Bæjarins besta - 14.09.1994, Síða 8
Stakkur skrifar:
Tryggt eftir
á... enþofyrir
kosningar
ÞÆR FRÉTTIR að við-
skipta- og tryggingaráð-
herra Sighvatur Björgvins-
son ætlar að sjá til þess að
Viðlagatrygging Islands
muni bæta tjónið á skíða-
svæði Isfirðinga eru mikill
léttir fyrir bæjarstjórn og
reyndar bæjarbúa alla. Nóg
er víst að fást við sorp-
brennsluna, sem er dýr og
verður sennilega öllum
dýrari er yfir lýkur. Og nú
spyr almúginn, af hverju
megum viðekki líkatryggja
eftir á? Það er miklu
ódýrara.
Hið hörmulega snjóflóð í
apríl er Ieið er sárara en
tárum taki og margir horfðu
þar á eftir eignum sínum.
Ekkert bætir þó glatað
mannslíf og koma Tungu-
dalsmenn að þessum málum
öllum í myndarlegu blaði
sínu, sem dreift hefur verið
hér á Isafirði. „Ibúarnir”
hafa beðið ákvörðunar um
byggingarleyfi að nýju.
Skipulagsstjóri ríkisins hef-
ur fært rök að þeirri ákvörð-
un sinni að krefjast stöðv-
unar byggingarfram-
kvæmda í Tungudal. Um-
hverfisráðherra hefur haft
málið til umhugsunar um
skeið.
Eitt af fjölmörgum atrið-
um sem kom upp í kjölfar
ákvörðunar skipulagsstjóra
var einmitt það að Viðlaga-
trygging Islands lýsti því,
að væntanlegir bústaðir
yrðu ekki tryggðir fyrr en
lokið væri nokkrum forms-
atriðum og gerð hefði verið
grein fyrir snjóflóðavömum
vegna sumarhúsabyggð-
arinnar. Ja hérna!
Nú stendur ekki á því, að
bjarga málum og bæta tjón
á ótryggðum munum. Hví-
líkt fordæmi. Skyldu trygg-
ingarfélögin ekki fagna því
og taka undir nýstárleg
sjónarmið ráðherra trygg-
ingarmála? Vissulega ber að
fagna því, að skíðasvæði
verði byggt upp á nýjan leik.
En tilfinningar hugsandi
manna hljóta að vera blend-
nar. Akvörðun ríkisstjórn-
arinnar að hlaupa undir
bagga með Isfirðingum,
sem ekki áttu því láni að
fagna, að bæjarstjórn Isa-
tjarðar hefði séð ástæðu til
þess að vátryggja búnað og
lyftur á Seljalandsdal með
fullnægjandi hætti, var fagn-
aðarefni. Ef til vill verður
það skilyrði, að framvegis
tryggi þeir eigur bæjarins
og sýni þar með lágmarks
forsjálni og að þeir beri
einhverjarskyldurgagnvart
kjósendum sínum, sem
reyndar láta allt yfir sig
ganga.
Kannski hefur það reynst
ómögulegt að finna ein-
hverja skynsamlega leið til
þess að veita áður lofaða
aðstoð. En aðferðin vekur
upp margar spurningar. Ein
þeirra er sú, hvort ekki skipti
neinu máli hvernig staðið
er að málum þegar ríkis-
valdið á í hlut? En boðuð
lagabreyting ráðherra tekur
vonandi á því, að þetta skuli
vera alger undantekning og
þá jafnframt að skýr skylda
verði sett í lög þess efnis að
sveitarstjórnir gegni skyld-
um sínum og sinni því að
gæta að eignum umbjóð-
enda sinna.
Er það ekki makalaust að
sveitarstjórnarmenn virðast
undir þau örlög seldir að
tala í einu orðinu um aukið
sjálfstæði sveitarfélaganna,
en í hinu að flest vondu
verkin séu unnin vegna laga
frá ríkisvaldinu? Hvernig
geta menn búist við því, að
eitth vað gerist í heimahéraði
þegar frumkvæði sveitar-
stjórnarmanna virðist helst
vera það eitt að ganga á fund
fulltrúa ríkisvaldsins og
biðja um peninga?
Er það ekki eftirtektarvert
að kennarar eru þeir sem
helst óttast flutning grunn-
skóla af höndum ríkisins til
sveitarfélaganna?
Einhver kynni að segja
að loforð tryggingaráðherra
um lausn á peningavanda-
málum vegna skíðasvæðis
Isfirðinga lyktaði af kom-
andi kosningum. Svo þarf
ekki að vera, þótt vart
skemmi það möguleika
hans á endurkjöri, bæði í
hugsanlegu, en fremur ólík-
legu prófkjöri krata, og ekki
síður til alþingis. Ráð-
herrann er góður Isfirðingur,
átti sín æskuspor þar og á
þar enn dygga stuðnings-
ntenn. En óneitanlega hefur
hann sett samráðherra sinn
ÖssurSkarphéðinsson, yfir-
mann skipulagsmála, í erf-
iða stöðu við ákvörðun um
framhald sumarbústaða-
bygginga í Tungudal.
Auðvitað hlýtur ríkis-
stjórnin að fylgja þessari
ákvörðun sem ein heild.
H venær sem ákvörðun hans
kemur þá þýðir hún senni-
lega einhverskonar laga-
breytingu varskipulagsmál,
ella sýnist skipulagsstjóri
tæpast starfi sínu vaxinn.
Gildir það líka hjá Viðlaga-
tryggingu Islands?
-Stakkur.
Þuríður og
Bakkií
viðræðum...
- framhald af bls. 7
til í þessum orðróm eins og
málin standa í dag. Það getur
vel verið að það verði eitthvað
en við höfum ekki verið beðnir
um það. Maður er bara að heyra
þetta á götunni. Þetta er bara
ein af kjaftasögunum. Það er
ekki til fótur fyrir þessu eins
málin standa í dag,” sagði
Eiríkur.
Hraðfrystihúsið Norðurtangi
hefur hins vegar gert samning
við Básafell þess efnis að tog-
arinn Guðbjartur leggi upp
rækju hjá fyrirtækinu nú á
haustmánuðum. Þá hefur fyrir-
tækið leigt Orrann til fisk-
vinnslufyrirtækisins Rits hf., á
Isafirði. Norðurtanginn hefur
því aðeins eitt skip í dag en það
er Hálfdán í Búð. Heyrst hefur
að afkoma Norðurtangans muni
í vetur byggjast á afla línubáta
og hefur verið talað um að
Auðunn IS og Sæfell IS muni
leggja upp hjá fyrirtækinu.
Bessinn á
rækiuveiðar
Ingimar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Frosta hf., í Súða-
vík sagði í samtali við blaðið að
fyrirtæki hans hefði sótt um
„Vestfjarðaaðstoð” og hefði sú
umsókn verið lögð inn í krafti
þeirrar samvinnu sem komið
hefði verið á, á milli Frosta hf.,
og FiskiðjunnarFreyju hf. „Við
ætlum að láta reyna á þessa
túlkun gagnvart Freyju og það
er engin sameining á döfinni
hjá Frosta hf„ og einhverju
öðru fyrirtæki.”
-Er það rétt að þið séuð að
selja Bessann til Hraðfrysti-
hússins hf„ í Hnífsdal og takið
Pál Pálsson upp í kaupin?
„Það hefur aldrei komið til
tals.”
-En er það rétt að viðskipta-
banki fyrirtækisins hafi sett þau
skilyrði að þið losuðu um eignir
til að rétta úr stöðunni?
„Bankinn hefur ekki sett
okkurnein skilyrði.hvorkiþetta
né annað.”
-Hvernig verður rekstrinum
háttað í vetur. V erður fyrirtækið
eingöngu í rækjuvinnslu eða
mun bolfiskur verða hluti af
framleiðslunni?
„Við erum að skoða það að
vera einungis í rækjunni. Bess-
inn fór í Smuguna á föstudaginn
og það er verið að skoða þann
möguleika að senda skipið á
rækju í framhaldi af því. Og þá
sem ísfiskskip, það verður ekki
farið út í neinar breytingar á
skipinu. Það er ýmislegt að hægt
að gera við bolfiskkvóta skips-
ins en hann verður fyrst og
fremst notaður sem skiptimynt
yfir í rækju.”
-Það samstarf sem verið hefur
á milli fyrirtækisins og Norður-
tangans hf„ er það úr sögunni?
„Það var um það samið að
það yrði aðeins út kvótaárið og
nú er nýtt kvótaár hafið,” sagði
Ingimar.
Hann sagði ennfremur að
möguleiki væri á að fleiri skip
myndu koma í viðskipti við
Frosta en fyrir á fyrirtækið þrjú
skip sem munu að öllum líkind-
um verðaárækjuveiðum ívetur
þ.e. Bessinn, Haffari og Kofri.
Ingimar sagði einnig að þessa
dagana færi fram vinna við
milliuppgjör hjá fyrirtækinu og
að reksturinn væri mun léttari
nú en oft hefði verið áður. Aðal-
fundur fyrirtækisins fyrir síð-
asta ár hefur ekki verið haldinn
og ekki hefur verið ákveðið
hvenær boðað verður til hans.
Ingimar vildi ekki tjá sig um
niðurstöðu síðasta árs fyrr en
að til aðalfundar kæmi.
Fáfnir hf„ á Þingeyri hefur
sótt um „Vestfjarðaaðstoð”
þrátt fyrir að engar forsendur til
sameiningar liggi á borðinu en
Þingeyringar hafa hafnað sam-
einingu en eru þrátt fyrir það í
sameiningarviðræðum við ná-
grannasveitarfélög. Ljóst virðist
því vera að ýmissa breytinga
megi vænta í vestfirskum sjáv-
arútvegi á næstu misserum.
Þuríður hf., í Bolungarvík hefur sent inn sameiginlega umsókn um
,,Vestfjarðaaðstoð” með Bakka hf., í Hnífsdai. Viðraeður um sameiningu
fyrirtækjanna standa yfir.
8
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994