Bæjarins besta - 14.09.1994, Side 6
Grímur Jónsson flugumsjónarmaður hættir eftir 30 ára starf
,,ÞAÐ ER jafngott að
hætta núna meðan maður
hefur sæmilega heilsu og
mér finnst betra að taka
sjálfur ákvörðun um starfs-
lok en að bíða eftir því að
einhverannartaki hanafyrir
mig. Þó ég sinni starfinu á
flugvellinum ekki lengur, þá
er ég ekki dauður enn og
hef ekki hugsað mér að
setja tærnar upp í loft á
næstunni,” segir Grímur
Jónsson, loftskeytamaður,
flugumferðarstjóri og mála-
flutningsmaður með meiru
en hann hefur nú hætt
störfum á ísafjarðarfiugvelli
eftir að hafa unnið þar í
þrjátíu ár.
Síðasti
/oft-
skeyta-
maðurirtn
Grímur Jónsson kom til
ísafjarðar árið 1964 en þar
áður hafði hann meðal
annars unnið sem loft-
skeytamaóur á togurum í
ellefu árog hjá Landhelgis-
gæslunni í sex ár. ,,í þá
daga var nauðsynlegt að
hafa loftskeytamenn um
borð og þetta starfsheiti er
alveg horfiö í dag vegna
tæknibreytinga. Það eru til
að mynda fáir sem kunna
mors í dag og þær upp-
lýsingar sem fóru í gegnum
hendur loftskeytamanna
komatil skipstjórnarmanna
eftiröðrum leiðum. Það gat
verið nokkuð mikið um að
vera í loftskeytaklefanum
þegar ég var á togurunum
en annars vandi ég mig á
það að taka til hendinni á
dekkinu þegar það var lítið
að gera við loftskeyta-
mannsstarfið og svo var
bara hóað í mig ofan af brú
ef þaó var eitthvað sem ég
þurfti að gera þar.”
Engin
fiugdeiia
,,Ég kom fyrst hingað til
að setja upp búnað fyrir
radarflug í Hnífsdal og ég
vann þar í tíu ár við að leið-
beina flugvélum inn til
lendingar. Síðan fór ég inn
á ísafjarðarflugvöll þegar
radarstöðin var lögð af. Ég
hafði aldrei neitt skírteini
eða diplóma sem sagði að
ég mætti vinna í flug-
turninum. í þá daga settust
menn bara í stólinn þegar
þeir kunnu hlutina.”
Þótt flugið hafi átt hug og
hjarta Gríms síðustu þrjátíu
árin er langt frá að hann
hafi nokkra flugdellu. ,,Ég
vann meðal annars á Rán,
flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, en þar læknaðist ég
algerlega af allri flugdellu.
Þetta var gjörsamlega
þægindalaus herflugvél
sem gat verið allt að tólf
tíma á lofti í einu og eftir að
hafa skrölt með henni um
allt í tvö ár, oft í frekar
leiðinlegu veðri, var
ekkert sport í fluginu
lengur. Ég hef því látió
mér nægja að fljúga frá
A til B og leiðbeina flug-
vélum síðan þá,” segir
Grímur.
Á undanförnum árum
hefur verið umræða um
hvort ekki mætti rýmka
eitthvað reglur um flugtíma
til og frá ísafirði. Grímur
hefurmjög ákveðnarskoð-
anir á þeim málum. ,,Mér
finnst það hlægilegt þegar
menn hafa verið að fljúga
hér í ófærð og við erfið
skilyrði að skyndilega þurfi
að segja stopp þegar litli
vísir klukkunnar bendir á
ákveðna tölu. Það væri
mikið heppilegra að nota
einhverjaaðraviðmiðun en
klukkuna þegar verið er að
takmarka það svigrúm
sem menn hafatil að fljúga
til og frá ísafjarðarflugvelli.
Svigrúmið til fragtflugs
var rýmkað dálítið fyrir
nokkrum árum en síðan
varð óhapp sem í sjálfu sér
tengdist ekki á nokkurn hátt
lendingu eða fiugtaki á ísa-
firði. Mér finnst skynsam-
legt að menn athugi hvort
ekki megi veita einstakl-
ingsbundin leyfi til flug-
manna til næturflugs, því
reynsla þeirra skiptir miklu
máli og ef farið væri eftir
alþjóðlegum stöðlum sem
notaðir eru víða, þá væri
ekkert flogið hér. Það hafa
nokkrir flugmenn flogið
hérna meira og minna í
næturflugi í tengslum við
sjúkraflugið og
þessir menn
hafa flogið
slysalaust og
án áhættu.
Raunar höf-
um við
wori A , .................
lánsöm með flug til og frá
ísafirði en þó að það hafi
verið einhver óhöpp á
síðastliðnum þrjátíu árum,
þá hefur ekki orðið neitt
atvik sem ég myndi kalla
slys.”
Máia-
fiutnings-
maðurinn
Grímur hefur ekki aðeins
fengist við flugumferðar-
stjórn síðan hann kom til
ísafjarðar heldur hefur hann
einnig fengist við mála-
flutningsstörf. ,,Ég að-
stoðaði föður minn á með-
an hann var lögmaður og
öðlaóist þar nokkra reynslu
og síðan var ég töluvert í
málaflutningsstörfum til að
fylla upp í ákveðið skarð
sem varð á þessum
„markaði” en þetta skarð
fylltist síðan þegar Björn
Jóhannesson kom hingað.
Menn mega flytja sitt
eigið mál fyrir rétti eða gefa
öðrum umboð til þess og
þar sem ég hef ákaflega
gaman af því að lesa lög
og velta þeim fyrir mér, þá
var ég oft fenginn til aó
aðstoóa fólk. Þetta er
skemmtileg rökfræði og
það er hægt að túlka lög
á ýmsa vegu - ann-
ars væru
dómstólarnir
óþarfir. Á sín-
Aðra við-
m iðun en
L kiukkuna
um tíma var ég meira að
segja skipaður málaflutn-
ingsmaður því það voru
engir lögmenntaðir menn
tiltækir. Ég man að einu
sinni lét ég til leiðast að
taka að mér ákveðið mál
eftir að það hafói verið reynt
að tala mig til í tvo tíma og
sagði þá að fyrst ég tæki
málið að mér myndi ég
vinna það og auðvitað stóð
ég við það! Það gátu oft
verið ansi skemmtileg mál
og ég man ekki eftir að
hafa lent í neinum drag-
bítum hér. Það eru allt góðir
menn sem voru í þessu og
eru í þessu í dag."
Kveðju
færðu...
Á sínum síðasta starfs-
degi fékk Grímur Jónsson
margar góðar kveðjur og
sjálfum fannst honum nóg
um enda hafði hann aðeins
, ,unnið mitt starf eftir bestu
getu”. Meðal þeirra sem
höfðu samband við Grím
var Brynjólfur Thorvalds-
son, flugmaóur sem sendi
honum þessa vísu:
Reka boríst hefur raftur
Ránarstrendur okkar á -
kveðjurfærðu gam/i kjaftur
kærar öðrum frá!
-ai.
6
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994