Bæjarins besta - 19.04.2017, Page 7
MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 7
Kristín, hampaði nýlega
titlinum íþróttamaður
Ísafjarðarbæjar, fjórða árið
í röð og var valinn Vest-
firðingur ársins 2015 af
lesendum bb.is
Sumarstörf
Kirkjugarðar Ísafjarðar auglýsa eftir sum-
arstarfsfólki í kirkjugörðunum. Starfið felst í
grasslætti og annarri garðvinnu og hirðingu.
Starfsmenn þurfa að geta hafið störf þann 15.
maí. Um er að ræða starf í þrjá mánuði.
Einnig er auglýst eftir kirkjuverði til að leysa
af í 4-6 vikur.
Umsóknir skulu hafa borist sóknarnefnd Ísa-
fjarðarkirkju, pósthólf nr. 18, 400 Ísafirði, fyrir 3.
maí n.k. Nánari upplýsingar veita kirkjuvörður
og sóknarprestur í síma 456 3560.
Vilja lágmarksíbúafjölda
í sveitarstjórnarlögin
Á landsþingi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem haldið
var 24. mars, var lögð fram
skoðanakönnun um ýmis mál
fyrir landsþingsfulltrúa. Meðal
annars var spurt hvort sam-
bandið ætti að leggja til ákvæði
um lágmarksíbúafjölda varðandi
stærð sveitarfélaga í sveitar-
stjórnarlögin og hver þau mörk
ættu að vera ef svarið við fyrri
Frá Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins.
spurningunni væri já.
Rúmlega 63% þeirra sem
tóku þátt í könnuninni telja að
sambandið eigi að leggja til
að slíkt ákvæði verði sett inn í
sveitarstjórnarlögin. Þriðjungur
svarenda taldi hins vegar að
sambandið ætti ekki að leggja
það til. Fimm einstaklingar
vildu ekki svara spurningunni
eða merktu við valkostinn „veit
ekki“. Alls svöruðu 136 einstak-
lingar könnuninni.
Seinni spurningin sneri að því
hver lágmarksíbúafjöldinni ætti
að vera ef slíkt ákvæði kæmi inn.
Alls voru gefnir upp níu valkostir
ásamt svarreitnum annað. Flestir
eða 20 einstaklingar töldu að lág-
markið ætti að vera 3.000 íbúar
og þar á eftir kom valmöguleik-
inn 1.000 íbúar. smari@bb.is
Sigruðu alla leiki
lokamótsins
Síðasta fjölliðamót vetr-
arins í 10. flokki drengja í
körfuknattleiksdeild Vestra fór
fram á Torfnesi um þar síðustu
helgi. Var keppt í B-riðli en
Vestradrengir gerðu sér lítið
fyrir og unnu alla leiki helginnar.
Þeir hófu keppni í haust í D-
riðli. Auk Vestra tóku lið Vals,
Hauka og Skallagríms þátt en
lið Fjölnis þurfti frá að hverfa
vegna veðurs en þeir höfðu ætlað
að fljúga vestur. Hin liðin þrjú
sameinuðust um rútuferð og þrátt
fyrir hremmingar á Steingríms-
fjarðarheiði mættu þau galvösk
til leiks, tæpum þremur tímum
á eftir áætlun, og sýndu oft og
tíðum flott tilþrif þrátt fyrir langt
og strangt ferðalag. Til að koma
til móts við Fjölnismenn býðst
þeim að leika sína leiki síðar en
þegar þetta er skrifað er óvíst
hvort af því verður.
Lið Vestra skipuðu: Daníel
Wale Adeleye, Þorleifur Ingólfs-
son, Stefán Snær Ragnarsson,
Hugi og Hilmir Hallgrímssyn-
ir, Egill Fjölnisson, Krzysztof
Duda, Blessed og James Parilla
og Friðrik Heiðar Vignisson.
Það er Yngvi Gunnlaugsson,
yfirþjálfari Vestra, sem hefur
stýrt strákunum með þessum
góða árangri í vetur.
Vestramenn geta verið mjög
sáttir við árangur vetrarins. Liðið
tapaði einungis þremur leikjum,
tveimur í deild og einum í bik-
ar. Fæstir leikmannanna eru á
10. flokksaldri og því eru þeir
reynslunni ríkari fyrir vikið.
Einnig hefur breiddin aukist
og nýir iðkendur bæst við. Það
sem gerir liðið einstakt er að í
því eru drengir allstaðar að af
Vestfjörðum; Ísafirði, Suðureyri,
Hólmavík og Bolungarvík auk
þess sem þjálfarinn hóf sinn
körfuboltaferil á Tálknafirði.
smari@bb.is
0. flokkur drengja að móti loknu um helgina ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara og
Nebojsa Knezevic, sem var aðstoðarþjálfari Yngva á mótinu en Nebojsa hefur lengi komið að
þjálfun drengjanna.
Kristín
setti fjögur
Íslandsmet
Kristín á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Mynd/
Jón Björn, ifsport.is
Ísfirska sundkonan Kristín
Þorsteinsdóttir hjá íþróttafé-
laginu Ívari heldur áfram á
sigurbrautinni í sundinu. Um
þar síðustu helgi keppti hún á
Íslandsmóti Íþróttasambands
fatlaðra í sundi í 50m laug sem
fram fór í Laugardalslaug og var
þar í fyrsta sinn keppt í flokki
S16, sem er flokkur fyrir fólk
með Downs heilkenni. Það
gerir það að verkum að nú getur
Kristín ekki bara keppst við að
setja Evrópu- og heimsmet líkt
og fram til þessa, heldur einnig
Íslandsmet og gerði hún sér lítið
fyrir og setti á mótinu fjögur
slík. Kristín keppti í fjórum
greinum á mótinu og setti hún
Íslandsmet í 50m flugsundi,
bæði 50m og 100m með frjálsri
aðferð þar sem hún synti skrið-
sund og í 50m baksundi. Hún
bætti því fjórum gullpeningum í
verðlaunapeningakistu sína sem
er orðin ansi vegleg.
annska@bb.is