Bæjarins besta - 04.01.1995, Side 6
Flugeldasölu Hjálparsveit-
ar skáta veröur fram haldið á
þrettándanum, 6. janúar, í
Skátaheimilinu viö Mjallar-
götu. Ath. flugeldasýning kl.
20:00 viö Pollgötu.
Til sölu einbýlishús að
Bakkastíg 9 í Bolungarvík.
Upplýsingar í síma 7564.
GunnarlGunnarájólapakka
hjá Flugleiðum, frá Gíu og
Hjördísi. Ef einhver kannast
viö þetta er hægt að vitja
pakkans í afgreiðslu Flugleiða
á (safjarðarflugvelli.
Til sölu Sega Megadrive
leikjatölvameðl leik.Aðeins
1 mán. gömul. Verð kr.
11.900,- Uppl. í síma 3613.
Tvær reglusamar stúlkur, 17
og 19 ára óska eftir 2-3ja
herbergjaíbúöáísafirði. Upp-
lýsingar gefa Anna í s. 3442
ogThelma í s. 3305 á kvöldin.
Til sölu Arctic Cat EXT vél-
sleðiárg.'90, með löngu belti.
Sleði í toppstandi. Mikið af
fylgihlutum. Upplýsingar í
síma 7112.
4x4 fundur annað kvöld,
fimmtudagskvöld, í húsi
Hjálparsveitarskátaáísafirði,
að Hjallavegi 11, kl. 20:00.
Síðan fyrsta fimmtudag í
hverjum mánuði hér eftir.
Til leigu er 100 m2 3ja her-
bergjaíbúðá Urðarvegi. Upp-
lýsingar í síma 4244 e. kl. 19.
Til sölu íbúð á 2. hæð að
Skólastíg 18 í Bolungarvík.
Uppl. í síma 7127 og 7195.
Til sölu lítil vélsög í borði,
borvélístatífioghitablásari.
Upplýsingar í síma 3102.
Páfagaukur ásamt búri fæst
gefins. Upplýsingar í s. 3852.
Til sölu Ammiljunga barna-
vagn. Upplýsingar í s. 3979.
Til sölu Skoda Favorite
árg,'89, ekinn 20.000 km.
Upplýsingar í síma 4726.
Þrettándagleði í Bolungarvík
verður haldin föstudaginn 6.
janúar kl. 20:00. Gengið verð-
ur frá grunnskólanum að
Hreggnesavelli.þarsemkveikt
verður í brennu og stiginn
dans. Púkar, grýla, leppalúði,
jólasveinar og fleiri furðuverur
mæta á staðinn. Sjáumst!
Óska eftir leiguskiptum á
ísafjarðarsvæðinu. Hef 119
m2 íbúð í Hafnarfirði. Upp-
lýsingar gefur Anna Maja í
síma 91-52889.
Óska eftir 3-4ra herbergja
íbúð til leigu sem fyrst. Upp-
lýsingar í síma 6219.
Dagmamma! Get tekið að
mér að barnapössun. Er á
Eyrinni. Uppl. í síma 4794.
Til sölu Dodge Amchager
árg.’79 á 38" dekkjum. Skipti
möguleg. Uppl. í síma 4925.
Til sölu Arctic Cat Panther
vélsleði, árg.' 90 með löngu
belti. Ekinn 2.000 km, með
farangursgrind og lítur mjög
vel út. Upplýsingar gefur Lár-
us í síma 6158.
Óska eftir stelpu til að passa
tæplega 2ja ára dreng 2 tíma
á dag eftir hádegi. Bý í Hnífs-
dal. Upplýsingar í síma 4421.
Læða í óskilum! Svört brön-
dótt læða með gulum bletti
milli eyrnanna. Upplýsingar í
síma 4282.
Til sölu Arctic Cat Wildcat
700 EFI vélsleði árg.’ 93.
Ekinn 2.900 mílur, selst á
góðu verði, til sýnis og sölu á
Bílaleigunni Ernir. Upplýs-
ingar í s. 91 -39830 e. kl. 18.
Fös.kvöldið 30.12 sl. tapaðist
kvenmannsgullúrí Sjallanum.
Finnand1 hafi vinsamlegast
samband í síma3382 e. kl. 18.
Óska eftir dagmömmu f. 3ja
ára strák, helst á Eyrinni.
Upplýsingar í síma 4443.
Litið um öxtum áramót • Litið um öxi um áramót • Litiðumöxt
Sundstræti 32: 150 m2 5 herb. íbúð á efstu hœð í
þríbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 8.700.000,-
Brunngata 12A: 68 m2 íbúð í risi
að hálfu, áefri hæð í tvíbýlishúsi.
Möguleiki á aö taka nýjan.góðan
bil uppí. Verð 3.000.000,-
Hlíðarvegur 33: 80 m2 íbúð á
neðri hæð í fjórbýlishúsi ásamt
bílskúr. Tilboö óskast.
Hlíðarvegur 35: 80 m2 íbúð á
neðri hæö í fjórbýlishúsi. Verð
4.500.000,-
2ja herbergja íbúðir
Tangagata 10A: íbúöá efri hæð
í tvíbýlishúsi. Verð 1.500.000,-
Strandgata 5: 55 m2 íbúð á efri
hæð, suðurenda, ný uppgerð.
Verð 1,5-2.000.000,-
Hlíf II, Torfnesi: 75 m2 íbúð á 3.
hæð í Dvalarheimili aldraðra.
Verð 8.200.000,-
Hlif II, Torfnesi: 75 m2 íbúð á 4.
hæð í Dvalarheimili aldraðra.
Verö 8.200.000,-
Hlíf II, Torfnesi: 63 m2 íbúð á 3.
hæð í Dvalarheimili aldraðra.
Verð 6.300.000,-
Hlif II, Torfnesi: 50 m2 íbúð á
jarðhæð í Dvaiarheimilialdraðra.
Verð 6.200.000,-
„ÉG BÝÐ gleðilegt ár um
leið og ég set fram þá ósk að
nýbyrjað ár færi okkur öllum
gæfu og gengi jafnt til sjávar og
sveita.
A þessum fyrstu dögum
ársins hljómar boðskapur jól-
anna enn fagurlega í eyrum.
Við höfum boðið velkomna
„Vetrarperluna fríðu, hina
signuðu jólahátíð”. Sungið
hefur verið um fæðingu frels-
arans, tekið undir tæran engla-
söng, og kirkjan hefur „Ómað
öll, boðið hjálp og hlff, boðað
ljós og líf’.
Ungirsem aldnirhafagengið
og dansað kringum jólatré,
sungið jólasálmanna, jafnt sem
alþýðulög og gamlar þulur. I
þeim söng, og þeim dansi er
aldursmunurinn enginn. Þar slá
saman ung og gömul hjörtu,
Iítil hvít og mjúk hönd heldur
fast í hrjúfa gamla, titrandi
hönd, saman er myndaður
hringur, og boðskapur jólanna
tengir saman ólíkar verur,
fjölskyldur sameinast, gamlar
erjur gleymast og vissulega
væri gaman ef boðskapur jól-
anna varaði lengur, hljómaði
heims um ból, ekki aðeins um
jól, heldur árið um kring.
Þrátt fyrir hátíðleika jólanna,
frið þeirra og fögnuð er til-
finningin fyrir áramótunum
með nokkuð öðrum blæ en
jólanna sjálfra.
Öll eigum við okkar sérstöku
tímamót, tímamót sem eru
persónubundin svo sem við
fæðingardag, skírn, fermingu,
giftingu eða áunna áfanga í
námi eða starfi. Aramótin eru
þó okkur ölium sameiginleg.
Minningar liðinna atburða,
bæði gamalla og nýrra brjótast
fram, ýmist Ijúfar eða sárar, en
eitt er víst; hinu liðna verður
ekki breytt.
En hvað skyldi nú vera
minnistæðast frá liðnu ári?
Ótafur Kristjánsson,
bæjarstjóri í Boiungar-
vík.
Af mörgu er að taka.
Snjóflóðin í Tungudal, snjó-
sleðaslys og vinamissir ber
hæst. Þá er mér sérstaklega
minnisstætt að vera viðstaddur
þegar jarðgöngin undir Botns-
heiði voru opnuð. Það var ó-
gleymanlegt að finna þá gleði,
bjartsýni og von sem íbúar
Suðureyrar bundu við þessa
miklu og löngu tímabæru sam-
göngubót. Þar slóu hjörtun
vissulega saman í takt án tillits
til aldurs eða stjórnmálaskoð-
anna.
Koma kínverskra borgar-
stjóra til Bolungarvíkur í sumar
er vissulega atburður sem ég
gleymi seint. Það var ánægju-
legt að kynnast fulltrúum þessa
stórbrotna lands þar sem búa
um og yfir 1.2 milljarður íbúa.
Að þeirra sögn varferðin hingað
vestur öll hin ánægjulegasta og
lærdómsrík og þótti þeim mikið
til koma um land og þjóð.
Úrslit bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninganna í vor urðu
að vonum mikil gleðitíðindi
fyrir mig og er ég þakklátur
öllum þeim fjölmörgu sem
veittu framboðslista sjálfstæðis-
manna í Bolungarvík brautar-
gengi í kosningunum. Þá átti ég
þess kost að fara í vikuferð um
hálendi íslands, ferð sem mun
aldrei gleymast og örugglega
verða endurtekin ef Guð lofar.
Af erlendum atburðum hef ég
fátt að segja. Helst er að harma
óvægin stríð og hörmungar sem
dynja yfir saklausa borgara,
sveltandi böm og gamalmenni
alltof víða um heiminn. Von-
andi verður heimurinn betri á
þessu ári en hinu liðna.
Við Islendingar höfum vissu-
lega gengið í gegn um efna-
hagskreppu og samdráttarskeið.
Atvinnufyrirtæki hafa átt í erfið-
leikum og atvinnuleysi er því
miður staðreynd. Þessu þarf að
breyta. Öllum er Ijóst að ganga
þarf til ráðdeildar, sparsemi og
hagsýni í rekstri og fjárfesting-
um ef ekki á illa að fara. Lífsaf-
koma okkar by ggir annars vegar
á auðæfum lands og sjávar, og
hinsvegar á menntun þjóðar-
innar og þekkingu. Því ber
okkur að varðveita sem kostur
er náttúruleg auðævi, vernda
lífríkið og nýta orkulindir
landsins á skynsamlegan hátt
um leið og við ræktum virðingu
fyrir náttúrugæðum og viður-
kennurn rétt komandi kynslóða
til jarðarinnar.
Þegar rætt er um að flytja
Grunnskólann yfir til sveitar-
félaganna þarf menntunin að
taka mið af því að allir eigi
jafnan rétt til náms og miklu
skiptir að búseta hindri engan í
námi. Skortur á menntunar-
möguleikum má ekki verða til
þess að fjölskyldur telji sig
knúnar til að flytja um set. Við
eigum að hafa öll skilyrði til að
lifa góðu og mannsæmandi lífi.
Landið byggir dugmikið fólk
með bjartar og glæstar vonir.
Framtíðin er okkar.
Með þessum orðum lýk ég
stuttum hugleiðingum við ára-
mót og bið landi og þjóð
blessunar á nýbyrjuðu ári.”
Ólqfur Kristjánsson.
„Koma kínverskra borgarstjóra til Boiungarvíkur í
sumar er vissulega atburóur sem ég gieymi seint.
Það var ánægjuiegt að kynnast fuiitrúum þessa
stórbrotna iands þar sem búa um og yfir 1.2
miiijarður íbúa. Að þeirra sögn var ferðin hingaó
vestur öii hin ánægjuiegasta og iærdómsrík og
þótti þeim mikið tii koma um iand og þjóð. “
Jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Theodórs Sigurjóns Norðkvist
sem lést af slysförum 18. desember síðastliðinn fer fram
frá ísafjarðarkapellu, laugardaginn 7. janúar nk. kl. 14:00.
Ingibjörg Marinósdóttir Norðkvist
Margrét Norökvist Theodórsdóttir Siguröur Óli Sigurðsson
Ása Norðkvist Theodórsdóttir Pálmi Gunnarsson
Jón Sigurður Norökvist
Theodór Norökvist yngri
og elskuleg barnabörn hins látna.
Þeím sem vilja minnast hans er bent á ísafjarðarkirkju.
4-6 herbergja íbúðir
Einbýlishús/raðhús:
Fagraholt 11: 140 m2 einbýlis-
hús á einni hæð ásamt bílskúr.
Verð 10.900.000,-
Bakkavegur 29: 260 m2 ein-
býlishús á 2 hæðum ásamt
innbyggðum bílskúr. Verð
13.300.000,-
Bakkavegur 14: 203 m2 ein-
býlishús á 1 hæð ásamt kjallara
og bílskúr. Verð 7.000.000,-
Smiðjugata 11A: 150 m2 ein-
býlishús á 2 hæðum ásamt risi,
kjallara og bílskúr. Verð
6.300.000,-
Strandgata 17: 120 m2 einbýl-
ishús á tveimur hæðum ásamt
bílskúr og sólstofu. Verð
5.500.000,-
ísafjarðarvegur 4: 96 m2
einbýlishús á tveimur hæöum
ásamt bílskúr (21,7 m2). Verð
4.200.000,-
Silfurgata 12:55 m2einbýlishús
á 1 hæð ásamt kjallara. Verð kr.
2.700.000,-
Fjarðarstræti 38: 130 m2 5
herbergja íbúð á 2 hæðum í
þríbýlishúsi. Tilboð óskast.
Pólgata 5A: 121 m2 4-5 her-
bergja íbúð á neðri hæð í þrí-
býlishúsi ásamt bílskúr. Verð
6.000.000,-
3ja herbergja íbúðir
Aöalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri
hæð í þríbýlishúsi. Tilboð óskast.
Aðalstræti 32:65+55 m2 íbúð á
efri hæð í fjölbýlishúsi ásamt
kjallara. Tilboð óskast.
Engjavegur 15: 121 m2 5 her-
bergja íbúð á neðri hæð í tví-
býlishúsi. Verð 6.900.000,-
Norðurvegur 3: 136 m2 einbýlishús á einni liœð
ásamt risi, kjallara og bílskúr. Verð 4.400.000,-
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • ð 3940 & 3244 • FAX 4547
Fasteignaviðskipti
Sundstræti 14: 80 m2 4ra her-
bergja íbúð á 2 hæðum í þríbýlis-
húsi, endurnýjuð að hluta. Verð
3.200.000,-
Pólgata 4: 136 m2 5 herbergja
íbúð á2. hæð í þríbýlishúsi ásamt
litlum bílskúr. Verð 5.000.000
Framtíðin er okkar
6
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995