Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 2

Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 2
Pétur Bjarnason, fræðslustjóri og vara- þingmaður Framsóknar- f lokksins á Vestfjörðum: „Það er ekki mitt að ákveða það. Það er flokk- urinn sem ákveður hvort leyfður er BB-listi og síðan erþað spurning hvortfram- sóknarmenn fara fram á það. í sjálfu sér get ég ekki farið fram á það sem fallisti í prófkjöri sem er eftir öllum reglum og ég mun ekki gera það. Ég fór í þetta prófkjör til að vinna að þessum málum. Ég er ekki sáttur að vinna undir þessum for- merkjum. Þarna kemur óþekktur maður í forystu- sæti sem að mínu viti þekkir ekki til á Vestfjöröum og ég hef áhuga á að starfa áfram að málefnum Framsóknar- flokksins ef vilji er fyrir því.” Pétur Bjarnason, vara- þingmaður Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum, sem ienti í öðru sæti í próf- kjöri flokksins fyrir stuttu hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við kosningarnar í vor. Hefur verið talað um að Pétur muni bjóða fram sér lista undir bókstafnum BB. Hvað ætlar þú að gera á helginni? Sr. Gunnar BJörnsson, sóknarprestur f Holti: ,,Á aðfangadag ætla ég að messa á Suðureyri um aftansbil og kl. 22.30 um kvöldið verður aftansöngur á Flateyri. Á jóladag verður messa í Holtskirkju kl. 14.00 og á 2 (jólum verður barna- messa á Flateyri kl. 11.15. Þess í milli borðar maður og ktkir í bækurnar sem maður fær i jólagjöf og spilar á hljóðfæri og nýtur þess að vera til. Þetta verða anna- söm jól, en þó veröur það að segjast að þau eru ró- legri en þegar ég var í Reykjavík, þar var mikið um aukaverk, s.s. skírnir og giftingar. Rafmagnstrufianir í óveðrinu Rafmagn komið á um alla Vestfirði „EF VIÐ byrjum á stöðunni í dag, þá er Súðavík eini stað- urinn sem er keyrður með dísel- vél og það ástand verður að öllum líkindum viðvarandi næstu tvo sólarhringa. Astæðan er að snjóflóð braut nokkrar stæður í Rauðkollshvilft fyrir ofan Engidal og stendur við- gerð þar yfir," sagði Jakob Ólafsson, hjá Orkubúi Vest- fjarða í samtali við blaðið í gær- dag. „Það er hvergi rafmagnslaust en það er ýmislegt annað að sem þarf að laga. I Stranda- sýslu voru bilanir á sveitalínum í Ámeshreppi og Kaldrananes- hreppi en rafmagn kom aftur á þetta svæði um miðnætti í nótt. Hvað varðar vesturlínuna, þá var hún úti frá miðri nótt að- faramótt sunnudags og fram til klukkan átta á sunnudagskvöld. Á meðan að það ástand varði voru allar tiltækar díselstöðvar keyrðar. í dag eru Landsvirkjunar- menn á leiðinni til að skoða línurnar og möguleiki er á að eitthvað þurfi að gera en við vonum að enginn verði var við þá viðgerð. Það gleðilega við þetta allt saman er að það blikkuðu ekki einu sinni Ijósin í Djúpinu, sem er mjög óvenju- legt þegar eitthvað að veðri,” sagði Jakob. Vegagerð rfkisins Flestir ffall- vegir færir „FÆRÐIN í dag eftir strang- an dag í gær er þannig að það hafðist að opna inn Djúpið og því er orðið fært til Reykja- víkur. Það er verið að moka Breiðadalsheiðinu og við von- umst til að hún verði orðin fær um miðjan dag. Láglendið er greiðfært sem og á milli Flat- eyrar og Þingeyrar en það verður ekkert mokað yfir Hrafnseyrarheiði meir á þessu ári,” sagði Kristinn Jón Jóns- son, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Isafirði í samtali við blaðið í gærdag. ,,Það er áætlað að moka Ieiðina um Djúp sem og yfir Breiðadalsheiði á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Ekkert verður rnokað á aðfangadag, nemaef væri eitthvað innabæjar og í Bolungarvík og Súðavík. Það er frídagur á jóladag en síðan hefst mokstur aftur á 2. í jólum. Síðan munum við moka 28., 29. og 30. desember og 2. janúar. Eftir það hefst reglu- legurmoksturáný. Þaðermikill snjór á Breiðadalsheiðinni en það virðist ekki vera mikill snjór í fjöllum við Djúp. Aðal snjór- inn er á vegunum sjálfum. Það léttir mikið á okkur að þurfa ekki að moka Botnsheiðina,” sagði Kristinn Jón. Isafj arðarkaupstaður Sundhöllin Erá 19. desember 1994 til 5. janúar 1995 verður opnunartími Sundhallarinnar sem hér segir: Virka daga frá kl. 07:00 til 11:00 ogkl. 13:00 til 21:30 (ein braut milli kl. 18:00 og 20:00) Laugardaga kl. 10:00 til 16:00. Sunnudaga kl. 10:00 til 14:00.Aðfangadagoggamlársdag er opið frá kl. 10:00 til 12:00. Dagana 25. og 26. desember og 1. janúar verður lokað. Sundhöll ísafjarðar. *vhff, Heppinn iesandi Síóari ,,Jóia iukkumiðinn" íjóiaieik BB og Vöru- vais kom í hendur ungrar konu á ísafirói, Gunn- fríðar Magnúsdóttur. Hún fékk afhentan vinning sinn, vöruúttekt fyrir 5.000 krónur í Vöruvaii, af- hentan á föstudag og var meðfyigjandi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni er Gunnfríður ásamt Hauki Benediktssyni, versiunarstjóra í Vöru- vai, Skeiði við matarkörfuna góðu. BB þakkar Vöruvaii fyrir samstarfið og minnir áskrifendur biaðsins á að á föstudag verður dregið í áskriftar- ieik BB, þar sem aðaivinningurinn er heigarferð fyrir tvo tii London. Athugið að aðeins skuidiausir eru gjaidgengir sem vinningshafar. Framhaldsskolinn Tæplega helming- ur nemenda á fyrsta ari í DAG lauk endurtektar- prófum hjá Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði. Fjölmargir nemendur þurftu á slíku prófi að halda, sérstaklega í stærfræði og efnafræði en tæplega helm- ingur 1. bekkjarnemendamunu hafa fallið í þessum greinum. „Eg get ekki gefið út neinar tölur í þessu sambandi fyrr en endurtektarprófum er lokið. Það þurftu þónokkrir nemendur á þessum prófum að halda, sér- staklega í stærfræði og efna- fræði. Það féllu einhverjir tugir nemenda en slíkt er ekkert nýtt. féll Það er æviniega mikið fall á fyrsta ári í upphafsáföngum fyrstu annar. Það var reyndar með meira móti núna í þessum tveimur fögum, eða tæplega helmingur af þeim 64 sem þreyttu prófin, en við því var búist. Árgangurinn sem við fengum úr grunnskólanum á Isafirði var ekki sterkur og það vissu það allir en árangurinn í tungu- málum virðist ekki vera verri en undanfarin,” sagði Björn Teits- son, skólameistari Framhalds- skólans í samtali við blaðið. íþróttamaður ísa- fjarðar 1994 Valinn í hófi milli jóla og nýárs BÆJARSTJÓRN ísafjarðar og íþrótta- og æskulýðsráð Isa- fjarðar hafa ákveðið að val á íþróttamanni Isafjarðar fyrir árið 1994, fari fram í hófi á Hótel Isafirði, sem haldið verður fimmtudaginn 29. des- ember nk. í valnefnd sitja þrír fulltrúar, einn frá bæjarstjórn, einn frá íþróttabandalagi ísfirðinga og einn frá íþrótta- og æskulýðs- ráði ísatjarðar. Daníel Jakobs- son, skíðagöngumaður varð fyrir valinu á síðasta ári. Danfel skíða- maður ársins íþróttasamband íslands og Fróói hf., sem m.a. gefur út íþróttablaðið, verð- launuðu á fimmtudag i síðustu viku, íþrótta- menn ársins hjá sérsamböndum innan ÍSÍ. Þetta var i 22. skiptið sem staðið er að útnefningunni hjá hverju sérsambandi meó þessum hætti og fengu ailir verðlauna- hafar bikar til eignar. Einn ísfirðingur var á meóal þeirra sem viðurkenningu hlutu, Daníel Jakobsson, skíðagöngumaður, sem útnefndur var skíðamaóur ársins. Tveir tapieikir hjá BÍ 2. deildar lið BÍ í handknattleik lék tvo leiki um helgina og tapaói þeim báðum. Fyrri leikurinn var gegn Fjölni frá Grafarvogi og tapaðist sá leikur með 1 6 mörkum gegn 24 mörkum heimamanna. í síóari leiknum léku BÍ-menn á móti Fram, efsta liði deildarinnar og sigraði Fram með 35 mörkum gegn 9 mörkum BÍ-manna. BÍ er enn í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir 11 leiki. Liðið hefur fengió á sig 349 mörk en gert 212. Jóiamót í badminton Tennis- og bad- mintonfélag ísafjarðar hefur ákveóió að halda badmintonmót þann 27. desember nk. kl. 18 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þátttökurétt hafa allir áhugamenn um badminton, óháð styrkleikaflokki. Hjá körlum veróur skipt niður í A og B flokka, þ.e. lengra komnir sþila í A-flokki og þeir sem styttra eru komnir í íþróttinni spila í B- flokki. Þá veróur keppt í kvennaflokki. í A- flokki karla verður keppt í tvíliðaleik en í B-flokki og kvenna- flokki veróur keppt í einlióa- og tvíliðaleik. Þátttökugjald á hverja keppnisgrein er kr. 500., og vilja aðstand- endur mótsins hvetja þátttakendur ti aó skrá sig í mótió fyrir 23. desember nk. 2 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.