Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 17.11.2016, Blaðsíða 9
FIMMTUdagUr 17. NÓVEMBER 2016 9 Rafiðnaðarsamband Íslands óskar að taka á leigu orlofshús á norðanverðum Vestfjörðum sumarið 2017, þ.e. frá 1. júní til 31. ágúst. Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband á netfangið agust@rafis.is. Tilboð þurfa að berast í síðasta lagi 10 desember. 2016 Þar sem björgin úr djúpinu rísa... RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31, 110 Reykjavík, sími 580-5200, www.rafis.is Ísfirðingurinn séra Grímur Grímsson (1912­2002), prestur í Sauðlauksdalsprestakalli og seinna í Ásprestakalli í Reykja­ vík, var að kveðja söfnuði sína fyrir vestan og byrjaði í Haga á Barðaströnd. Allt fór það vel fram. Björg Jónsdóttir í Haga var organisti hjá séra Grími og fylgdi honum milli kirknanna. Næst var kveðjumessa í Sauð­ lauksdal. Staðurinn var í eyði. Það var kalt og organistinn vissi að upphitun var engin, svo að hún hafði með sér prjónabrók og brá sér í þær utan yfir þær innri. Síðan var messað á Patreks­ firði. Þar var kappkynt. Það vissi Björg. Hún fór því úr prjónabrókinni og skildi eftir í bíl séra Gríms.Við messuna á Patreksfirði var fólk innan af Strönd og Björg tók sér far með því heim, en gleymdi brókinni. Nú fer séra Grímur að taka til dót sitt vegna flutnings suður og rekst á brók Bjargar í bíl sínum. Honum finnst úr vöndu að ráða. Ekki gat hann beðið neinn fyrir brókina. Ekki kunni hann heldur við að senda hana í pósti. Það gæti litið illa út fyrir prest, að hann færi að skila nærbuxum af konu og senda þær milli sókna. Eftir nokkur heilabrot ákvað hann að halda aðra kveðjumessu í Haga. Það varð úr og þar gat hann sjálfur skilað buxunum til Bjargar svo að lítið bar á. Einhver komst þó að þessu og sagði frá. Sigurðar sögur dýralæknis stýrir fyrir HIV­samtökin undir yfirskriftinni Sýndu ábyrgð – notaðu smokkinn! „Ég þekki svo mikið af frá­ bæru fólki, sem er að gera svo flotta hluti, og var til í að koma í þetta verkefni með mér.“ Segir Hjálmar Forni um vinnu sína fyrir HIV­samtökin, en heilmikið húllumhæ verður í Hörpu á vegum samtakanna þann 1. desember n.k. á alþjóð­ legum HIV­degi. Þar verður heimildarmyndin um gönguna sýnd ásamt því sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk líkt og ástralski uppistandarinn Jonathan Duffy, spákonan Sigga Kling og félagar úr Dragsúgi, sem er hópur sem stendur fyrir mánaðarlegum skemmti kvöld um á Gamla Gauknum, sem er að sögn Hjálmars hinsegin kvöld, með hinsegin listamönnum, þar sem gestum er skemmt með lifandi flutningi, mæmi eða uppistandi. Hægt var að leggja fram fjár­ framlög til göngunnar, sem renna óskipt til HIV­samtakanna og er sú söfnun enn í gangi og segir Hjálmar að peningurinn verði nýttur til að efla fræðslustarf samtakanna og vonast hann til að skólarnir í landinu taki inn fræðslu frá samtökunum á nýjan leik: „Já vonandi fara skólarnir aftur að taka inn fræðslu frá HIV samtökunum, það er þörf á aukinni fræðslu og ég held líka að það sé ekki vanþörf á að bæta alla kynfræðslu fyrir ungt fólk í leiðinni.“ Hægt er að leggja inn framlög til verkefnisins á reikning: 0156­ 05­064764 Kt. 280394­2549 og fá allir þeir sem styrkja verkefnið nafn sitt á þakkarlista sem birtur verður í lok heimildarmyndar­ innar um ferð Miss Gloriu Hole á Esjuna. annska@bb.is Atvinna Leikskólinn Sólborg á Ísafirði auglýsir eftir leik- skólakennurum til starfa á nýrri 5 ára leikskóla- deild sem staðsett er í húsnæði Tónlistarskóla Ísafjarðar. Nánari upplýsingar á www.isafjordur.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.