Bæjarins besta - 27.10.2016, Blaðsíða 10
10 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016
Markmið hverrar þjóðar hlýtur
að vera það að landsmenn séu
það bjartsýnir á framtíð sína að
þeir hlakki til að stuðla að áfram-
haldandi fjölgun hennar. Við
þurfum fólk, hamingjusamt fólk
sem treystir því að ákvörðun-
in um að eignast barn verði
gæfurík. Til þess að ná þessu
markmiði hafa þjóðir heimsins
farið mjög mismunandi leiðir.
Allt frá því að gera næstum ekki
Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar
verða kosningamál í framtíðinni
neitt eins og víða í Bandaríkjun-
um og til þess að senda öllum
nýbökuðum foreldrum byrjun-
arpakka með helstu nauðsynjum
til að styðja við bakið á þeim
eins og í Finnlandi. Sumar hafa
engan virðisaukaskatt á bleyjum
og barnamat og margar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
fæðingarorlof sé mikilvægur
réttur og stuðningur sem skilar
sér til baka á fleiri vegu en einn.
Í raun og veru stuðningur við
hagsæld þjóðarinnar sjálfrar.
Nú er svo komið fyrir okk-
ur Íslendingum, sem þó standa
mörgum framar í þessum efnum,
að fæðingartíðni er að lækka og
feður eru ekki að taka fæðingar-
orlof til jafns við mæður. Þar tapa
allir. Feður verða af hugsanlega
mestu gæðastundum sem lífið
getur gefið okkur, ungabörn njóta
ekki nálægðar við föður sinn og
mæður skerða möguleika sína
á vinnumarkaði. Og í þokkabót
skerðast möguleikar allra kvenna
á vinnumarkaðnum. Þetta viljum
við laga.
Fyrir marga er það svo mikið
fjárhagslegt högg að eignast
barn að því er frestað eða sleppt.
Höggið slær svo samfélagið sem
bregst ekki við vandanum til baka
með lækkaðri fæðingartíðni,
færri einstaklingum til að halda
uppi samfélaginu og erfiðleikum,
sem við þekkjum nú vel sem
fámenn þjóð. Þetta þarf að laga.
Píratar stefna að því að lögfesta
lágmarksframfærsluviðmið þar
sem allir eiga rétt á mannsæm-
andi tekjum. Lykilorð eru allir
og mannsæmandi. Píratar stefna
einnig að því að lágmarks-
greiðslur úr fæðingarorlofssjóði
og vegna fæðingarstyrks verði
aldrei lægri heldur en grunn-
neysluviðmið sem Velferðaráðu-
neytið gefur út.
Nú árið 2016 er þetta grunn-
viðmið 224.155 kr. fyrir par í
sambúð á höfuðborgarsvæðinu
með ungabarn fyrir utan húsnæð-
iskostnað. Þegar hann bætist við
er ljóst að upphæðin dugar alls
ekki fyrir framfærslu og er því
ekki mannsæmandi.
Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórn-
lagaráðs er ákvæði um að konur
og karlar skuli njóta jafns réttar
í hvívetna. Nýja stjórnarskrá-
in er eitt megináhersluatriði
Pírata. Foreldrum á að vera
úthlutaðir jafn margir mánuðir
til fæðingarorlofs ásamt því að
geta skipt hluta tímans sín á milli
eftir geðþótta. Ísland hefur lang
stystan fæðingarorlofstíma allra
Norðurlandanna með 9 mánuði
á meðan hin löndin hafa 12-16
mánuði. Þar sem erfitt er að fá
pláss í daggæslu fyrir ungabörn
undir 12 mánaða aldri hafa margir
íslenskir foreldrar þurft að dreifa
fæðingarorlofsgreiðslum sínum
til lengri tíma til þess að geta brúað
bilið milli fæðingarorlofstíma og
daggæslu. Það leiðir til frekari
tekjuskerðingar fjölskyldunnar.
Með lengingu fæðingarorlofstím-
ans í 12 mánuði þar sem móðir
fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði
og 6 mánuðir væru sameiginlegir
væri auðveldara fyrir foreldra að
brúa þetta bil ásamt því að aukinn
tími sem fjölskyldan fær saman
stuðlar að vellíðan og velferð
barns og foreldra. Að því mark-
miði stefnum við.
Fæðingartíðni Íslendinga er
nú sú lægsta síðan að mælingar
hófust. Það þarf fólk til að halda
úti þjóð. Látum ekki endurreisn
fjölskyldunnar verða kosninga-
mál í framtíðinni. Förum í þetta
núna.
Fyrir hönd Pírata í fæðingar-
orlofi:
Eva Pandora, 1. sæti Pírata í
Norðvesturkjördæmi og nýbökuð
móðir.
Andri Þór Sturluson, 3. sæti
Pírata í Suðvesturkjördæmi og
þriggja barna faðir.
Andri Þór Sturluson.
Stígðu fyrsta skrefið og hjálpaðu okkur
að meta þörfina fyrir fleiri Leiguheimili
Leiguheimili er nýtt kerfi að danskri fyrirmynd sem gerir
meðaltekjufólki kleift að komast í 20–30% lægri lang-
tímaleigu. Kíktu inn á leiguheimili.ils.is og skráðu þig
á póstlistann. Við munum senda þér fréttir af framvindu
verkefnisins. Segðu okkur í leiðinni hvar þú vilt búa og
hversu marga fermetra þú þarft.
Dreymir þig um
varanlegt heimili?
Leiguheimili eru byggð á
lögum um almennar íbúðir.
leiguheimili.ils.is
Eva Pandora.