Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.04.2017, Page 1

Bæjarins besta - 19.04.2017, Page 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 · 15. tbl. · 34. árg. ·Ókeypis eintak Vistvænar umbúðir á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður gerði á dögunum samning við prent- smiðjuna Odda um notkun umbúða sem eingöngu eru úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Um- búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og eru að fullu niður- brjótanlegar og vistvænar. Hátíðarhaldarar munu því bjóða uppá vistvænar umbúðir fyrir allar þær veitingar sem boð- ið verður uppá á hátíðarsvæðinu og flokkast því umbúðirnar með öðru lífrænu sorpi. Á meðfylgjandi mynd má sjá rokkstjórann Kristján Frey handsala samstarfið við fulltrúa Odda, strandamanninn Karl F. Thorarensen. Aðstandendur Aldrei fór ég suður eru verulega glaðir með þetta samstarf og stoltir af því að taka nokkur græn skref, t.a.m. í kjölfar hins góða framtaks Plast- pokalausra Vestfjarða sem kynnt var í fyrra. Þeim fjölgar sterku skíða- mönnunum sem boða þátttöku í Fossavatnsgöngunni. Í gær var greint frá að sjálfur Petter Northug er á leiðinni til Ísafjarð- ar. Nú hefur sænska skíðagöngu- konan Britta Johansson Norgren bæst í hópinn. Hún varð fyrst kvenna í Vasagöngunni í Svíþjóð í vetur og er nú efst að stigum í Ski Classics, en síðasta mótið í mótaröðinni verður í Ylläs-Levi í Finnlandi á morgun. Eftir að hún hætti í sænska skíðalandsliðinu, þar sem hún keppti meðal annars á þremur Ólympíuleikum, hefur hún einbeitt sér að keppnum í lengri vegalengdum. Sigurvegari Vasa mætir í Fossavatnsgönguna Við þetta má bæta að veitingaaðstaða á hátíðarsvæðinu mun verða á nýjum stað, inni í húsi við hlið tónleikaskemm- unnar og vonast því Aldrei fór ég suður hópurinn að hátíðargestir kunni vel að meta stórbætta að- stöðu og styðji vel við bakið á hátíðinni með kaupum á veiting- um og varningi Petter Northug. Britta Johansson. Það styttist í Aldrei fór ég suð- ur, en kveikt verður á mögnur- unum og volumetakkinn keyrð- ur upp í 11 um kvöldmatar leytið á föstudaginn langa. Að vanda hafa margir helstu tónlistar- menn landsins boðað komu sína á þessa sívinsælu hátíð. Þegar úr mörgu og góðu er að velja vandast valið þegar eins fánýt spurning og hvað hlakk- ar þig mest til að sjá er borin upp. „Ég sem rokkstjóri geri að sjálfsögðu ekki upp á milli atriða en ég verð að segja að það er sérstaklega ánægjulegt að nýkrýndir sigurvegarar Músíkt- ilrauna eru heima úr héraði og ég hlakka verulega til að sjá þær stíga á stokk.“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Það eru ekki mörg ár síðan sá háttur komst á að sigur- vegara Músíktilrauna er boðið að spila á Aldrei fór ég suður og nú í annað sinn á þremur árum eru það heimamenn, fyrst Rythmatik frá Suðureyri og nú súgfirsk/dýrfirski dúettinn Between Mountains. Dúettinn skipa þær Katla Vigdís Vern- harðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir. Kristján Freyr segir að fyr- ir utan að hans heimahjarta hafi tekið aukaslag við sigur stúlknanna, þá sé sigur þeirra að sumu leyti tímanna tákn. Tón- listarbransinn hefur verið einkar Rokkstjórinn gerir ekki upp á milli atriða karllægur, þó undantekningar séu á því. Hann segir að þegar horft er yfir sviðið í dag, sést að mikil breyting hefur orðið á og ungar stelpur eru í bílskúrum um allt land að plokka bassa og berja húðir. „Þessi þróun sést glögglega þegar maður lítur til baka á kynjahlutföllin á fyrstu Aldrei fór ég suður hátíðunum og ber þau saman við síðustu hátíðir. Það hallar enn á konur, en þetta hefur batnað mikið,“ segir Kristján Freyr rokkstjóri. Breiddin hefur frá upphafi verið aðalsmerki Aldrei fór ég suður. Á hátíðinni er jafn líklegt að heyra argasta dauðarokk, fínlegt tölvupopp og 50 manna karlakór syngja klassísk ætt- jarðarlög. Hátíðin í ár er engin undantekning hvað þetta varðar. Á Aldrei fór ég suður 2017 spila: • Lúðrasveit TÍ • Soffía • Karó • KK Band • Mugison • Kött Grá Pjé • HAM • Between Mountains • Hildur • Vök • Börn • Emmsjé Gauti • Rythmatik • Valdimar

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.