Bæjarins besta - 27.10.2016, Side 13
FIMMTUdagUr 27. OKTÓBER 2016 13
Vinstri græn:
Vinstri græn leggja áherslu á
markvissa uppbyggingu í vega-
málum með sérstakri áherslu
á almennt viðhald og héraðs-
og tengivegi og að lokið sé
uppbyggingu þjóðvega á þeim
svæðum sem enn eru lélegir
malarvegir og unnið sé eftir
markvissri jarðgangnaáætlun.
Markaðir tekjustofnar þurfa að
renna óskipt til samgöngumála.
Stefna og áhersluatriði í samgöngumálum
Umhverfissjónarmið þarf að
hafa að leiðarljósi við allar
ákvarðanir í samgöngumálum
þar sem mikil tækifæri eru í
samdrætti í losun gróðurhúsa-
lofttegunda í þeim málaflokki.
Hrinda þarf af stað stórátaki í
þrífösun rafmagns í dreifbýli og
gera tímasetta áætlun um að ljúka
háhraðanettengingu um allt land.
Unnið verði að því að opna
fleiri hlið inn til landsins til að
auka möguleika fleiri svæða til
að uppskera arð af ferðaþjónustu.
Sjálfstæðisflokkur:
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á að samgöngufram-
kvæmdir eru eitt brýnasta
byggðamál Vestfjarða. Nú eru
komin í útboð framkvæmdir við
göng úr Dýrafirði í Arnarfjörð.
Þá er lagning og endurbygging
á heilsársvegi milli norður- og
suðursvæðis Vestfjarða á fram-
kvæmdaáætlun. Veglagning um
Gufudalssveit og óvissa um hana
er óþolandi. Þar er nú vonast
eftir niðurstöðu innan tíðar og er
það í raun vonum seinna. Nú sér
fyrir endann á stærstu úrbótum í
fjarskiptamálum, seinni ára, sem
Vestfirðir hafa lengi þurft að bíða
eftir. Hringtenging ljósleiðara
um Vestfirði er að ljúka. Þá renna
upp nýir tímar í möguleikum sem
byggja á nútíma fjarskiptum.
Samfylking:
Samgöngumál eru hagsmuna-
mál allra Vestfirðinga og þar
þarf að berjast fyrir flýtingu
á ýmsum sviðum. Ljúka þarf
framkvæmdum í Gufudalssveit
á sunnanverðu svæðinu og vinda
sér síðan af krafti í Dýrafjarðar-
göng og vegabætur tengdar þeim.
Með þessu opnast margvíslegir
möguleikar, bæði í atvinnu- og
mannlífi. Setja verður á dag-
skrá í því sambandi áform um
staðsetningu flugvallar fyrir
Vestfirðinga sem gegnt geti
hlutverki millilandaflugs, bæði
með sérgreinda hópa ferðamanna
og fiskflutninga beint á markað.
Efni úr nýjum veggöngum má
nýta til að bæta flugbraut sem
fyrir er. Víða þarf að stórbæta
núverandi vegakerfi, sérstaklega
þar sem nánast er um einbreiða
vegi að ræða.
Viðreisn:
Verkefnin eru mörg og því
vill Viðreisn fjármagna við-
bótarframlag til samgöngubóta
með auðlindagjöldum sem tengd
eru úr landshlutunum. Það er
fagnaðar efni að Dýrafjarðargöng
séu komin í útboð og Dynjandis-
heiði á réttri leið. Við viljum efla
samgöngur og auka samgöngu-
öryggi í flugi með því að skoða
mögulega nýja framtíðarlegu
flugvallar við norðanvert Djúp,
eða ná því markmiði með öðrum
leiðum. Minni flugtíðni á Ísafjörð
eftir flugvélaskipti Flugfélags
Íslands er nefnilega áhyggjuefni.
Víða þarf að sinna nauðsyn-
legu viðhaldi vega, eins og í
Seyðisfirði. Fyrir liggur áætl-
un um ljósleiðaravæðingu, en
þar hefur gengið allt of hægt.
Ánægjulegt var að sjá rannsókna-
fé úthlutað fyrir Álftafjarðargöng
enda göngin augljós kostur í
röðinni. Gera þarf stórátak í að
setja upp hraðhleðslustöðvar
fyrir rafbíla um allan fjórðung
svo bolvíski Orkubúsmaðurinn
verði ekki eini Vestfirðingurinn
á rafbíl næstu tíu ár líka.
Píratar:
Til þess að það sé raunverulega
hægt að búa um allt land þarf
grunnþjónusta að vera til staðar
fyrir alla landsmenn. Píratar
vilja að tryggðar verði viðun-
andi almenningssamgöngur til
allra þéttbýlisstaða á landinu.
Samgöngustefna Pírata er ekki
fullmótuð en ætíð skal gera ráð
fyrir að breytingar séu gerðar í
samráði við heimamenn og að
ákvörðunartaka sé í höndum
nærsamfélagsins.
Framsókn:
Á síðasta kjörtímabili var
áhersla lögð á að ná niður
skuldum ríkissjóðs. Þannig náði
ríkisstjórn undir forystu Fram-
sóknarflokksins gríðarlegum
árangri í ríkisfjármálum. Skuldir
ríkisins hafa ekki verið minni í
áratugi og nú er fer miklu minna
fjármagn í að borga skuldir og
vaxtagjöld. Svigrúm til upp-
byggingar er því til staðar og nú
komið að því að setja milljarða
í samgöngubætur. Dýrafjarðar-
göng eru í útboði og samkvæmt
samþykktri samgönguáætlun
er áætlað fjármagn í að klára
Dynjandisheiði, Vestfjarðarveg
60 og hefja rannsóknir vegna
Álftafjarðarganga.
Halda verður áfram með vega-
bætur í Árneshreppi og þá vinnu
þarf að vinna með heimamönn-
um, þeirra sem þekkja til að-
stæðna.. Einnig þarf að tryggja
flugsamgöngur vestur á firði, svo
að eitthvað sé nefnt.
Björt framtíð
Björt framtíð vill að sam-
gönguáætlun verði alltaf höfð
til grundvallar uppbyggingu og
viðhaldi á samgöngukerfinu svo
hægt sé að forgangsraða verk-
efnum og leggja raunhæft mat á
árlegan kostnað við viðhald og
nýlagningu vega og flugvalla
eða annarra samgöngubóta. Álag
á vegakerfið hefur til að mynda
aukist gríðarlega undanfarin ár
en viðhald á því hefur verið al-
gerlega úr takti. Við viljum efla
almenningssamgöngur og gera
þær að raunverulegum valkosti.
Framlög til samgöngumála sem
hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu hafa þar að auki lækkað
frá árinu 2013. Við kunnum
ekki að meta svona vinnubrögð.
Framtíðarsýnin þarf að vera skýr
svo hægt sé að gera langtímaá-
ætlanir sem taka til kostnaðar
og framkvæmdahraða. Það er
mikilvægt að vinna upp töpuð
ár í viðhaldi og nýbyggingu vega
með átaki í vegagerð.
Holur í Arnarfirði. Mynd: Drífa K. Garðarsdóttir.
Frá gerð Vestfjarðaganga. Mynd: Vegagerðin.