Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1995, Page 1

Bæjarins besta - 04.01.1995, Page 1
OHAÐ FRETTABLAD A VESTFJORDUM STOFNAD U. NÓVEMBER 1984 BÆJARINSBESTA • MIÐVIKUDABUBí. JANÚAB1995 • 1. TBL. • 12. ÁBB. • VEBÐKB. 170M/VSK ísafjörður Golfari íþróttamaður Isafjarðar & FSÍ Metár í fæðingum & Gam/a árið krufið KÍ Hugmyndir um opnun nýrrar versi- unar Skiði „Aðdáenda- kjúbbur Ástu“ veitir peningagjöf ísafjörður Róleg áramót ÁRAMÓTIN á ísafirði voru mjög róleg og þarf að leita mörg áraftur í tímann lil að finna jafn róleg áramót. Lítið var um ölvun og engin útköll voru vegna óspekta. Klukkan sex á nýárs- morgun fór lögreglan til Suður- eyrar vegna kvartana yfir ölvuð- um manni og var honum ekið til síns heima. El'tir því sem blaðið kemst næst var lítið um óhöpp vegna flugelda og blysa og virðist sem Vestfirðingar hafi gætt sín vel erhinum ýmsu flugeldum varskotið upp í nátt- myrkrið. Hið besta veður var víðast hvar á Vestfjörðum um miðnættið á Gamlárskvöld og var meðfylgjandi mynd tekin á Isafirði er nýja árið gekk í garð. Fyrsta barn ársins Fyrsta barnið sem fæddist á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði á þessu ári kom í heiminn ki. 09.20 í gærmorgun, þriðjudaginn 3. janúar. Barnið er drengur, reyndist vera 3.840 g. að þyngd og 54 sm. að iengd. Foreidrar barnsins eru þau Margrét Bjarney Jensdóttir og Kristinn Ebeneserson, Múiaiandi 14 á ísafirði. Með- fyigjandi mynd var tekin af þeim mæðginum á FSi um miðjan dag í gær. Fimm fyrirtæki gera tiiboó í meiri- hiuta bæjarsjóðs Boiungarvíkur í útgerðarféiaginu Ósvör Bæjarsjóður hefur gefið grænt Ijós - gert er ráð fyrir að samningar verði undirritaðir undir lok þessa mánaðar SAMNINGAVIÐRÆÐUR utn kaup á meirihluta hlutafjár bæjarsjóðs Bolungarvíkur í út- gerðarfyrirtækinu Ósvör eru á lokastigi samkvæmt heimildum blaðsins. Fimm fyrirtæki hafa átt í viðræðum við Bolungar- víkurkaupstað vegna þessa, Gná og Þuríður í Bolungarvík og Bakki, Miðfell og Hrað- frystihúsið hf., í Hnífsdal. Við- ræður hafa staðið yfir í um fjóra mánuði og farið leynt en Bol- ungarvíkurkaupstaður mun liafa gefið grænt Ijós á kaupin og á aðeins eftir að undirrita samninga, samkvæmt heimild- um blaðsins. Fyrirtækin fimm munu stofna fyrirtæki um kaupin og í fram- haldi af því er gert ráð fyrir að fyrirtækin þrjú i Hnífsdal kaupi ásamt Gná, helmingshlut í Þuríði hf., en þar með verður Þuríður orðið eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum lands- ins. Hlutur bæjarsjóðs Bolung- arvíkur í Osvör er tæp 64% og er kaupverðið 35 milljónir króna. ,.Það eru samningar í gangi á rnilli þessara fyrirtækja um að stofna félag til að kaupa meiri- hluta bæjarsjóðs Bolungarvíkur íÓsvör. Samningaviðræðureru komnar langt á veg og það er í burðarliðnum að undirrita sam- ninga. Bærinn hefurgefiðgrænt Ijós svo framarlega sem að kvótinn fari til vinnslu hér heima, sem er eðlileg krafa. Það verður mikil samvinna á milli þessara fyrirtækja auk þess sem þau munu sjá um að auka við þann kvóta sem fyrir er í byggðarlaginu í dag. Eg geri ráð fyrir að samningar verði undirritaðir undir lok þessa mánaðar. I framhaldi af þessu er gert ráð fyrir að fyrirtækin þrjú í Hnífsdal auk Gnáar kaupi helmingshlut í Þuríði,” sagði viðmælandi blaðsins. Sami heimildarmaður sagði að engin togarakaup væru fyrir- huguð hjá hinum væntalegu eigendum, enda væru skipin tvö sem eru í eigu Ósvarar ágætis rækjuskip. „Það er ekki verið að hugsa um nein frystitogara- kaup. Þetta á fyrst og fremst að vera landvinnsla, vinna fyrir fólkið á stöðunum tveimur. Við munum heldur bæta við minni skipum til að auka vinnsluna í iandi. Þessi tvö byggðarlög eru að efla hvort annað upp með þessum kaupum,” sagði sami maður. RITSTJORN 'B 4560 • FAX tt 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT 4570

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.