Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Page 14

Bæjarins besta - 27.10.2016, Page 14
14 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016 Vinstri græn: Tryggja þarf að lægstu laun dugi fyrir grunnfram færslu, að vinnuvikan styttist án kjara- skerðingar og að upphæðir al- mannatrygginga fylgi launa- þróun. Mikilvægt er að koma í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnu- afli og félagsleg undirboð með samstarfi við verkalýðshreyf- inguna. Atvinnulíf á Íslandi þarf að byggja upp í sátt við umhverfi og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í rann- sóknum og nýsköpun. Endurskoða þarf stuðnings- kerfi atvinnulífsins. Meginmark- miðið með slíkri vinnu yrði að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi í sátt við samfélag og auðlindir. Sjálfstæðisflokkur: Á Vestfjörðum eru spennandi tímar í atvinnumálum. Þar er raun af mörgu að taka, en fyrst nefn- um við tækifæri sem eru tengt raforkuframleiðslu og fiskeldi. Nú liggur fyrir að á Vestfjörðum getur orðið innan fárra ára mikil raforkuframleiðsla. Iðnaðarráð- herra hefur nýlega stuðlað að því að bygging á tengivirki geti orðið með þeim hætt að virkjun Hvalá, Austurgilsvirkjun og fleiri virkjanakostir geta orðið að veruleika. Orkuframleiðsla og atvinnu uppbygging á sviði orkunýtingar eru kostir sem nú blasa við íbúum á Vestfjörðum. Fiskeldið er þegar orðin kjölfesta atvinnulífssins og hefur þegar skapað verðmæti og atvinnu og á tækifæri. ferðaþjónusta á mikið inni og gera framtíðina mjög spennandi. Það er okkar að grípa þessi tækifæri. Því er mikilvægt að samgöngumál og fjarskipti ásamt annari grunnþjónustu sé tryggð. Samfylking: Atvinnuhættir tengdir mat- vælaframleiðslu hafa verið aðalsmerki Vestfirðinga frá aldaöðli og kista hafsins verið þeim drjúg. Greinin stendur fjórðungnum næst og jafnaðar- menn vilja auka möguleika til uppbyggingar í sjávarútvegi á svæðinu. Nýsköpun tengd sjáv- arútvegi hefur skotið rótum og gefur góð fyrirheit. Áform eru um aukningu laxeldis sem þegar er hafið. Jafnaðarmenn studdu með afgerandi hætti framkvæmdir sem þegar eru hafnar á suður- fjörðunum og styðja það áfram við Djúp enda krafa gerð um að vinna málin í sátt við umhverfið og af fagmennsku og ábyrgð. Í ferðaþjónustu eiga Vestfirðingar dauðafæri. Jafnaðarmenn munu stuðla að eflingu þessarar at- vinnugreinar með eflingu tekju- stofna sem renni til sveitarfélaga. Viðreisn: Sjávarútvegsmál eru stærsta atvinnumálið á norðanverðum Vestfjörðum. Eins og ég fjalla um í grein minni sem birtist hér í blaðinu, þá er uppboðsleiðin réttlát til að taka ákvörðun auð- lindagjalds úr höndum stjórn- málamanna. Óháð upphæð auð- lindagjaldanna, er lykilatriði að arðinum af auðlindinni sé varið meðal annars til að styðja þær byggðir sem hafa orðið undir í hagræðingu í sjávarútvegi. Styrkja þarf innviði alla og styðja við nýsköpun sem nýtir kosti nærumhverfisins. Bíldu- dalur er hér gott dæmi. Fiskeldi verður að vera í sátt við umhverf- ið. Nærumhverfið verður bæði að hafa tekjur og áhrifavald á uppbyggingu í geiranum. Mögu- lega erfðablöndun við villta stofna þarf að taka alvarlega, og hafa eftirlit og rannsóknir í heimabyggð. Píratar: Ákveðið hlutfall skatta af rekstri og störfum fyrirtækja skal renna beint til þess sveitarfélags þar sem starfsemi eða verslun fer fram. Við það myndast hvati til þess að byggja upp atvinnustarf- semi í sveitarfélögum á lands- byggðinni en stefna Pírata er að byggja upp sjálfstæð sveitarfé- lög. Til þess að sveitarfélögin geta verið sjálfstæð þá verða þau einnig að vera sjálfbær fjár- hagslega. Til þess að geta orðið sjálfbær fjárhagslega þá verður að rjúfa fátækragildru þeirra og búa til hvata til uppbyggingar sem leiðir til tekna. Framsókn: Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður eru grundvallarat- vinnugreinar kjördæmisins. Eyða þarf óvissu um rekstrarum- hverfi þessara greina og því hafna t.d. Framsóknarmenn uppboðsleið sem kæmi verst út fyrir litlar og meðalstórar útgerðir og við teljum óeðlilegt að sjávarútvegur einn greiði auðlindagjald. Auðlindagjald af öllum auðlindum okkar á að renna að hluta til sveitarfé- laganna og að hluta til ríkisins. Í samstarfi við Landsnet og Orkustofnun unnum við að því að tryggja tengipunkt fyrir Hvalár- og Austurgilsvirkjanir. Hringtengja þarf orkuflutning um vestfirði í framhaldinu. Þá munum við sjá í nýrri byggða- áætlun tillögu okkar um lægra tryggingagjald fyrirtækja á landsbyggðinni. Stefna og áhersluatriði í atvinnumálum Sirrý kemur til Bolungarvíkur. Mynd: Hafþór Gunnarsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.