Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 21.12.1994, Blaðsíða 9
Heilh veitideig: 50 g ferskt pressuger I msk. dökkur púðursykur 2 dl. volgt vatn 1 msk. anísfræ I msk. mjúkt smjör 1/2 tsk. salt 2 dl. heilhveiti 2 dl. hveiti Notið alveg sömu aðferð og við hveitideigið. Anísfræin eru sett í á eftir vatninu. Breiðið plastfilmu eða eldhúsþurrku yfir skálina og látið deigið lyfta sér um helming. Matark/úbburinn sem veitir okkur uppskriftirnar að þessu sinni. Frá vinstri: Sævar Oskarsson, Gísli Jón Hjaitason, Anna Kristín Ásgeirsdóttir, Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Sigvaidadóttir, Margrét Ósk Jónsdóttir, Kristján Jóakimsson og ÓiafurHeigi Kjartansson. 1 egg 1 tsk. salt 1/2 tsk. maísmjöl Rúgdeig: 50 g ferskt pressuger 2 dl. volgt vatn 2 msk. dökkur púðursykur 1 msk. kúmenfræ 1 msk. mjúkt smjör 1 tsk. salt 2 dl. rúgmjöl 2-3 dl. óbleikt hveiti Notið sömu aðferð og við heilhveiti- og hveitideigið. Þegar deigið hefur lyft sér er það tekið og slegið niður og hnoðað á borðplötu. Hnoðið fyrst hvíta deigið vel og stráið örlitlu hveiti á borðplötuna. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið lengjur úr hverjum hluta. Farið eins að með heilhveiti- deigið og rúgdeigið. Búið til fléttu úr einum hluta af hverju deigi. Gerið þrjár fléttur. Breið- ið bökunarpappír á ofnplötu, leggið 23 sm. form á miðja plötuna og leggið tvær fléttur hlið við hlið í kringum formið, leggið þriðju fléttuna ofan á. Festið flétturnar vel saman á endunum. Penslið fléttuna með vatni og stráið e.t.v. sesam- fræjum yfir. Látið brauðfléttuna lyfta sér í 30-40 mínútur. Hitið ofninn í 180 gráður og bakið brauðið í 20-30 mínútur. Fyliing: 1 stór Brieostur (fæst í Reykjavík) 3 msk. ósaltað smjör 1 dl. saxaðar möndlur 1 dl. möndluflögur, vínber og döðlur Fjarlægið kökuformið þegar mesti hitinn er rokinn úr brauð- inu. Lækkið hitann á ofninum niður í 140 gráður. Setjið ostinn í miðjuna þar sem formið var. Bræðið smjörið og penslið ostinn með því, stráið möndl- unum yfir og bakið í u.þ.b. 3-5 mínútur, eða þar til möndlurnar hafa brúnast. Færið brauð- kransinn og ostinn yfir á bakka og berið fram með ávöxtum, t.d. vínberjunt og döðlum. Hægt er að nota 1/3 af uppskriftinni og búa til litla fléttu utan um venjulegan Brieost. Þá þarf að nota tóma niðursuðudós í miðj- una. Innbökuð fuglakœfa Deig: 5 dl. hveiti 100 g smjör 2 msk. vatn 2egg Setjið hveitið í skál og myl jið smjörið saman við. Bætið vatninu í. Þeytið eggin létt með gaffli og hnoðið þau saman við deigið. Geymið deigið í kæli. Fuglakœfa: 2 dl. vatn 1 dl. hveiti 300 g kjúklingakjöt 100 g rjúpukjöt (eða 400 g kjúklingakjöt) 300 g svínahakk 4 eggjarauður 100 g mjúkt smjörlíki 2 1/2 dl. rjómi 200 g sveppir úr dós ásamt soði 2 tsk. salt 1 tsk. steyttur rósapipar 1/2 tsk. timian 1/2 tsk. salvía 4 eggjahvítur egg til að pensla með Setjið vatnið í pott og bætið hveitinu við, þeytið með hand- þeytara svo hveitið leysist upp í vatninu og sé án kekkja. Setjið pottinn yfir hita og sjóðið við meðalhita í 3-5 mínútur eða þar til sósan verður að þykkum jafningi. Kælið jafninginn. Hakkið fuglakjötið í hakkavél eða blandara og setjið það í skál. Bætið svínahakkinu og hveitijafningnum við fugla- hakkið og hrærið vel. Bætið eggjarauðum og smjörlíki í deigið og hrærið áfram í hræri- vél á meðalhraða. Bætið rjóma- num og sveppasoðinu í á rneðan hrært er. Saxið sveppina og bætið þeim í. Bragðbætið með kryddinu. Stífþeytið eggjahvít- urnar og bætið þeim að lokum varlegasaman við. Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið 1 1 /2 Iftra form nteð smjöri. Takið deigið úr kæli og fletjið það út. Klæðið botn og kanta formsins með deiginu, hellið fuglakæfunni og setjið það sem eftir er af deiginu ofanáformiðsem lok eða skerið það íræmurog leggið ofan átil skrauts. Setjið formið neðarlega í ofninn og bakið í 45-60 mínútur. Hvolfið kæfunni á rist. Ef kæfudeigið er ekki brúnað, setjið þá kæfuna aftur inn í ofninn og bakið áfram án formsins í 10-12 mínútur. Berið fram heitt eða kalt með sýrðu grænmeti og appelsínusósu. Appelsínusósa: safi úr þremur appelsínum hýði af einni appelsínu 2 tsk. sítrónusafi hýði af hálfri sítrónu 1 msk. rifsberjahlaup 2 msk. hunang hnífsoddur cayennepipar 1/2 tsk. salt 1/2 fínt söxuð rauð paprika 1/2 fínt söxuð gúrka Blandið öllu saman í skál og hrærið. Berið sósuna fram kalda nteð fuglakæfunni. Kryddleginn nautavöðvi f. 6-8 2 kg. nautavöðvi, t.d. innan- lærisvöðvi. Kryddlögur: 3 1 vatn 1 1/2 dl. salt 4 sneiddir laukar 1 búnt steinselja 4 hvítlauksrif 1 dl. blandaðar kryddjurtir, rósmarín, timian, esdragon og salvía 3 tsk. hvít piparkorn Hitið ofninn í 125 gráður. Leggið kjötið í ofnskúffuna neðarlega í ofninum. Bakið kjötið í ofninum í 1 I/2klukku- stund. Sjóðið kryddlöginn á meðan kjötið er í ofninum. Setjið vatnið í pott ásamt saltinu. Afhýðið laukinn og skerið hann í þykkar sneiðar. Saxið steinseljuna frekar gróf- lega og bætið henni ásamt lauknum í saltvatnið. Afhýðið hvítlauksrifin og bætið þeim heilum í. Bætiðkryddinu í soðið og sjóðið í 10 mínútur. Kælið soðið alveg áður en kjötið er sett út í það. Takið kjötið úr ofninum og kælið það. Setjið kjötið út í kryddlöginn og látið það standa í kæli í 5-6 klukku- stundir. Takið kjötið úr krydd- leginum og pakkið því inn í álfilmu. Geymið kjötið í kæli fram að framreiðslu. Skerið það síðan í þunnar sneiðar og berið fram kalt með grænmetis- bakstri. Kryddlegnir sveppir Þessir sveppir passa mjög vel með fuglakæfunni og nauta- kjötinu. 1 -1,3 kg ferskir litlir sveppir. Kryddlögur: 2 1/2 dl. þurrt hvítvín 2 1/2 dl. ólífuolía 1 dl. sítrónusafi 1 búnt steinselja 2 stór hvítlauksrif 1 tsk. timian 10 piparkorn 1 tsk. salt Hreinsið og skolið sveppina. Setjið hvítvínið, olíuna og sítrónusafann í pott. Saxið steinseljuna og hvítlaukinn (ekki pressa hvítlaukinn) og bætið í pottinn, kryddið með timian, piparkornum og salti og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Hellið kryddleginum í sigti og pressið kryddið og hvítlaukinn í gegn með skeið. Setjið svepp- ina í pottinn, hellið sigtuðum kryddleginum yfir og sjóðið í 10-15 mínútur. Hellið svepp- unum og kryddleginum í skál með loki og látið standa í kæli í minnst sólarhring. Ef ekki á að nota alla sveppina í einu, takið þá upp með gataspaða, setjið í skál og hellið örlitlu af krydd- leginum yfir. Stráið saxaðri steinselju yfir sveppina þegar þeir eru bornir fram. Blandaður grœn- metisbakstur f. 6 6 stórar kartöflur 2 stórar gulrætur 1 meðalstór rófa 1 laukur 50 g smjör 2 1/2 dl. rjórni 1 tsk. jurtasalt 1/2 tsk. sítrónupipar Afhýðið allt grænmetið og rífið það á grófu rifjárni. Hellið blöndunni í skál og blandið kryddinu og rjómanum saman við, hrærið vel saman. Hellið öllu í smurt eldfast mót og dreifið smjörinu yfir í smá klípum. Bakið við 200 gráður í 20mínútur í miðjum ofni. Berið fram heitt með kjöti. Plómukaka Botn: 3 dl. hveiti 1 dl. flórsykur 125 g smjör 1 eggjarauða Blandið saman hveiti og flórsykri. Saxið smjörið saman við og bætið eggjarauðunni í. Látið deigið standa í kæli í klukkusund. Takið deigið úr kæli og þrýstið því í bökuform. Pikkið botninn vel og forbakið hann við 200 gráður í 10 mínútur. Fylling: 4 egg 4 dl. sýrður rjómi 2 dl. rjómi safi úr hálfri sítrónu rífið hýði af hálfri sítrónu 2 msk. strásykur 1 msk. vanillusykur 12-15 ferskar plómur Þeytið eggin og bætið sýrða rjómanum í smátt og smátt. Bætið rjómanum í ásamt sít- rónusafanum og hýðinu, sykri og vanillusykri. Látið kremið standa í kæli í 10-15 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 170 gráður og liellið kremfylling- unni í bökubotninn. Bakið kökuna í 20 mínútur. Skerið plómurnar í fjóra hluta og fjarlægið steinana. Takið kök- una úr ofninum og stingið plómubitunum íkremið.Geym- ið kökuna í kæli. Hitið ofninn í 200 gráður rétt áður en kakan erborin franr og bakið hana í 5- 7 mínútur. Stráið flórsykri yfir og berið kökuna fram heita eða volga. Ef von er á mjög mörgum gestum hentar vel að hafa rúgbrauð og síldar með. Gamlárskvöld: AUSTRÆNIR RÉTTIR Siípa með kjötbollum f. 6 60 g vermicelli 400 g svínahakk 1 blaðlaukur, fínt hakkaður 1 msk. Sherry 1 msk. soyasósa 2-4 bollar olía til djúpsteikningar 6 bollar kjúklingasoð (teningar) 1 msk sesamolía 1 blaðlaukur, skorinn í 2 sm bita Sjóðið vermicelli og skerið í u.þ.b. 5 sm. bita. Blandið sarnan hakki, blaðlauk, salti og rnaís- mjöli, Sherry og soyasósu. Mótið litlar bollur og steikið í 5 mínútur. Ekki skellaþeim öllum í einum á olíuna. Komið kjúkl- ingasoðinu að suðu, látið boll- urnar út í ásamt vermicelli, sesamolíu og blaðlauk. Sjóðið í einamínútu. Má útbúafyrirfram og frysta. Fiskur með sítrónusósu f. 4-6 500 g ýsa 1 tsk. salt 1/2 tsk. pipar 4 msk. hveiti 4 sítrónur 1 bolli vatn 1/2 bolli sykur 1 bolli hveiti kalt vatn örlítið salt og pipar 4 bollar olía til steiningar 3 msk. maísmjöl í 6 msk. af vatni 1 eggjarauða Skerið fiskinn í bita, saltið, piprið og sáldrið hveiti yfir. Setjið til hliðar. Afhýðið tvær sítrónur og fínsaxið hýðið. Kreistið safann úr sítrónunum. Sneiðið hinar tvær niður til skrauts. Blandið vatni (einn bolli) og sykri saman við sítrónusafann ásamt hýðinu (má sleppa). Sett til hliðar. Deig: Blandið köldu vatni saman við hveitið (einn bolli). A að vera frekar þunnt. Setjið salt og pipar. Stingið fiskbitunum í deigið og djúpsteikið gullin- brúna. Haldið heitum. Hitið sítrónublönduna. Þykkið með MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.