Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 12

Bæjarins besta - 27.10.2016, Síða 12
12 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016 Áherslur kjósenda í NV kjördæmi Vinstri græn: Félagslegur rekstur heilbrigðis- þjónustunnar er grundvallar- atriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjón- ustunni. Auka þarf framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu þannig að þau verði sambærileg við það sem gerist á hinum Norður- löndunum. Ljúka þarf við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut sem fyrst og efla um leið sjúkraflutn- inga og sjúkraflug um land allt. Stefnt skal að því að öll heil- brigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls. Byrjað verði á að lækka kostnað vegna barna, öryrkja og aldraðra og þjónustu göngudeilda sjúkrahúsanna. Styrkja þarf heilsugæsluna þannig að hún verði alltaf fyrsti viðkomustaðurinn og koma á valfrjálsu tilvísanakerfi. Forgangsverkefni er að sál- fræðiþjónusta verði hluti af almennri heilbrigðisþjónustu. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum og tryggja góða þjónustu við okkar elstu borgara. Sjálfstæðisflokkur: Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á uppbyggingu í heilbrigðismálum á þessu kjör- Samkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en 11% þeirra lögðu áherslu á lýðræði, stjórnarskrá og spillingu. 1 – 5% nefndu mennta-, umhverfis-, menningar- og utanríkismál. Bæjarins besta hefur nú boðið öllum oddvitum framboða hér í NV kjördæmi að upplýsa um stefnu sína og áhersluatriði í þessum fjórum málaflokkum í blaðinu og fara svör þeirra hér á eftir. tímabili, um land allt. Það er grundvallarbreyting frá fyrra kjörtímabili. Ef bornar eru saman tölur frá þeim tíma, fækkun starfsmanna almennt í opinberum rekstri, þá var fækkun starfsmanna á svið heilbrigðis- þjónustu 7,3% hjá undirstofnum heilbrigðisráðuneytisins á móti 4,2% sem er meðaltalsfækkun. Á nýju ári tökum við upp nýtt og sanngjarnt greiðsluþátttökukerfi þar sem þak er sett á kostnað einstaklinga fyrir heilbrigðis- þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn í NV kjördæmi leggur áherslu á eflingu þeirra stofnana sem þar eru. Við leggjum sérstaklega áherslu á fæðingarþjónustu og mæðraeftirlit og eflingu þess. Samfylking: Heilbrigðismál eru forgangs- mál jafnaðarmanna. Við vilj- um efla Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í verki og standa vörð um þjónustuna á öllu svæð- inu, bæði á suðurfjörðunum og norðanvert. Með áform um mikil umsvif í nýjum greinum atvinnu verður þetta algjör forsenda. Við munum beita okkur fyrir endurreisn heilsugæslunnar og vinna að því að menntunarmál heilbrigðisstétta fyrir lands- byggðina fái forgang, t.d. að undirsérgrein heimilislækninga, héraðslækningar fari af stað skv. reglugerð. Sömuleiðis að svipuð sérgrein á sviði hjúkrunarfræði verði efld. Við krefjumst þess að sérfræðiþjónusta verði flutt til íbúanna með markvissum hætti og viljum að sjúkrahúsið nýti viðbúnað sinn til þátttöku í styttingu biðlista á landsvísu. Viðreisn: Fjárframlög til heilbrigðismála í fjórðungnum eru mun lægri en til sambærilegra stofnana annarsstaðar á landinu. Auka þarf fjárframlög til rekstrarins svo HVEST geti staðið við að sinna hlutverki sínu af sóma. Stefnu- leysi hefur verið vandamál í kerf- inu; réttindi sjúklinga eru óskýr, markmiðin óljós og eftirfylgni og gæðaeftirliti verulega ábótavant. Hér á ég ekki við stofnunina staka heldur heilbrigðiskerfið í heild. Þetta var niðurstaða mín þegar ég gerði sem heilsuhagfræðing- ur forúttekt a stofnuninni fyrir nokkrum misserum. Til viðbótar er mikilvægt að loforðum um fjárútlát fylgi raunhæfar lausnir við fjármögnun. Myntráðsleið og vaxtalækkun samhliða vandaðri sölu ríkiseigna eru hér tillögur Viðreisnar. Píratar: Þegar hugað er að langtíma heilbrigðisáætlun álykta Píratar að hafa skuli velferð sjúklinga og annarra þjónustuþega að meginmarkmiði og auka skuli á þjónustu við landsbyggðina, sjálfstæði rekstrareininga og gagnsæi í málefnum tengdum heilbrigðisþjónustunni. Einnig skal huga að auknu álagi vegna fjölda ferðafólks um landið. Meðferðarúrræði skulu teljast hluti af heilbrigðisþjónustu, svo sem sjúkraendurhæfing, með- ferðir við fíkn og öldrunarþjón- usta. Einnig skuli sálfræði- og tannlæknaþjónusta falla undir almenna heilbrigðisþjónustu. Píratar stefna að því að heil- brigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir alla landsmenn sem og lyfjakostnaður vegna langvinnra sjúkdóma. Endurmenntum heil- brigðisstarfsfólks skal vera með besta móti, m.a. með því mark- miði að byggja upp lýðheilsu og forvarnarstarf á öllum sviðum mannlífs. Framsókn: Framsóknarmenn vilja vinna að heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þar þarf að skilgreina hvaða þjónustu veita eigi á Landspít- ala og hvaða þjónustu eigi að veita á heilbrigðisstofnunum víða um landið. Við gerð heil- brigðisáætlunar skal taka mið af raunverulegum þörfum og horft til samgangna, fjarlægða, aldurssamsetningar íbúa og o.s.frv. Þessa áætlun þarf að vinna í samráði við heimamenn á hverjum stað, þeirra sem þekkja til aðstæðna. Fjárveitingar til málaflokksins þurfa að taka mið af þessum þörfum. Með þessum hætti væri fjármagni skipt með réttlátari hætti og aukin þjónusta væri í boði á heilbrigðisstofn- unum á landsbyggðinni. Auk þessa vilja Framsóknarmenn að nýr Landspítali rísi hratt á nýjum stað. Björt framtíð Eitt grundvallarviðfangsefni heilbrigðiskerfisins er að tryggja nægan fjölda af hæfu starfsfólki. Menntun og þjálfun skiptir hér máli. Laun þurfa að vera samkeppnishæf og starfsum- hverfið gott. Því miður vantar talsvert upp á það. Björt framtíð vill breyta því, m.a. með því að tryggja að á hverjum tíma sé til vönduð mannaflaspá fyrir heil- brigðisstarfsstéttir. Björt framtíð vill efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og stórauka þjónustuna þar, m.a. með auknu aðgengi að sérfræðingum og aukinni þjón- ustu. Við teljum að unnt sé að bæta þjónustu og hagræða með því að nýta betur þá þekkingu og reynslu sem hinar fjölmörgu starfsstéttir búa yfir. Stefna og áhersluatriði í heilbrigðismálum

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.