Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.10.2016, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 27.10.2016, Qupperneq 18
18 FIMMTudagur 27. OKTÓBER 2016 Óttarr Proppé þingmaður G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri xA K J Ó S T U B J A R T A F R A M T Í Ð M E I R I B J A R T A F R A M T Í Ð M I N N A F Ú S K Tökum byggðamálin föstum tökum og mótum skýra stefnu til framtíðar. Ekki meiri bútasaum og tilviljanakenndar ákvarðanir. Svona er Björt framtíð Fjölbreytt og spennandi Ísland Björt framtíð er málsvari fjölbreytni, á öllum sviðum. Byggjum upp ferðaþjónustuna, skapandi greinar, rannsóknir og þróun, grænan iðnað og alls konar nýsköpun. Eflum skóla- starf og menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að vera á, uppfullum af tækifærum. Leyfum fólki að flytja til okkar og gerast nýir Íslendingar. Fáum unga fólkið heim. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í traustu, opnu og alþjóðlegu samfélagi. Engin manneskja er útundan Stöndum mannréttindavakt- ina, alltaf, fyrir börn, fyrir fatlað fólk, fyrir innflytjendur, fyrir konur, fyrir karla, fyrir ríka, fyrir fátæka. Hjálpum þeim mest sem virkilega þurfa aðstoð, til þess að lifa sjálfstæðu lífi, til þess að öðlast þak yfir höfuðið, til þess að ala upp börnin sín. Endur- reisum heilbrigðiskerfið, með stórbættri heilsugæslu um land allt, öldrunarþjónustu, lýðheilsu og forvörnum, nýjum Landspít- G. Valdimar Valdemarsson. ala, betra gæðaeftirliti og miklu, miklu minni greiðsluþátttöku sjúklinga. Ábyrg langtímahugsun Verndum umhverfið, björgum jörðinni, verum græn. Hugsum fram í tímann. Frestum ekki vandamálum. Innviðir Íslands eru að drabbast niður, vegirnir, skólarnir, spítalarnir. Samt er góðæri. Í stað þess að fjárfesta í innviðum hefur verið bruðlað með fé. Í stað þess að afla tekna af auðlindum okkar til samfélags- legra verkefna, eru þær færðar fáum á spottprís. Þannig gerir Björt framtíð ekki. Við búum í haginn. Yfirveguð stjórnmál Tölum saman, segjum satt. Virðum hvort annað. Góð mál verða betri ef fleiri koma að þeim. Skoðanir, þekking og kunnátta fólks með alls konar bakgrunn og menntun eru fjársjóður. Upplýs- ingar eru gull. Björt framtíð þorir að leiða hin stærstu og erfiðustu deilumál til lykta með gögnum, rannsóknum, opnu samtali og lýðræðislegum aðferðum. Við höfum okkar sannfæringu og stöndum á henni. En við höfum líka kjark til að hlusta á aðra. Öflug sveitarfélög Björt framtíð telur brýnt að far- ið verði ofan í saumana á tekju- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ýmis verkefni sem sveitarfélögin hafa tekið yfir hafa haft í för með sér meiri kostnað en fyrirhugað var. Skuldastaða margra sveitar- félaga er verulegt áhyggjuefni. Björt framtíð telur svigrúm til að endursemja um tekjuskiptingu þar sem gert sé ráð fyrir því að hagur ríkisins muni vænkast verulega á næstu árum en staða sveitarfélaganna standa óbreytt. Einnig er mikilvægt að halda aftur af fjárfestingaráformum hins opinbera og/eða forgangs- raða þeim til að koma í veg fyrir spennu í hagkerfinu. Arður af auðlindum Ísland er ríkt af auðlindum. Endurnýjanlega orkan, ósnortna náttúran og fiskurinn í sjónum eru okkur gjöful. Umfram allt þurfum við að passa upp á sjálf- bærnina við nýtingu á þessum auðlindum. Fyrir umhverfið og fyrir komandi kynslóðir. Stefna Bjartrar framtíðar í auð- lindamálum er því samtengd umhverfisstefnunni. Við eigum að auka virðisaukann sem við fáum með nýtingu auðlindanna. Ekki með því að nýta meira, heldur að nýta betur. Það er með ólíkindum að ekki hafi farið fram opinber stefnumótun til að inn- heimta í auknum mæli tekjur af auðlindanotkun. Gjald fyrir afnot af sjávarauðlindum er í mýflugu- mynd og hefur verið lækkað. Tekjur af orkusölu geta aukist verulega ef látið verður af þeirri stefnu sem ríkt hefur um árabil að stórkaupendum í stóriðju sé seld orkan á allt of lágu verði. Þá er náttúra Íslands viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Það er fullkomlega eðlilegt að hið opinbera sæki sér umtalsverðar tekjur til þessarar auðlindanotk- unar sem hægt væri að nýta til nauðsynlegrar uppbyggingar á innviðum ferðaþjónustu. G. Valdimar Valdemarsson

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.