Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 19
Hún hefur alltaf búið á ísafirði. Hún er sjótnannskona nreð fortíð. Þegar hún var skírð var henni
gefið nafnið Sigríður María, en maður heyrir hana aldrei kailaða annað en Siggu Maju. Bæjarbúar
þekkja hana vel, því hún var ekki há í loftinu þegar hún var farin að troða upp á hvers kyns
samkomum. Hún var til dæmis sú færasta með húlla-hopp hringina á sínum tfma - lét sig ekki muna
um að dansa með fjóra til fimrn hringi hringsnúandi á ólíklegustu líkamspörtum.
Hún átti ekki langt að sækja hæfileikana til að skemmta fólki því foreldrar hennar eru Gína og
Gunnar Hólrn. Hann spilar enn á trommur og málar bæði hús og málverk. Gína hefur verið virk í
kvenfélögum og öðru félagsstarfi í gegnum tíðina - færri vita kannski að á yngri árum söng hún
mikið. Tók meðal annars þátt í söngvakeppnum við góðan orðstír.
Það sem gerði litlu stelpuna með síða svarta hárið einstaka, var ótrúleg leikni hennar í að fetta og
bretta líkamann á alla kanta. Hún lét sig ekki muna um að setja höfuðið aftur á rass, og brjóta þannig
hrygginn alveg ítvennt. Seinna áttu læknar eftir að þrábiðja hana um að fá röntgen-myndir af bakinu
á henni, því þeir áttu bágt nreð að trúa því að hryggurinn þyldi þetta álag. Þessi hæfileiki Siggu Maju
átti þó eftir að veita henni tækifæri sem ntörg unglingsstúlkan hefði gefið mikið fyrir á þeim árum...
Síðargaf Sigga Maja sig alla í að starfa með börnum og unglingum á ísafirði. Hún setti á laggirnar
fyrstu félagsmiðstöðina í bænum árið 1976 sem var til húsa í Sjálfstæðishúsinu, var líka í forsvari
fyrir næstu tilraun sem var gerð árið 1983 að Mánagötu 1, en það var þá sem undirrituð kynntist
henni fyrst. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma, og rifja upp þátt Siggu í starfinu, man ég ekki eftir
henni öðruvísi en sem einnar af hópnum. Þennan vetur breik-dönsuðum við frá okkur heilu
kvöldin...og höfðum besta kennara sem völ var á!
Til að fræðast um þetta og fleira, fékk undirrituð að eyða dagstund við eldhúsborðið hjá Siggu
Maju nú á miðri aðventu.
Ég spurði hana fyrst hvort sú saga væri sönn að amma hennar hafi teygt hana alla til þegar hún
var kornabarn og það sé þaðan sem þessi hæfni komi?
- eru helstu hugðarefni Siggu Maju Gunnarsdóttur, sem hér
segir lesendum BB meðal annars frá kynnum sínum af
Martinus Simson, sýningarferðum um landið í fylgd lands-
kunnra skemmtikrafta, og afskiptum sínum af unglingastarfi
Eftir: VigdísiJakobsdóttur á ísafirði.
Sigga Maja (t.v.) ásamt lærimeistara sínum
Martinus Simson og Siggu Lollu vinkonu sinni,
sem aðstoðaði hana þegar hún sýndi hér fyrir
vestan.
„Nei, það er alls ekki rétt. Ég
veit bara ekki af hverju ég er
svona. Þetta er guðsgjöf - ég
kann enga aðra skýringu á
þessu. Ég man ekki eftir mér
öðruvísi en fettandi mig og
bretlandi fyrir ættingja og vini.
I barnaafmælum strengdi ég til
dæmis teppi milli veggja til að
geta dregið fyrir og frá sýn-
ingaratriðunum mínum. Það
leiddi einhvern veginn af sjálfu
sér að ég fór að koma fram á
ýmsum samkomum í bænum.”
Gamli karlinn
og sirkusbrögðin
„Ég varaðskemmtaá Hlífar-
samsæti í Alþýðuhúsinu þegar
ég var ellefu ára, og þegar ég er
búin, kemur Ruth Tryggvason
til mín og spyr hvorl ég vilji
ekki tala við góðan vin sinn. -
Jú. jú. segi ég. Þáer það sjálfur
Martinus Simson, sá Irinn sami
og Simson-garður er kenndur
viðhérinni ÍTungudal,ogliann
spyr mig hvort ég ntyndi ekki
vilja að hann þjálfaði mig. Mér
leist nú satt best að segja ekki
meira en mátulega á það. Að
svona gamall kall ætti að fara
að kennaméreitthvað. Þaðvar
samt eitthvað í fari hans sem
gerði það að verkum að ég mátti
til með að hitta hann meira."
Sigga Maja hlcer þegar ég
spyr hvernig þjálfunin hafifariö
fram.
,,Hann var alveg kostulegur,
kallinn. Ég mætti heim til hans,
og í mjög langan tíma - alltof
langan tíma að því er mér fannst
þá - var hann alltaf að láta mig
hneigja mig! Viku eftir viku.
Hann var að kenna mér frant-
komu fjölleikafólks. Hann var
ekki ánægður fyrr en ég var
búin að ná því alveg eins og
hann vildi hafa það. Hann
byrjaði sjálfur að vinna í sirkus
í Danmörku þegar hann var
sautján ára, og kom meðal
annars og sýndi hér á Islandi
áðuren hann flutti hingað. Mér
leist nú ekkert á þessar aðfarir,
en loksins tókst mér að hneigja
mig rétt, og ég bjó að þessu í öll
þau ár sem ég sýndi. Hann fór
svo í hluti eins og hvernig ég
átti að hugsa áður en ég færi að
skemmta, íhugun og afslöppun,
og samsetningu æfinganna.
Hann kenndi mér líka ýmis
sirkus-brögð, eins og til dærnis
að drekka úr glasi á hvolt'i. Þá
fór ég aftur fyrir mig, beit í gias
og drakk úr því. Þá var ntálið
að bíta öfugu megin í glasið,
því annars fengi maður allt yfir
sig."
Hvaða áhrif heldur þú að
Simson gamli hafi hqft á þig?
„Ég held ég hafi ekki haft
tíma til að spá í hvaða áhrif
hann hafði á mig þá. Það er
ekki fyrr en seinna sent ég átta
mig á því. Ég var á gelgju-
skeiðinu, þessum erfiða aldri
þegar hann tekur mig að sér, og
mér þótti hann svolítið skrítinn
þessi gamli þúsundþjalasmiður
sem talaði við mig um líkamann
og manneskjuna sem slíka. um
áruljós og Guð. Um náttúruna
og trén. Ég var hjá honum í
skógræktinni líka, og það var
honum mjög mikilvægt að við
hefðum tilfinningu fyrirþví sem
við vorum að gera. Við vorum
ekki bara að stinga einhverjum
sprotum niður í mold.
Hann var hugsjónamaður og
trúði að ekkert væri ómögulegt
ef viljinn væri fyrirhendi. Hann
kom upphaflega Islands í kring-
um 1915 því honum fannst að
einhver yrði að koma af stað
skógrækt hérna á þessu bera
landi.
Simson var ótrúlega opinn
og umlykjandi persónuleiki. Ef
hann sá mann úti á götu var
hann búinn að breiða út faðminn
löngu áður en maður mætti
honum. Ég man að ég var ekki
alltaf ýkja hrifin af þessu sem
táningsstelpa!”
Heftiplástur
á bílinn - næmleiki
á hjartað
„Simson ók um á ntjög
sérkennilegum grænum bíl.
Þakið var úr einhvers lags taui,
hann var tveggja sæta, með
tveimur stórum hurðunt aftaná.
Einu sinni þegar við vorum að
keyra heim úr skógræktinni fær
Simson aðsvif. Hann var með
Gerðu konuna sína frammí og
ég og vinkona mín sem vorum
að vinna í skógræktinni sátum
afturí, innan um mold og græð-
linga. Það skipti engum togum,
við fórum veltu og útaf veginum
milli Grænagarðsog Engis. Það
fór raflínustag í gegnum þakið
á bílnum, en við sluppum öll
með skrámur. Þegar ég konr
heim til hans eftir þetta, var
hann búinn að laga þakið á
bílnum með breiðum hefti-
plástri, en aðalatriðið hjá honum
var að ræða við mig um hvernig
ég hefði farið útúr þessu til-
finningalega. Hann var svo
forvitinn. Vildi fara djúpt inn í
manneskjuna. Ekki vegna þess
að hann vildi eiga hana heldur
vegna þess að hann vildi vita
meira um hana. Hann var fyrst
og fremst mannvinur.
Hann hel'ur verið mikill
heimspekingur. það er ekki
spurning. Ég bara náði þessu
ekki öllu í einu. Hann skildi
eftir í mér svo margt sem ég hef
unnið úr seinna. Ég veit til
dæmis að það er eitthvað meira
til en það sem við sjáum með
berutn augum. Ég efast ekki
um það. Hann gerði mér grein
fyrir mikilvægi næmleika og
væntumþykju. Helsti læri-
sveinn Simsons var óumdeilan-
lega Jón Bjarnason mynda-
smiður.
Ég er alveg sannfærð um að
ef Simson væri uppi í dag, væri
hann miðpunkturnýaldarhreyf-
ingarinnar á Islandi. Hann var
maður á undan sinni samtíð."
Um Norðurland
með Hljomum
Hvernig kom svo til að þú
fórst að sýna akróhatíkina út
itm allt land?
„Ég var fyrst aðallega í því
að sýna hérna heima, og í
plássunum hér í kring. Þá var
ég með Siggu Lollu vinkonu
mína sem aðstoðarmanneskju.
Hún rétti mér glasið, hringina
sem ég notaði, sat ofaná mér og
var mér almennt til halds og
trausts.
Svo fer ég í ævintýraleit
norður á Siglufjörð. Ég fór til
að vinna í síld upphaflega, en
svo kom bara engin síld. og
málin æxluðust þannig að ég
fór að skemmta með hinum
landsfrægu Gautum. Ég kynnt-
ist svo Amunda, umboðsmanni
Hljóma, sem þá voru uppá sitt
besta, sem endaði þannig að ég
fór að ferðast um norðurland
og skemmta með þeim.
Ég man hvað mér fannst það
skemmtilegt, og jafnframt fynd-
ið þegar við vorunt að skemmta,
og stelpurnar stóðu öskrandi og
veinandi við sviðið eins og þá
tíðkaðist. Það var skrítið að sjá
þetta frá því sjónarhorni að vera
ein afhópnum sem var að koma
fram, þó ég væri ekki hluti af
hljómsveitinni.
Mér var meðal annars boðið
í sjónvarpsupptöku með Hljóm-
um. Við komum frant í fyrsta
þættinum af Ugla sat á kvisti
sem OIi í Ríó tríó sá um. Svo
kom ég aftur fram seinna í þætti
sem Jónas R. sá um og hétOpið
hús.
Innámilli allsþessaferðaðist
ég hér um Vestfirði með BG og
Arna og seinna BG og
Ingibjörgu. Þá voru þau með
kabarett sem samanstóð af
tónlist, gríni og svo þessari
akróbatík.
Pétur Pétursson útvarpsmað-
ur nreð meiru hafði uppúr þessu
samband við ntig einn daginn
og spyr hvort hann megi ekki
vera umboðsmaðurinn minn.
Ég tók því. og hann sá um mín
mál um tíma. Ég fór á Þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum á hans
vegum oftar en. einu sinni og
sýndi vítt og breitt um landið á
ýmsum samkomum."
„Kattardúett”
eða „Kattarkór”?
Sigga skellir uppúr þegar ég
spyr hvort hún muni ekki et'tir
einhverjum skondnum atvikum
frá þessum tíma.
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994
19