Bæjarins besta - 06.03.1996, Blaðsíða 4
Stofnað 14. nóvember 1984
Blaðamaður:
Jóhanna Eyfjörð
Bæjarins óesta er aðili að samtök-
um hæjar- og héraðsfréttahlaða.
Eftirprentun, hljóóritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Netfang: hprent@snerpa.is
Þrjú hjól
undir bílnum
Þótt ákveðnar skilgreiningar hafi verið uppi um hvað
sé vinstri og hvað hœgri í pólitík hafa menn þráttað um
hugtakið fram og aftur. Lengst af hafa menn þó sett
íhaldið hœgra megin við borðið og krata og komma,
eins og þeir hétu einu sinni, hinu megin. Framsóknar-
maddaman hefur oftast tyllt sér við borðsendann, þaðan
sem vegir liggja til allra átta.
Senn líður að því að íbúar hins nýja sveitarfélags á
norðanverðum Vestfjörðum gangi að kjörborði. Það er
spenna í loftinu og talsverðar hrœringar hafa átt sér stað
í framboðsmálum. í upphafi dreymdi menn um tvœr
fylkingar: Sjálfstœðisflokkurinn og hinir. Menn höfðu rétt
náð að blunda þegar þessi draumur var fyrir bí, Framsókn
lyfti ekki svo mikið sem pílsfaldi til að verða samstíga
biðlunum og hélt fast í gamla taktinn. Og áfram saxaðist
á fylkinguna. Ekki leið á löngu þar til Pétur og félagar
stukku af vagninum. Og nú á allra síðustu dögum fóru
Kratarnir út af sporinu. Sú útafkeyrsla gekk ekki
hávaðalaust fyrir sig þótt ekki sé vitað um alvarleg
meiðsli.
Undir marghjóla trukknum, sem í upphafi átti að leggja
til atlögu við bryndreka íhaldsins, eru nú aðeins þrjú hjól,
en áfram skröltir hann samt. Afturhjólin, Allaballar og
Kvennalisti, framhjólið, óháður (bóndi skv. heimildum).
Þegar þetta er á blað fest liggur aðeins eitt framboð fyrir.
Úr því rœtist. Ef að líkum lœtur munu framboðin anna
eftirspurn. Við þurfum engu að kvíða.
Þetta œttu að geta orðið skemmtilegar kosningar,
hvað sem öðru líður,
■ /
Um allan heim á f studögum
Föstudaginn 1. mars sl. Iiófst
regluleg útgáfa BB á Veraldar-
vefnum svonefnda, vefnum
sem hundruð milljónir manna
hafa aðgang að á degi hverjum.
Með útgáfu BB á Netinu hófst
nýr þáttur í útgáfumálum
blaðsins, þáttur sem veitir
Islendingum um allan heirn
nýjustu fréttir frá Vestfjörðum
í viku hverri.
Tilraunaútgáfa var sett á
Netið 23. febrúar sl., og
heimsóttu hana nær 400 rnanns
á sjö dögum. A annað hundrað
rnanns höfðu síðan skoðað
nýjasta tölublaðið á mánudag
sem þá hafði aðeins verið þar í
þrjá daga. Einungis tvö héraðs-
fréttablöð á landinu fyrir utan
BB eru með heimasíðu á
Netinu auk DV og Morgun-
blaðsins og er BB eina blaðið
sem lesendur geta séð í sinni
réttu mynd á skjánum. Blaðið
er því frumkvöðull að þessu
leyti hérlendis.
Framvegis verðurblaðið sett
inn á Netið árla á föstudögum
og verður því hægt að lesa það
um allan heim innan tveggja
daga frá reglulegum útgáfudegi
þess. Auk þess að koma fréttum
frá Vestfjörðum um allan heirn
í gegnum Netið njóta auglýs-
endur blaðsins þess einnig í
aukinni útbreiðslu, þar sem
auglýsingarnar birtast óbreytt-
ar í netútgáfunni.
Vinnsla við heimasíðu BB
og endanlega útgáfu blaðsins á
Netinu var í höndum þeirra
Jóns Odds Guðmundssonar
starfsmanns H-prents og
Bjöms Davíðssonar hjá Tölvu-
þjónustunni Snerpu á Isafirði,
en inni á heimasíðu þess
fyrirtækis er hægt að nálgast
blaðið á Netinu. Inn á heima-
síðu BB eru einnig slóðir inn á
fréttafjölmiðla um heirn allan,
auk annarra fjölbreyttra slóða.
Aðgangur að BB á Netinu er
ókeypis. Slóðin inn á heima-
síðu BB er: http://www.snerpa.
is/bb/
etscape - (hHp: //www.snetpa. isýkynn/b/bb/bfaidagO.hlinlJ
File Edit View Go Bookmatks Options Ditectory Window Help
=iH]*J
Location: jht^://wwvsnerpajs/kynn7b/bb/bbidagOÍtmr~
9. tbl. 1996
Allt blaðið (2945k)
Jtíi22j
zJ
Bgjarias hesta
s -ial xll
Fte gát Víevi Go Bookmatk.s Options Ditectory Wmdoví Help
Location- j http:7/www. snetpa.is/kyrm/b/bb/
JHíSil |Doctjinerit..Dciri» [____________________________S3 'Ý /ý,
Birt með fyrirvara
Þorrinn er svifinn á braut og Góa gamla hefur enn sem
komið er verið til friðar, Fyrir þessa blessuðu veðurblíðu
ber að þakka.
En þótt fjárhalásmenn bœjarsjóðs ísafjarðar kœtist yfir
snjóleysinu á götum bœjarins er því þó á þann veg farið
að skíðaáhugamenn kysu að sjá efnismeiri ábreiðu á
skíðsvœðunum en verið hefur til þessa.
Óðum líður á lönguföstu og unáirbúningur skíða-
vikunnar lanásfrœgu er í fullum gangi, Þar þýðir ekkert
að efast. Á þeim bce haláa menn sínu striki, enáa engin
ástœða til að œtla annað en að jafn vel takist til nú og
áður.
Nýja skíðasvœðið í Tunguáal ,,hefur orðið hart úti" í
vetur. Þar hefur verið algjört gœftaleysi, ef svo má orða
það. Það er helst að þangað hafi menn farið í ,,eftirtínslu
á berjamó" svo sem einn viðmœlenáa blaðsins kaus að
orða það.
En þetta ber nú ekki að taka alltof alvarlega og því birt
með fyrirvara.
s.h.
Útgefandi:
H-prent hf. Sólgötu 9,
400 ísafjörður
® 456 4560 Q456 4564
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Bæjaríns besta komið á Veratdarvefinn
■issæ
• Nýjasta blaðið
• Eldri blöð
• Um Bæjarins besta
• Blöð á Intemetinu
• Aðrir tenglar
• Adobe lesriarfomt
Mennfngarverótaun DVafhtmt í átjénda atnn
Arkitektar ísafjaröarkirkju verðlaun-
aðir í byggingarlist fyrir árið 19%
Hnffsda/ur
Eldri borgarar
skemmta sér
Hið árlega Hlífarsamsæti, skemmtun sem Kvenfélagið
Hlíf hefur efnt til meðal eldri borgara bæjarins um árabil
var haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal á sunnudagskvöld.
Fjölmenni var á samkomunni sem þóttist takast hið
besta. Á þessu ári eru 86 ár liðin frá stofnun félagsins,
sem I upphafi var stofnað með það í huga að gieðja og
styrkja aldraða og sjúka á ísafirði. Ljósmyndari blaðsins
kom við á skemmtuninni og tók meðfylgjandi myndir.
4
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1996