Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.2017, Page 2

Bæjarins besta - 30.03.2017, Page 2
2 FIMMTUdagUr 30. MARS 2017 Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í UMFERÐARÞJÓNUSTU ÍSAFIRÐI Starf þjónustufulltrúa í umferðarþjónustu er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Yfir vetrartímann er unnið á vöktum sem spanna tímann frá 6:30 til 22:00. Yfir sumartímann er unnin hefðbundin dagvinna. Starfssvið • Miðlun upplýsinga til vegfarenda um færð og veður • Símsvörun á skiptiborði • Ýmis úrvinnsla gagna Menntunar- og hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Góð íslenskukunnátta • Góð enskukunnátta og gjarnan eitt Norðurlandamál • Góð tölvukunnátta • Góð þekking á landafræði • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Góðir samstarfhæfileikar og þjónustulund Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætl- un Vegagerðarinnar eru konur með umbeðnar hæfn- iskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins við SFR. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2016. Umsóknin berist til Vegagerðarinnar á netfangið starf@ vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt starfsferilskrá og upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Þröstur Jónsson í síma 5221619. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Almenningssamgöngur í Ísa- fjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2017-2021 Dagsetning opnunar: 11. apríl 2017 Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið: „Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2017-2021“. Verkið felur í sér að sjá um þjónustu vegna aksturs almenningsvagna í Ísafjarðarbæ ásamt akstri skólabarna í Skutulsfirði. Um er að ræða akstur innan Skutulsfjarðar og milli Skutulsfjarð- ar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar. Samningstími er fjögur ár, frá 1. júní 2017. Útboðsgögn verða afhent hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 23. mars 2017. Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 4. hæð, 11. apríl 2017 klukk- an 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Vestfirskir verktakar ehf. hafa sótt um sjö lóðir á Ísafirði undir iðnaðarhúsnæði. Í fyrra og hittifyrra reisti fyrirtækið þrjár skemmur á Mávagarði og reyndist vera mikil eftirspurn eftir húsnæðinu. „Þetta hefur selst um leið og við finnum að það er ennþá eftirspurn,“ segir Garðar Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra verktaka. Lóðirnar sem fyrirtækið sótti um eru Æðartangi 16, 18 og 20 annarsvegar og Neðstafjara 1, 3, 5 og 7. Lóðirnar eru á nýlegu deiliskipulagi Suðutanga. „Við fáum ekki allar lóðirnar að sinni. Erum búnir að fá lóðirnar á Æðartanga og förum fljótlega í að láta teikna fyrir okkur hús,“ segir Garðar. Tvö eða þrjú hús verða reist á lóðunum og útfærsla þeirra verður með svipuðu sniði og iðnaðarhúsin á Mávagarði. Að­ spurður hvenær verður hafist handa við að byggja segir Garðar það óljóst, en ólíklegt að það verði byrjað í sumar. En í Bolungarvík stefnir fyr­ irtækið á að hefjast handa í sumar við að reisa 900 fm iðnað­ arhúsnæði. Húsið mun standa á Mávakambi 1­3 og alls verða 12 bil í húsinu. Halda áfram að byggja iðn aðar húsnæði Skemmurnar á Mávagarði. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst alfarið gegn því að ákvæði um lágmarksútsvar sveitarfé­ laga verði afnumið. Alþingis­ mennirnir Vilhjálmur Árnason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, öll úr Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram frumvarp þar sem ákvæði um lágmarksútsvar er fellt úr gildi. Bæjarráð segir að það muni ýta undir aðstöðumun á milli sveitar­ félaga á landinu og samkeppni þeirra á milli. Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í sam­ félaginu mundi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá bendir bæjarráð á að frumvarpið sé líklegt til að mynda skekkju á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu. „Rökin fyrir lögbindingu lág­ Afnám lágmarksútsvars ýti undir aðstöðumun marksútsvarshlutfalls eru þau að allir íbúar landsins sem greiða skatt af tekjum sínum á annað borð skuli greiða sinn lágmarkshluta af kostnaði við þá samfélagsþjónustu sem sveitar­ félögin veita íbúum landsins. Þau rök eiga jafnvel við nú og þegar lögin um tekjustofna sveitarfélaga vorusamþykkt árið 1995,“ segir í umsögn bæjarráðs.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.