga tvíbura sína. Það varð úr að Brian, fjölskyldufaðirinn, kom til Íslands að sækja Auði. Auður kímir við tilhugsun- ina er smáborgardaman leið- sagði honum um verslunargötur Reykjavíkurborgar, en hann hafði spurt um verslunarmiðstöð og hún hélt nú að það væri slík í borginni og fór með hann í Kjörgarð sem þá var það allra heitasta í borginni. Er hún kom svo til Bandaríkjanna, land verslunarmiðstöðvanna, sá hún að verslunarmiðstöð væri í raun engin á þeim tíma á Íslandi. Þegar Auður og Brian voru í flugvélinni á leiðinni vestur yfir haf, tjáir hann Auði það að þau hjónin séu í raun skilin. „Þau áttu í hatrammri baráttu um börnin og þau kepptust við að vera góð við mig sem kom sér reyndar afar vel fyrir mig, til að mynda keypti Brian fyrir mig blæjubíl til afnota sem ég rúntaði á um götur Phoenix.” Auður réði sig til eins árs, en vegabréfsáritun hennar var einungis til hálfs árs, svo að því loknu var hún send í frí með Kötlu vinkonu sinni til Bahama- eyja til endurnýjunar á árituninni. „Síðasta daginn okkar hittum við hrikalega hressa breska stráka sem voru að fara á nærliggjandi eyju til helgardvalar þar sem þeir ætluðu meðal annars að kafa í

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.