Bæjarins besta - 21.08.1996, Síða 3
Guðmundur Fy/kisson, einn úr 20 manna
hópi íslenskra lögreglumanna sem fór ti!
At/anta til að starfa vió öryggisgæs/u
á Ólympíuleikunum
Það eina sem
stóðst var hiflim
Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður á Isafirði, fór ásamt 19
öðrum lögreglumönnum víðsvegar af landinu til Atlanta í
Bandaríkjunum til að starfa við öryggisgæslu á Olympíuleikunum.
Um 2,200 lögreglumenn víða að úr heiminum komu saman í Atlanta
og nágrenni til að hjálpa til við öryggisgæslu í kringum leikana. Því
miður þá var aðbúnaður ekki upp á það besta fyrir lögreglumenn
heimsins og margir snéru heim á leið er þeir sáu hvernig í pottinn var
búið. Lögreglumönnunum var plantað í eitt versta hverfi borgarinnar
þar sem glæpir eru tíðir og hvítum mönnum ekki ráðlegt að stíga fæti
inn fyrir. Guðmundur kom til landsins í síðustu viku eftir fimm vikna
viðburðarríka dvöl í Atlanta, þar sem skipulagsmálin voru í molum.
flllt skítugt og fullt af skordýrum
ður en Guðmundur og félagar fóru til Atlanta, þá var gengið út
frá því að hópurinn myndi vera í ólympíuþorpinu. Það breyttist síðan,
en að sögn Guðmundar voru lögreglumennirnir ekki látnir vita með
almennilegum hætti. „Það breyttist vegna þess að þeir reiknuðu með
10,000 keppendum og fylgdarliði þeirra, en þeir fengu 15,000.
Aðstaðan sem við áttum að fá var tekin undir íþróttamenn. Við vorum
látin gista í Morehouse háskóla-
þorpinu, þar sem Martin Luther
King gekk í skóla. Við vorum
sett í lakari hlutann af þessum
heimavistarblokkum og það var
allt grútskftugt og l'ullt af skor-
dýrum þegar við koinuin. Það
tók eitthvað á þriðju viku að fá
kústa, og þess háttar til þess að
geta þril'ið í kring um okkur. Áður
en við fórum út vorum við látin
senda inn ferðaáætlunina þannig
að þeir vissu nákvæmlega
hvenær við kæmum. Svo þegar
við komum þá var ekkert tekið á
móti okkur, og þurfum við að
«a okkur sjálf. Síðan fórum við á móttökustöð þar sent átti að taka
I og afhenda okkur þar til gerð skilríki þannig að við gætum
gengið um svæðið. Það tók fjóra daga að fá þessi skilríki þannig að
við gátum lítið farið þessa fyrstu daga. Þegar við komum í Morehouse
þar sem við gistum, þá stóðum við í þeirri meiningu í fyrstu að þetta
væri bara bráðabirgða, að það ætti að koma okkur fyrir einhvers
staðar annars staðar. En það varð nú aldrei.“
Margir fúruífrí
„Við fórum á námskeið þar sem okkur var kennd múgstjórnun, og
einnig hvernig á að nota málmleitartæki, vopnaleitartæki og
röntgentæki lil að taka allar töskur og pakka í gegn. Á vetrar-
ólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi þá tók svipað námskeið
tvær vikur, en í Atlanta fóru þeir í gegn um þetta á tveimur dögum.
Síðan fengu menn að vita hvar þeir áttu að vinna og vinnuskráin
breyttist dag frá degi, og var það aðeins til að auka óánægjuna. Sumir
áttu að byrja að vinna strax, aðrir eftir hálfan mánuð. Þetta varð nú til
þess að það var fjöldi fólks sem bara fór, fór bara í frí eða eitthvað.
Yfirmaður öryggisgæslunnar lét hafa eftir sér að menn hefðu staðið
í einhverjum misskilningi með það að þeir væru að koma út til þess
að fara í frí, en þeir sem fóru í viku til tíu daga ferðir fóru vegna þess
að þeir voru búnir að fá nóg og vildu bara koma aftur þegar
ólympíuleikamir byrjuðu. Af þessum 1200 lögreglumönnum sem
komu til að vinna við gæslu í Atlanta, voru yfir 300alfarnirheim áður
en að ólympíuleikarnir byrjuðu."
Hvítip lögreglumenn efst á lista
„Fjórða júlí vaknaði einn lögreglumannanna við það að fá byssukúlu
í gegn um gluggann hjá sér og hún stoppaði í veggnum fyrir ofan
rúmið hans. Það var skotbardagi í einu hverfinu þarna fyrir utan og
kúlan rataði þarna inn um gluggann hans. Þrátt fyrir að þetta væri
blökkuntanna hverfi, þá skynjuðum við aldrei þessa andúð eða annað
slíkt hjá íbúum hverfisins. Eftir því sem bandaríkjamenn sögðu
okkur, þá var það tvennt sem efst á lista yfir það sem nágrannarnir
hötuðu, og það var annars vegar hvítir menn og hins vegar
lögreglumenn. Þarna settu þeir semsagt 1000 hvítar löggur svo að
menn voru sífellt hræddir um sig þarna. Mönnum var ógnað þarna
fyrir utan, einum var ógnað með byssu, og síðan fundu þeir upp á
húsþökum í nágrenninu vopnaða unglinga sem menn voru hræddir
um að væru að undirbúa sig undir að fara að skjóta inn á lóðina hjá
okkur. Þetta var allt afgirt, það var aðeins ein leið inn í skólaþoipið.“
Fimm myrtir í okkar hverfi
„Við Islendingarnir urðum ekki fyrir neinu. Við vorum mikið á
ferðinni þarna að degi til, og málið var að við umgengumst þetta fólk
bara eins og hvern annann, ekki með neinum fordómum. Ég held að
þau hafi fundið það og fyrir vikið voru þau sátt við okkur. Aftur á
móti þegar komið var myrkur þá vorum við lítið á ferðinni um
hverfið. Ef það sást einhverstaðar einhver á götunni, þá tók löggan
hann bara upp í og kom viðkomandi heim. Þeir voru ekkert að taka
séns á neinu. I tveimur götum frá okkur var m.a. lögreglumaður frá
Atlanta skotinn fyrstu vikuna. Fyrstu 12 dagana sem Olympíuleikarnir
stóðu yfir, þá voru 12 menn myrtir í Atlanta, og 5 þeirra voru myrtir
í okkar hverfi. Þannig að hverfið var svona frekar skuggalegt."
Leitað á 10,000 áhorfendum
„Ég var að vinna þar sem hnefaleikakeppnin fór fram. Við vorum
þar átta lögreglumenn víðsvegar að úr heiminum, og við stjórnuðum
öryggisgæslu á ákveðnum svæðum við hnefaleikana. Þetta var öðruvísi
vinna, þarna vorum við að laka 10,000 áhorfendur í gegn um
vopnaleitarhlið. Það þurfti að leita í öllum töskum áðuren viðkomandi
fékk að ganga í gegn um hliðið. Þetla var svona 2/i tíma törn þar sem
var alveg hrúga af fólki yfir manni. Eftir að sprengjan var sprengd í
garðinum, þá fengum við eina herdeild, 30 hermenn, sem sáu um að
leita í töskunum og leita á fólki."
Beiot undir íslenska fánanum
„Það má segja að Olympíuleikarnir sjálfir hafi farið að mestu leiti
fram hjá mér. Ég sá þama nokkra bardaga í hnefaleikakeppninni. Við
höfðum gengið út frá því að geta farið á aðra viðburði, en það var
ekkert. Ég t.d. gat ekki farið í heimsókn til íslendingana inn í
Ólympíuþorp. Ég fékk miða á handbolta og blak, en ég gat ekki nýtt
mér það því ég var í vinnu þegar það var. Okkur var boðið á general
prufuna fyrir opnunarhátíðina, og sáum við hana alveg frá a-ö, nema
að fþróttamennirnir voru ekki. Það var svolítið skentmtileg tilviljun
að þegar ég var búinn að finna mitt sæti á leikvangnum og búinn að
koma mér fyrir, þá varð mér litið upp og þá sat ég beint undir íslenska
fánanum!"
Algengt að þurfa að bíða í 2-3 tíma
„Samgöngumálin voru ein harmleikssagan. Rútubílstjóramir rötuðu
aldrei, það tók t.d. klukkutíma að fara leið sem átti ekki að taka nema
15 mínútur. Það var alltaf nýr bílstjóri á hverjum degi, þannig að það
var alltaf sama baslið. Það gekk síðan upp og ofan að sækja okkur úr
og í vinnu, en algengt var að menn þyrftu að bíða í 2-3 tíma. Þar sem
Sýnishorn af ,,snyrtimennskunni“ í Morehouse.
Myndin er tekin i matsainum.
Guðmundur ásamt vini sínum, Jimmy frá Jóm-
frúareyjum, sem var aðstoðar-öryggis vett-
vangsstjóri við hnefaieikakeppnina.
Frá inngangnum að hnefaieikakeppninni, en þarna
var ieitað á um 10,000 áhorfendum á rúmum 2
tímum.
ég var að vinna þar biðum við aldrei, við fórum bara með lest því það
var það stutt í lestarstöðina frá mínum vinnustað, og síðan voru um 2
km. frá lestarstöðinni og heim í íbúðarhverfi. Þeir voru með þrjá 8-10
manna sendiferðabíla til að ferja lögreglumennina milli þorpsins og
lestarstöðvarinnar. Þó að við værum frjáls allra ferða okkar og gætum
farið hvert sem við vildum, þá vorum við miklu meira inn í þorpinu
heldur en að þvælast eitthvað út í bæ. Samgöngurnar buðu ekki upp
á það að fara neitt. Ef við vildum taka lest þá var það happdrætti
vegna þess að þær voru alltaf yfirfullar. Okkur var líka varað við að
ferðast með lestum, sérstaklega eftir sprenginguna, vegna þess að
það sem væri viðkvæmast og væntanlega næst væru lestarnar. Þannig
að maður var ekkert að leika sér að ferðast með lestum með það
yfirvofandi að þær yrðu sprengdar."
flllt fullt af bjor
„Maturinn var einnig ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Þegar við
komum t.d. heim eftir kvöldvakt, þá var ekkert til og ekki hægt að
komast í neitt. Loksins eftir mikið basl komu þeir með brauð fyrir
okkur, en það voru þá kannski 4-5 brauð fyrir 200 manns, sem dugaði
náttúrulega ekki neitt. Ef þú komst seint heim þá var allt búið. Áður
en við komum höfðu skipuleggendur leikanna ráðlagt okkur að
drekka mikið af vatni og lítið af áfengi vegna hins háa hita. Þrátt fyrir
þessa aðvörun þá buðu þeir bara upp á bjór í tonnatali í þorpinu þar
sem við gistum. Þá var þetta öfugt við það sem þeir sögðu. Það var
ekki fyrr en á fjórðu viku, þegar við vorum búin að kvarta oft og
mikið, að við loksins fengum vatn á flöskum."
Hitinn þaö eina sem stúðst
„Þetta var upplifun, og þegar þetta er búið þá hefði ég ekki viljað
missa af þessu. Það var oft þannig að ég var á leiðinni heim. Maður
var bara svo svekktur yfir meðferðinni á sjálfum sér, að maður skyldi
sætta sig við svona lagað. En svo ákvað ég nú að klára þetta, taldi að
þetta gæti ekki versnað, en þá var alltaf eitthvað svona smáatriði sem
að versnaði á hverjum degi. Við vorum orðin bæði andlega og
líkamlega þreytt þegar þetta var búið. Það eina sem stóðst í þessari
ferð var hitinn. Allt annað sem þeir sögðu við okkur brást. Við vorum
að grínast með að þeir hefðu skipulagt þetta svo vel að þeir gerðu
ekki ráð fyrir að það gæti eitthvað klikkað. og þegar það fór að klikka
þá var hvergi í skipulaginu gert ráð fyrir að það væri hægt að bregðast
við því, og þá valt þetta upp á sig og varð alltaf verra og verra. Þeir
vildu ekki trúa því og sætta sig við að þetta gengi ekki alveg upp, og
þar af leiðandi versnaði þetta. Vandamálunum fjölgaði á hverjum
degi. Það fóru það margir heim og þá jukust bara vandamálin því þá
vantaði mannskap til að sinna þessum málum. Þegar menn sáu að það
var ekkert gert og þessu ekkert stjómað frá höfuðstöðunum, þá tóku
menn þetta bara að sér sjálfir. Það var 10-15 manna hópur sem hefði
annars átt að vinna við öryggisgæsluna sem var bara að vinna að því
að gera þetta sæmilegt í lögreglumanna þorpinu.
Túk Ólympíuleikana fram fyrir fæðingu dúttur sinnar
„Það er alver ljóst að þelta var reynsla og mikil upplifun. Við
kynntumst þarna lögreglumönnum frá 50 öðrum löndum. Þctta er
hlutur sem ég hefði ekki viljað missa af, en ég þurfti líka sð leggja
mikið á mig fyrir þetta. Hefði ég vitað að þetta yrði svona áður en ég
fór, þá hefði ég aldrei farið í upphafi." Guðmundur ákvað að fórna
því að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar til að geta verið að vinna
áÓlympíuleikunum. Dóttirin lét þó bíða eftir sér í níu daga, og aðeins
munaði tveimur dögum á því að Guðmundur næði að vera viðstaddur
fæðinguna. ..Maður sat og beið ofan á allt annað, og ég var farinn að
hugsa sem svo að ég hefði betur átt að vera heima og vera viðstaddur
fæðingu míns eigin barns heldur en að standa í svona vitleysu, en
svona fór þetta."
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
3