Bæjarins besta - 14.09.1994, Síða 7
Bessi ÍS-4 lOfrá Súðavík hélt íSmuguna á föstudag. Hérsleppir framkvæmda-
stjóri Frosta, ingimar Haiidórsson, iandfestum. Hann segiraó tiigreina komi
að senda skipið á rækjuveiðar í vetur og að boifiskkvóti skipsins verði
notaður sem skiptimynt fyrir rækju.
er verið að flytja fisk lands-
hornanna á milli. Sjónarmið Ós-
varar hlýtur að vera að útgerðin
hafi sem mestan arð af þeim
litla kvóta sem fyrirtækið hefur
yfir að ráða. Við getum ekki
annað en fengið hæsta verð. í
fyrsta lagi til að mæta skertum
kjörum sjómanna og í öðru lagi
til að standa við þær skuld-
bindingar sem eru samfara
þessunr togarakaupum.”
Ólafur sagði ennfremur að
Ósvör gæti engan veginn farið
fram á það við fyrirtækið Þuríði
hf., að það taki við skuld-
bindingum sem Ósvör ræður
ekki við eða öfugt. Sigurður
Hafberg, framkvæmdastjóri
Þuríðar hf., hafði eftirfarandi
að segja um orð bæjarstjórans
sem og afstöðu Ósvararmanna:
„I þessum tveimur fréttum er
það látið í veðri vaka að Þuríðar-
menn vilji fá fiskinn gefins eða
á niðursettu verði. Það er bara
bull. Bæjarstjórinn veit ekkert
um það hvort sameining leysi
vandamál Bolvíkinga eða ekki,
fyrr en málið er skoðað til
hlýtar. Hvernig geta menn full-
yrt svona án þess að skoða
málin. Tónninn í Ólafi er
öðruvísi þarna en í þau skipti
sem ég hef rætt við hann. Ég
hef rætt við hann um ýmsakosti
sem ég hef talið þess vert að
skoða og hann hefur tekið vel
undir það, því skil ég ekki þessa
hugarfarsbreytingu hjá bæjar-
stjóranum.”
Sameiginleg
umsóknfrá
Þuríðiog
Bakka
Þuríðarmenn hafa litið til
fleiri fyrirtækja en Ósvarar en
viðræður hafa átt sér stað á rnilli
fyrirtækisins og Bal.ka hf., í
og ræða málin. Við sáum því
fram á að við myndum detta út
úr þessari mynd ef við gerðum
ekkert annað og því var um-
sóknin send inn í nafni þessara
tveggja fyrirtækja. í leiðinni
erum við kannski búnir að opna
fleiri möguleika fyrir Ósvör því
að nefndin hefur áskilið sér rétt
til að skoða aðra möguleika,”
sagði Sigurður.
Hann sagði ennfremur að of
snemmt væri að segja til um
hvernig rekstri þessara fyrir-
tækja yrðu háttað eftir sam-
eininguna og hann var ófús til
að tímasetja það nánar. „Þetta
verður bara að vinnast eftir
hendinni en við erum að skoða
þessi mál af fullri alvöru,” sagði
Sigurður.
ískúsiéiagið
sækirumí
kraitiíyrri
sameiningar
Ishúsfélag Isfirðinga hf., er
eitt þeirra vestfirsku sjávarút-
vegsfyrirtækja sem sótt hafa um
„Vestfjarðaaðstoð”. Aðalfund-
ur fyrirtækisins var haldinn á
fimmtudag í síðustu viku og á
þeim fundi var gengið frá
kaupum útgerðarfyrirtækisins
Gunnvarar hf„ á 62,5% hlut
Hrannar hf„ í fyrirtækinu. Að
sögn Magnúsar Reynis Guð-
mundssonar, stjórnarformanns
beggja fyrirtækjanna varð ör-
lítill hagnaður á Ishúsfélaginu
á síðasta ári en nokkurt tap varð
á útgerðarfélögunum tveimur
sem sameinuð voru Ishús-
félaginu á síðasta ári þ.e. Arnar-
núpi hf., og Þorfinni hf.
„Það eru engin frekari sam-
einingarmál á döfinni hjá Is-
húsfélaginu. Það er búið að
sameina Arnarnúp og Þorfinn
Ishúsfélaginu og þar er um veru-
leggja framtíðina því við höfum
sótt um að fá að njóta „Vest-
fjarðaaðstoðarinnar” í krafti
þeirrar sameiningar sem þegar
er orðin. Það er nauðsynlegt
fyrir okkur að eiga kost á slíku
víkjandi Iáni sem og skuld-
breytingu í bönkum til þess að
getað staðið fastar í fæturna.
Það er geysilegt verk fram-
undan og ég er hæfilega bjart-
sýnn á framtíðina.”
Norðurtanginn
ieigirskip
-Nú líður senn að því að Guð-
björgin hætti veiðum fyrir Is-
húsfélagið. Verður Framnesið
þá sent á bolfiskveiðar?
„Nei, þessi tvö skip okkar
eru ekki með meiri kvóta en
það að eitt skip dugar alveg til
að ná þeim kvóta. Það verður
trúlega Stefnir og við höfum
verið með það inn í myndinni
að semja við einhverja aðila
um afnot af Framnesinu eða
afla þess gegn því að fá það
sem við þurfum. Ef það ekki
gengur er aldrei að vita hvað
menn gera, það er eitthvað af
rækjuverksmiðjum til sölu. Við
erum nreð það stórt hús að ein
rækjuverksmiðja rúmast vel þar
innan veggja. Það er nú kannski
ekki alveg á dagskrá í dag en ef
ekki tekst að nýta Framnesið
sem skyldi er aldrei að vita hvað
gerist. Ég held þó að okkur
takist að semja við önnur fyrir-
tæki um Framnesið,” sagði
Magnús Reynir.
Eins og greint var frá í síðasta
blaði varð nokkurs konar „hall-
arbylting“ á aðalfundi Hrað-
frystihússins Norðurtanga hf„
sem haldinn var fyrir stuttu. Þar
var framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og einn eigenda, Jón
Páll Halidórsson, felldur úr
stjórn og búast viðmælendur
Mikii uppstokkun fyrirsjáanleg á meða/ sjávarútvegsfyrirtækja á
Vestfjörðum vegna Vestfjarðaaðstoðarinnar
Þuríður og Baldd í vlð-
ræðum um samehiingu
MIKIL uppstokkun mun vera fyrirsjáanleg á meðal vestfirskra
sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar „Vestfjarðaaðstoðarinnar”
svokölluðu en frestur til að sækja um víkjandi lán frá ríkissjóði
rann út á föstudag. Forsvarsmenn hinna ýmsu sjávarútvegsfyrir-
tækja hafa verið í viðræðum um aukna samvinnu eða jafnvel
sameiningu sem er forsenda þess að lán fáist. Mikil leynd hefur
hvílt yfir þessum viðræðum og hafa sögusagnir um sameiningar
hinna ýmsu fyrirtækja nánast komið á færibandi dag hvern að
undanförnu.
Osirör hainaði
sameiningu við
Þuríði
Fiskvinnslufyrirtækið Þur-
íður hf„ í Bolungarvík sendi
útgerðarfélaginu Ósvör hf„ bréf
á mánudag í síðustu viku þar
sem óskað var eftir viðræðum
um hugsanlega samvinnu eða
sameiningu fyrirtækjanna. Svar
frá Ósvör hf„ barst ekki fyrr en
klukkustund eftir að frestur til
að sækja unt .Vestfjarðaaðstoð"
rann út á föstudag og var það
neikvætt, ekkert samstarf við
Þuríði hf„ skyldi skoðað. I svar-
bréfi frá stjórn Ósvararhf., segir
m.a. að ekki liggi fyrir sýni-
legar eða tölulegar niðurstöður
um hagkvæmi þess að gengið
verði til sameiningar fyrir-
tækjanna og því sé beiðninni
hafnað. Stjórn Ósvararhf., lýsti
sig hins vegar reiðubúna til við-
ræðna við Þuríði um viðskipti á
milli fyrirtækjanna sem treyst
gæti rekstrargrundvöll Ósvarar
hf.
Valdimar L. Gíslason, einn
eigenda Þuríðar hf„ sagði í sain-
tali við Morgunblaðið á laugar-
dag að afstaða þeirra Ósvarar-
manna væri furðuleg og ekki
síður afstaða bæjarins, en Bol-
ungarvíkurkaupstaður á 64% í
Ósvör hf. Taldi Valdimar að
lögð væri áhersla á að flytja
afla þann sem kæmi til Bol-
ungarvíkur til annarra byggðar-
laga til vinnslu. Ólafur Krist-
jánsson, bæjarstjóri í Bolung-
arvík hafði eftirfarandi að segja
um ákvörðun Ósvararmanna í
Morgunblaðinu á sunnudag:
„Fyrirtæki í Bolungarvík verða
að átta sig á því að landið er
orðið eitt markaðssvæði. Það
Hnífsdal. Sigurður Hafberg
sagði í samtali við blaðið á
mánudag að þessi tvö fyrirtæki
hefðu sent inn sameiginlega
umsókn um Vestfjarðaaðstoð
og að sameining þeirra væri allt
eins á döfinni.
„Við sóttum um Vestfjarða-
aðstoð með Bakka hf„ í Hnífs-
dal og við erum að skoða
hugsanlega sameiningu þessara
fyrirtækja. Það er of snemmt að
segja til um hvenær af sam-
einingunni getur orðið en við
munum vinna í málinu á næstu
vikunr. Viðgerðum okkur vonir
um að Ósvararmenn myndu
sinna bréfi okkar en þeir skiluðu
okkur ekki svari fyrr en kl.
17.30 á föstudag, klukkustund
eftir að frestur til að skila inn
umsóknum rann út. Þeir höfðu
engan áhuga á að setjast niður
lega sameiningu að ræða. Þar
erum við að ræða um sam-
einingu fyrirtækja frá Þingeyri
og Flateyri við fyrirtæki á Isa-
firðiogannað erekkiádöfinni.”
Aðspurður um þær sögu-
sagnir sem gengið hafa um
hugsanlega sameiningu Frosta
hf„ og Ishúsfélagsins sagði
Magnús: „Það er bara bull.
Menn eru alltaf að ræða um
samvinnu en sameining er ekki
á döfinni. Þeir Frostamenn eru
nær eingöngu komnir í rækjuna
og við erum með skip sem er á
rækjuveiðum og okkur vantar
bolfisk þannig að ef þeir hefðu
verið tilbúnir til að láta okkur
hafa bolfisk í staðinn fyrir
rækju, þá hefði það verið mjög
álitlegur kosturtil að ræða. Það
sem liggur fyrir hjá okkur í
stjórn Ishúsfélagsins er að kort-
blaðsins við miklum breyt-
ingunr íkjölfar þess. Fyrirtækið
hefur verið í góðri samvinnu
viðFrostahf., ISúðavfkog Fisk-
iðjuna Freyju hf„ á Suðureyri
en engin sameining mun vera á
döfinni milli þessara fyrirtækja.
Blaðið hefur ekki haft fregnir
af því hvort Norðurtanginn hf„
hafi sótt um „Vestfjarðaaðstoð”
en Fiskiðjan Freyja mun hafa
sent inn umsókn í krafti þeirrar
samvinnu sem er á milli fyrir-
tækjanna.
Þá hefur verið orðrómur um
að viðræður hafi átt sér stað á
milli Norðurtangans og Bása-
fells hf„ á Isafirði um sam-
einingu fyrirtækjanna en Ei-
ríkur Böðvarsson hjá Básafelli
bar þann orðróm til baka í sam-
tali við blaðið. „Það er ekkert
Framhald ó nœstu síðu.
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBEFt 1994
7