Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 27.10.2016, Qupperneq 15
FIMMTUdagUr 27. OKTÓBER 2016 15 Vinstri græn: Fjölbreyttar leiðir til lýðræðis- þátttöku, svo sem íbúafundir, þjóðfundir, opin umræða og rökræðukannanir styrkja lýð- ræðislegt samfélag. Í samræmi við áherslur um aukið lýðræði um árabil og starf og feril vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár tökum við undir kröfuna um aukna möguleika á þjóðarat- kvæðagreiðslum að frumkvæði þjóðarinnar sjálfrar. Brýnt er að klára nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. Afhjúpun Panama-skjalanna minnti okkur öll á mikilvægi öfl- ugra og óháðra fjölmiðla í samfé- laginu. Lækkum virðisaukaskatt á fjölmiðla með það að markmiði að bæta rekstrarforsendur þeirra. Tryggjum faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði Ríkisútvarpsins og breiða aðkomu í stjórn þess. Setjum á laggirnar sjóð fyrir rannsóknablaðamennsku. Stefna og áhersluatriði í lýðræði, stjórnarskrá og spilling Sjálfstæðisflokkur: Stjórnarskrá verður með ákveðnum hætti líka að vera brjóstvörn fólksins og byggð- anna. Við bendum á að í stefnu- skrá Pírata og Viðreisnar er lagt til að gjörbylta aðstæðum okkar sem búum langt frá hinu samþjappaða stjórnvaldi á SV- horninu. Í raun má segja að stefna þessara framboða færi okkur frá því að vera þjóðríki yfir í það að vera borgríki. Þar sem lífsbarátta okkar á lands- byggðinni verður afgangsstærð. Þetta er mjög hættulegt og ástæða til að vekja athygli á því. Spilling og leyndarhyggja eru ólíðandi með öllu í íslensku samfélagi. Jafnrétti fyrir lögum er grundvallarregla í allri stjórn- skipun og stjórnsýslu landsins. Mestu skiptir að lagaumgjörð samfélagsins sé skýr, byggð á gegnsæi, jafnræði og skilvirkni. Réttaröryggi borgaranna verður þannig betur tryggt sem og eftirlit stjórnvalda gegn hvers konar brotum og undanskotum. Samfylking: Jafnaðarmenn berjast fyrir valddreifingu, lýðræðisumbótum og breytingum á stjórnarskránni. Við leggjum áherslu á að Ísland vinni að mannréttindamálum á alþjóðlegum vettvangi sem málsvari mannúðar, jafnréttis og lýðræðis. Ísland á að beita rödd sinni gegn hvers kyns mann- réttindabrotum og til stuðnings réttindabaráttu minnihlutahópa, vegna kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, skoðana eða trúar. Við höfum lagt á það áherslur að ný stjórnarskrá tryggi eign almennings á auðlindum og sjálfbæra nýtingu þeirra. Þá er aðgreining valdþátta, ekki síst löggjafarvalds og framkvæmdar- valds mikilvæg. Það er mikilvægt að stjórnvöld virði og standi vörð um sjálfstæði dómstóla og ákæruvalds. Að staðinn sé vörður um faglegar ráðningar í embætti og opinber störf. Viðreisn: Viðreisn vill hefja vinnu við heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar og dreifa þeirri vinnu yfir fleiri en eitt kjörtímabil. Þar skal hafa í huga bæði tillögur stjórnlagaráðs, en einnig tillögur og athugasemdir sem komið hafa á seinni stigum. Við teljum að betra sé að gera litlar breytingar en að allt sigli í strand í óeiningu. Viðreisn vill að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna við ESB, og verði sú kosning jákvæð verði kosið aftur um fyrirliggj- andi samning. Þetta er mikið lýðræðismál og prófmál á lýð- ræðisást flokkanna. Fólk hefur mismunandi skoðun á ESB, en hlýtur að vera sammála um að þetta sé sanngjörn leið fram á við. Píratar: Gagnsæi er nauðsynleg forsenda fyrir ábyrgð og upp- lýstri þátttöku almennings í lýð- ræðinu. Til að fyrirbyggja spill- ingu þarf ábyrgðin að vera skýr og upplýsingar um ákvarðanir aðgengilegar öllum. Stjórnskipan landsins byggist á túlkunum, hefð og hentistefnu stjórnvalda. Almenningur þarf alvöru verk- færi til að stöðva lög sem sett eru í óþökk þjóðar án þess að þurfa að efna til mótmæla. Til að geta haft áhrif á forgangsröðun mála á þingi þarf almenningur að geta lagt fram mál á Alþingi. Mál- skotsréttur þjóðarinnar veitir að- hald og tryggir bætt vinnubrögð á þingi og frumkvæðisréttur þjóðarinnar færir vald og ábyrgð í hendur fólksins. Hvort tveggja er tryggt í nýju stjórnarskránni. Framsókn: Ísland er meðal þeirra landa þar sem spilling er hverfandi. Áfram þarf að tryggja aðgang að upp- lýsingum og gegnsæi og þannig gera enn betur. Framsóknarmenn vilja enga kollsteypu með stjórn- arskrá lýðveldisins enda hefur hún virkað vel. Helst viljum við sjá skýrara ákvæði um auðlindir landsins, að þær séu þjóðareign. Lýðræði á Íslandi er virkt þar sem fulltrúalýðræðið hefur sannað sig en við erum opin fyrir því að íbúar landsins geti fengið aukið svigrúm til að segja álit sitt á umdeildum málum. Björt framtíð: Björt framtíð leggur þunga áherslu á að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá Íslands í samræmi við vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnarskrár- breytingar haustið 2012. Björt framtíð vill auka ákvörðunartöku nær fólkinu í landinu m.a með því að færa fleiri verkefni til sveitarfélaganna og með eflingu sveitarstjórnar- stigsins og frekari sameiningu sveitarfélaga. Björt framtíð er stjórnmálaafl sem er laust við sérhagsmuni. Í Bjartri framtíð er venjulegt fólk sem vill láta gott af sér leiða. Góð mál verða betri ef fleiri koma að þeim. Skoðanir, þekk- ing og kunnátta fólks með alls konar bakgrunn og menntun eru fjársjóður. Upplýsingar eru gull. Björt framtíð þorir að leiða hin stærstu og erfiðustu deilumál til lykta með gögnum, rannsóknum, opnu samtali og lýðræðislegum aðferðum. Við höfum okkar sannfæringu og stöndum á henni. En við höfum líka kjark til að hlusta á aðra.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.