Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.1996, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 06.03.1996, Blaðsíða 6
„Ég kynntist skútunum þannig að vinur minn, Garðar nokkur Guðntundsson, fékk á- huga á skútum og fór til Danmerkurað læraskútusmíði. Hann vann hjá skútusmíðastöð, og jafnhliða vinnunni smíðaði hann sér pínulitla nítján feta skútu. Hann lagði upp á henni ásamt tveimur öðrum til Skot- lands og ætlaði þaðan til Is- lands. Þetta var að hausti, komin ansi vond veður og ferðin fór illa, því þeir þurftu að yfirgefa skútuna sem fannst bát, maður er alltaf hræddur, annað væri óeðlilegt.” Hann segir að kannski sé hræðslan hluti af spennunni við sigling- arnar, að kljást við æðri máttar- völd. „Maður er að eiga við sjóinn, sem er sterkari en nokk- uð annað, ef út í það fer. Maður verður að bera virðingu fyrir honum, og kannski væri ekkert gaman að siglingunum ef þær væru alveg hættulausar. Hættan er alltaf fyrir hendi, að veðrið sé vont og lítill bátur er lítill bátur.” haldið heim á ný. Margir skútu- eigendur hafa þennan háttinn á, að fara heim á milli ferða, vinna og safna fyrir næstu ferð og halda um leið góðum tengsl- um við vini, ættingja og starf. Aðrir velja sér þann ferða- mátann að selja allt sitt, hús og bíla, og eiga þá nægilegt skot- silfur til áralangra ferðalaga um heintinn. Guðmundur hefur farið víða á skútunni, til Frakklands, Spánar, Kanarí- eyja, Madeira, Argentínu, og Brasilíu svo eitthvað sé nefnt. íúlrng storfl Argen lanhsgum Guðmundur skálar í morgunsárið þegar Madeira rís úr sas. onusflrendur Til að lýsa Guðmundi Thoroddsen þarf í sjálfu sér ekki nema eitt orð, lífskúnstner. Hann er myndlistarmaður, tónlistarmaður, náttúruunnandi og með ódrepandi áhuga á skútum og sigl- ✓ ingum. A vinnustofu Guðmundar má sjá merki siglinganna hvert sem litið er. Stór mynd eftir Guðmund þekur einn vegginn, á litinn eins og grængolandi sjór, og í honum velkjast þverbönd úr skipi hvert um annað, fagurlitur sæ- hestur syndir uppi undir lofti og lítill fugl svífur eins og hann eigi heiminn s skammt frá sæhestinum. A öðrum vegg er ófullgert segl úr spegilgleri, með böndum úr málmi sem vindurinn hefur ✓ feykt til. A enn öðrum vegg eru teikningar af skútunni sem Guðmundur er með í smíðum og á teikniborðinu liggja frumdrög að agnarlitlu fleyi. Margir geyma með sér draum um að sigla á skútu til Suðurhafseyja, þar sem pabbi Línu Langsokks ríkir yfir negrum og pálmatrjám og tíminn stendur í stað. Guðmundur hefur náð lengra en flest okkar hinna, hann smíðaði sér skútu og sigldi á henni um heimsins höf. Þó hafði fyrsta langferð hans hafist á hrakningum. síðar á reki við Skotlands- strendur. Ari seinna bað hann mig að koma með sér til Is- lands á skútunni. Ég hafði nú ekki farið nema klukkutíma siglingu á skútu áður en mér bauðst þessi ferð, en ég gat ekki skorast undan. Sjorinn er sterkari en nokkuð annað Við lögðum upp frá Skot- landi og lentum strax í versta veðri. Þetta var alveg ömurleg lífsreynsla, maður sat hund- blautur og kaldur í stýrisbrúnni og ölduna braut látlaust yfir mann. Við vorum þrjá sólar- hringa til Færeyja, og sem betur fer var stormurinn í bakið svo okkur bar nú rétta leið. A þriðja degi fór veðrið að lægja, og Færeyjar sáust álengdar. Þegar þangað kom skelltum við okkur í sánabað og fengum okkur vel af bjór, og sváfum í tuttugu tíma. Við lentum á Ólafsvöku, dönsuðum og skemmtum okk- ur með Færeyingunum, og héldum svo áleiðis til Islands. Þá brá svo við að það var rjóma- veður alla leið heim, og þar sá ég hvað þetta getur verið gaman. Þarna kynntist maður líka því versta sem hendir í skútusiglingum, en það gieymdist fljótt,” segir Guð- mundur. Þegar hann er spurður hvort hræðslan hafi ekki gripið um sig í óveðrinu, brosir hann og segir, „Jú, ég var skít- hræddur, alveg skíthræddur, alveg með hjartað í buxunum, eins og maður er þegar maður lendir í vondu veðri á litlum Ansi duglegur að redda klúðri Þrátt fyrir hrakningana í fyrstu ferðinni, hafði þessi ferðamáti heillað Guðmund, og hann vann kappsamlega að því að eignast sína eigin skútu. Hann vann í Danmörku í þrjú ár, til að safna fyrir skútu, og smíðaði fleyið sjálfur á árunum 1978 til 1980, skútan var að sögn Guðmundar sérstaklega styrkt til úthafssiglinga, og smíðin var mjög gefandi. „Ég kynnti mér efnið mjög vel af bókum, og dembdi mér síðan út í þetta. Maður varð ansi dug- legur við að redda klúðri, ég komst í klúður og svo varð ég að hafa mig allan við að bjarga því. En ég endaði með mjög góðan bát og mikla reynslu.” Hann hélt síðan á skútunni til Hollands þar sem hann tók aftur til við myndlistina. „f Amsterdam bjó ég hálfan vetur í skútunni, en svo var orðið ansi kalt og þröngt þannig að ég fékk mér húsnæði í borg- inni,” segir Guðmundur. Skút- an var átta metra löng, tvístefn- ungur með norrænu sniði, löngum kili og spíssuðum skut og stefni. Hún var feikilega gott sjóskip og Guðmundur lagðist í flakk þegar Hollands- dvölinni lauk. Ferðamátinn var sá að sigla skútunni á hina ýmsu staði, skilja hana eftir í erlendum höfnum og fljúga heim. Þegar þráðurinn var tekinn upp á ný, var skútan sótt og henni siglt um heiminn, skútan var síðan skilin eftir á nýjum stað og Það hljómar ótrúlega að nokkur skilji slíkan dýrgrip eftir hér og þar um heiminn. „Þá finnur maður einhvern stað þar sem hægt er að taka báta upp, og leitar síðan uppi einhvern sem er með viðgerðaverkstæði og aðstöðu til að hugsa um bátinn. Maður vandar sig við að finna gott fólk til að gæta skútunnar og reynir að hafa hana á öruggum stöðum. Ég var mjög heppinn með þá staði sem ég skildi skútuna eftir á. Þetta er alveg sérstakur þjóð- flokkur sent er á ferðinni, og á flakkinu hittir maður sama fólkið aftur í öðrum heims- hlutum. Maður sér sömu skút- urnar aftur og aftur og fólk eignast sameiginlega kunn- ingja. Þetta er satt að segja ekki mjög stórheimur. Það sem einkennir skútufólkið er að það er svolítið draumórafólk. Samt ekki meira en svo að það hefur fylgt eftir sínum draumórum og látið verða af því að fá sér skútu. Margir fara út í þetta því þessi heimur lítur svo vel út á bæklingum. Þegar fólk lendir svo í álíka hrakningum eins og við lentum í við Skotlandsstendur, er glans- myndin farin af. Sumir lenda í upphafi í slíkum veðrum og hugsa ekki meira um sigling- arnar. Það er misjafnt hvað fólk er lengi á flakkinu, sumir fara í kringum hnöttinn og taka í það tvö ár, aðrir fimm, enn aðrir sjö ár. Það eru til tvær aðferðir, og ódýrast er í raun að selja húsið, kaupa bát og eiga nóg af peningum til að sigla. Eins og ég gerði þetta, varð þetta dýrt. Ég þurfti alltaf að fljúga þangað sem skútan var, og líka borga gjöldin af henni, en hins vegar hafði þessi máti þann kost að ég missti aldrei samböndin hér heima,” segir Guðmundur. Næturnar eru dásamlegar stundir Guðmundur fór ýmist einn eða með áhöfn með sér í siglingarnar, og sagðist hafa verið mjög heppinn með á- hafnarmeðlimi. Það var aldrei erfiðleikum bundið að útvega áhafnir, þvf sigling á skútu um heimsins höf til fjarlægra landa, er nokkuð sem hefur á sér ævintýraljóma og fáir slá hendinni á móti slíku tækifæri. „Ég held að því fólki sem fór með mér í slíkar ferðir, hafi yfirleitt fundist þetta mjög skemmtilegt, en auðvitað er boðið upp á þröngan húsakost í lítilli skútu. Af þeim ferðum sem ég hef farið, fannst mér langskemmtilegast að fara yfir Suðuratlantshafið. Grænhöfða- eyjar eru mér mjög minni- stæðar og ég get ekki hugsað mér fallegri eða skemmtilegri stað en paradísareyjuna Fer- nando do Noronha við Brasilíu- strönd. En Brasilía er hættulegt land og maður verður að vera varkár. Maður verður að láta stórborgirnar vera og fara frekar í litlu fiskiþorpin, en þar er fólk einstaklega vingjarn- legt og sjaldnast sem nokkru er stolið. Auðvitað getur það gerst, en maður er ekki í stöðugri hættu eins og í stór- 6 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.