Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.03.1995, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 01.03.1995, Blaðsíða 1
OHAO FRETTABLAÐ A VESTFJORÐUM STOFNAÐ 14. NÓVEMBER 1984 BÆJAMNS BESTA • MIÐVIKUBABUB1. MABS1995 * 9. TBL. • 12. ÁRG. • VERÐKR. 179 M/VSK Greinarbrot Lífskúnst- nerinn Símson Nýsköpun 3X-Stál selur rækju- dæiu tii Kanda O Lions Fjöimennt Kúttmaga- kvöid Lesendur Af mái- efnum FVÍ Skíðavikan Sú giæsi- iegasta frá upphafi Breiðadaiur Féii fram af snjóhengju €E> Nýja skíðasvæði ísfirðinga Stærsli skíðavið- burðursögunnar - nokkur vandkvæði með brautarbúnaðinn ennpa, segir Geir Sigurðsson hjá mótsstjórn SKÍÐAMÓT íslands verður haldið á nýja skíðasvæði ís- firðinga samtímis alþjóðlega Icelandair Cup skíðamótinu dagana 5. til 9. apríl næstkom- andi. Þessum tveimur mótum hefur aldrei áður verið steypt saman í samfellda mótaröð og er um að ræða stærsta skíðavið- burð í skíðasögu Isfirðinga. Undirbúningur er langt á veg kominn og að sögn Geirs Sig- urðssonar hjá Skíðafélagi Isa- fjarðar, sem jafnframt á sæti í mótsstjórn, er von á yfir hundr- að keppendum af þessu tilefni. A Islandsmótinu verður keppt í svigi, stórsvigi, styttri og lengri skíðagönguvegalendum, boð- göngu og skíðastökki. Alpa- greinarnar setja svip sinn á al- þjóðamótið en þar má t.d. nefna keppni í samhliðasvigi sem er sérlega skemmtilegt á að horfa enda á sú grein sívaxandi vin- sældum að fagna. Vettvangur Islandsmótsins verður í Tungu- dal og Icelandair Cup mótsins á Seljalandsdal. Þess má geta að skíðavikan hefst í beinu fram- haldi af mótunum tveimur. „Þetta er gífurlega mikill fjöldi fólks sem við fáum til okkar um páskana. Auk kepp- endanna, sem telja vel á annað hundraðið, verður stór hópur þjálfara, fararstjóra og aðstoðar- fólks. Auk Ástu Halldórsdóttur, er okkur kunnugt um þátttöku nokkurraframúrskarandi skíða- stjarna af Norðurlöndum og víðar. Það eina sem háir okkur í dag er að við töpuðum nær öllum okkar keppnisbúnaði í snjó- flóðinu í fyrra, s.s. stöngum og fleiru en við vinnum að lausn þessogmunumfáeinhvern hluta búnaðarins lánaðan, þannig að þetta er ekkert stórt áhyggju- efni,“ sagði Geir Sigurðsson. íbúar geta flutt inn í lok vikunnar ÁTJÁN bústaðir komu til Súðavíkur í síðustu viku fyrir íbúa Súðavíkur sem misstu húsin sín í snjóflóðinu þann 16. janúarsíðastliðinn. Uppsetning bústaðanna gengur vel og er áætlað að hægt verði að flytja í þá í lok vikunnar, en þau eru öll staðsett innan við íþróttavöllinn sem er vel utan hættusvæðis og skv. deiliskipulagi á framtíðar byggingasvæði sveitarfélags- ins. Átta bústaðir komu með Hellu, þýsku leiguskipi Eim- skipafélags Islands aðfaranótt sl. miðvikudags, seinna um daginn kont Hofsjökull með fimm bústaði og síðustu fimm komu með bílum frá flutninga- fyrirtækinu ET hf., auk krana- bíls til að hífa húsin. Ferð bíla- lestarinnar sóttist seint og áttu flutningamennirnir í mestu vandræðum með að komast leiðar sinnar gegnum snjógöng á Steingrímsfjarðarheiði, en þeir komust loks á leiðarenda kl. 5 aðfaranótt fimmtudags. „Bústaðaverðið er u.þ.b. 55 milljónirkrónaogflutningurinn er að hluta gefinn, þannig að endanlegur kostnaður ætti að liggja fyrir í vikunni," sagði Jón Gauti Jónsson, settur sveitar- stjóri í Súðavík. „Hofsjökull gaf sinn flutning og bað fyrir bestu kveðjur til Súðvíkinga og Eim- skipafélagi og ET gerðu tilboð í allan flutningspakkann sem var ákaflega hagstætt tilboð. Framleiðendurnir eru þrír; Samtak á Selfossi smíðaði níu bústaði, SG á Selfossi fjóra og Hamraverk hf. í Hafnarfirði fimm bústaði," sagði Jón Gauti Jónsson. Maskar á ferð Þessir fjöriegu maskar frá Leikskóianum Hiíðarskjóii gengu um bæinn á boiiudaginn og ijósmyndari biaósins festiþá á fiimu erhópurinn heimsótti starfsfóik Stjórnsýsluhússins á ísa- firði, söng hástöfum fyrir það og þáði sæigæti að iaunum. Sjáifsagt hafa fiestir þeirra fiengt vini og ættingja um morguninn en sá siður hefur tíðkast hériendis í rúma öld. Mettúr hjá Skut/i Um 70 milljóna aflaverðmæti RÆKJUTOGARINN Skut- ull kom til Isafjarðarhafnar á mánudagsmorgun eftir mettúr, en hann fiskaði 100 tonn á Dohrnbanka og 120 tonn á Islandsmiðum. sem væntanlega samsvarar til nærri 70 milljóna króna aflaverðmætis en rnetið varrúmar50milljónir. Háseta- hluturinn með orlofi mun vera um ein milljón króna, fáist það verð fyrir aflann sem útgerðin áætlar. „Það er ljóst að þetta var mettúr en um verð getum við ekkert sagt á þessari stundu, það fer auðvitað eftir markaðs- ástandinu og fleiru. Margt sem er þarna um borð er háð upp- boðsmarkaði og hvað varðar Japansrækjuna, þáerhún aldrei seld fyrr en búið er að meta hvern einasta túr. Það hefur verið lítið framboð á dýrri rækju í Japan og við höfum tekið mið af árangri Norðmanna, þó við ráðgerum ekki að ná alveg jafn góðu verði og þeir. Að öllum líkindum mun túrinn skila okkur aflaverðmæti upp á 65 til 70 milljónir króna,“ sagði Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Togaraút- gerðar Isafjarðar hf. Skutull kom inn vegna veð- urs í miðri ferð og landaði þá nokkrum afla og reiknast þessar tvær ferðir því sem einn og santi túrinn. Skipstjóri var Valgeir Bjamason stýrimaður en þetta var næst síðasta veiðiferð hans á Skutli því hann mun flytja yfir á Jón Finnsson RE 506 innan skamms. Örn Stefánsson og Rafn Svansson munu vera við stjórnvölinn á Skutli að Valgeiri fluttum. RITSTJORN \X « 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT » 457C

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.