Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Side 17

Bæjarins besta - 27.10.2016, Side 17
FIMMTUdagUr 27. OKTÓBER 2016 17 Mikill efnahagslegur árangur hefur náðst á kjörtímabilinu sem er að líða, með tilheyrandi kaup- máttaraukningu alls almennings og bættum lífskjörum fólks. Uppbygging innviða og styrking á grunnþjónustu ríkisins er hafin á traustum grunni. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur því verk sín stoltur í dóm kjósenda í komandi kosningum og ef vel er haldið á spilum eru allar forsendur fyr- ir áframhaldandi lífskjarasókn landið um kring. Stjórnarskrá og ESB En stór grundvallarmál eru jafn framt undir í þessum alþingis- kosn ingum. Vinstriblokkin boðar stór felldar breytingar á stjórnar- skránni og aðild að ESB. Það eru ekki lítil og krúttleg kosninga- loforð heldur tillögur sem fela í sér afsal á fullveldi þjóðarinnar og minni áhrif landsbyggðarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og hafnar aðild að ESB nú sem endranær. Þá eru engin haldbær rök fyrir því að kollvarpa stjórnarskránni nema ef tilgangurinn sé einmitt að raska valdajafnvægi fulltrúalýðræðisins Á réttri leið og grafa undan borgaralegum réttindum. Sjálfstæðisflokkurinn boðar yfirvegaðar breytingar og lagfæringar á tilteknum atriðum stjórnarskrárinnar, eins og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu, í víðtækri sátt. Ef leggja á þessi tvö mál til grundvallar í kosningunum þá eru valkostir kjósenda nokkuð skýrir. Atvinnutækifæri Fleira er undir í komandi kosningum sem varða hagsmuni landsbyggðarinnar með beinum hætti. Uppboðsleið í sjávarútvegi er ávísun á aukna skattheimtu og gjaldþrot lítilla og meðalstórra útgerða á Vestfjörðum og víðar með tilheyrandi atvinnuleysi og samþjöppun í greininni. Harkaleg uppstokkun á landbúnaðarkerf- inu, sem sumir flokkar boða, mun hafa sambærileg neikvæð áhrif á byggðafestu í sveitum fjórðungsins. Leiðin fram á við felst ekki í því að kollvarpa grunnatvinnu- vegum landsbyggðarinnar heldur verður að byggja á grunninum sem fyrir er. Tækifærin eru til staðar á grundvelli sjálfbærrar nýtingar auðlinda. Uppbygging ferðaþjónustunnar og fiskeldisins á Vestfjörðum er til vitnis um það. Mestu skiptir að fólk hafi svigrúm og athafnafrelsi til að vinna verð- mæti úr þeim auðlindum sem hér er að finna og fái notið afrakstur vinnu sinnar í stað þess að fjár- munirnir leki af svæðinu í formi of hárra skatta og vaxta. Hluti af því er að sveitarfélög fái tekjur í samræmi við uppbyggingu á ýmis konar aðstöðu. Sjálfstæðisflokk- urinn leggur ríka áherslu á að þessi tækifæri til atvinnuuppbyggingar verði nýtt með skynsamlegum Nú verður líka opið á laugardögum Kynntu þér nýjan og lengri opnunartíma Vínbúðarinnar á Patreksfirði. vinbudin.is mán-fim 14-18 fös 13-19 lau 11-14 NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. NÓVEMBER Teitur Björn Einarsson. Rekstur Íslenska kalkþörungafélagsins er í stöðugri framþróun. Félagið framleiðir hágæða fóðurbæti og fæðubótarefni úr kalkþörungum úr Arnarfirði og er árleg framleiðsla félagsins um 50 þúsund tonn af mismunandi kalkafurðum. Eigendur félagsins eru frumkvöðlar á sínu sviði sem einkum vinna að þróun ýmissa afurða úr kalkþörungum fyrir fæðubótarmarkað og til sýrustill- ingar og vatnshreinunar á mörkuðum víða um heim. Eru framtíðarmöguleikar því miklir. Í boði er krefjandi starf í fallegu umhverfi Vestfjarða þar sem fjöl- margar af helstu náttúruperlum landsins eru í næsta nágrenni. Á Bíldudal er vaxandi atvinnulíf ásamt gróskumiklu mannlífi þar sem íbúatalan fer hækkandi. Á Bíldudal er góður leik- og grunnskóli ásamt íþróttaaðstöðu auk þess sem sundlaugar og heilsugæsla eru í næsta nágrenni ásamt tækifærum til marg- víslegra vetraríþrótta. Kynntu þér málið Allar nánari upplýsingar veitir framleiðslu- stjóri fyrirtækisins, Jóhann Magnússon, í síma 863 7558. Einnig má senda fyrirspurnir á johann@iskalk.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. á sama netfang, merkt Viðhaldsstjóri fyrir 12. nóvember. Viðhaldsstjóri óskast á Bíldudal Í boði er krefjandi og skemmtilegt starf hjá traustu og vel reknu fyrirtæki Íslenska kalkþörungafélagið leitar að hæfum, áhugasömum, metnaðarfullum og lífsglöðum einstaklingi í starf viðhaldsstjóra í verksmiðju félagsins á Bíldudal. Viðkomandi þarf að vera árangursmiðaður, sýna frumkvæði og hafa áræði til að takast á við krefjandi starf sem felst í umsjón með eftirliti og viðhaldi á vélbúnaði verksmiðjunnar ásamt vinnuvélum sem notaðar eru á vinnusvæðinu. Hlutverk viðhaldsstjóra • Þú tekur þátt í gerð áætlana og tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd breytinga og viðhalds á vélbúnaði verksmiðjunnar og vinnuvélum. • Þú gegnir mikilvægu hlutverki varðandi kröfur um öryggi og umhverfismál enda eru öryggismál og velferð starfsfólks í forgangi. • Þú hefur yfirumsjón með skipulagi og verkstjórn á verkstæði. • Þú vinnur að stöðugum umbótum og fyrirbyggjandi viðhaldi. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun, reynsla og hæfni sem nýtist í starfi. • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur en ekki krafa. • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur en ekki krafa. • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg. • Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. • Áhugi og metnaður fyrir gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnun. hætti og öll opinber stefnumörkun miði að því að búa í haginn til þess að svo megi verða. Uppbygging á Vestfjörðum Uppbygging samfélagslegra innviða eykur byggðafestu og bætir búsetuskilyrði. Það er ekki ofsögum sagt að samgöngufram- kvæmdir eru eitt brýnasta byggða- mál á Vestfjörðum og að þeim málum hefur verið unnið vel og ötullega á kjörtímabilinu. Dýrafjarðargöng eru komin á útboðsstig og endurbygging heilsársvegar milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða er inni í framkvæmdaáætlun ásamt því að Álftafjarðargöng eru nú komin á undirbúningsstig. Uppbygging fjarskiptakerfis á Vestfjörðum er að ljúka og markverðum áfanga hefur verið náð í upp- byggingu raforkukerfisins með nýjum tengipunkti við innanvert Ísafjarðardjúp. Saman mynda allir þessir þættir, ásamt fyrrgreindum at- vinnutækifærum, raunveruleg sóknarfæri fyrir fólk til að bæta hér lífskjör til muna og byggja upp gott samfélag. Kerfiskollsteypur og endurræsingar eru óþarfar. Um það kjósa Vestfirðingar öðru fremur næsta laugardag. Teitur Björn Einarsson. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.