Bæjarins besta - 21.08.1996, Síða 5
Mikill hamagangur var í böruburðinum
Landshlutamót unglingadeilda Slysavarnafélags íslands á
Vestfjörðum var haldið þann 10. ágúst að Dynjandisvogi í
Arnarfirði. Um 50 unglingar frá Vestfjörðum á aldrinum 13-18
ára tóku þátt í mótinu. Að sögn Halldórs Ola Hjálmarssonar,
Björgunarsveitinni Tindum, þá er þetta í fyrsta skipti sem haldið
er landshlutamót. „Það hafa alltaf verið haldin landsmót unglinga
einu sinni á ári, en þetta var orðið svo stórt og dýrt að ákveðið var
að halda landsmótin og landshlutamót til skiptis, þ.e. annað
hvort ár."
Mætt var á svæðið á föstudagskvöldið og síðan byrjaði mótið
kl. 9 á laugardagsmorgninum. Krökkunum var skipt í fjóra hópa
á fjórar stöðvar, þ.e. slöngubáta, kajaka, sig, og fluglínutæki/
snjóflóðalína, og var hver hópur í um l'A tíma á hverri stöð.
Keppt var í böruburði, kveikt var í varðeldi, grillað og ýmislegt
fleira var gert til skemmtunar.
Unglingastarfið er mjög mikilvægur hluti af starfi
Slysavamafélagsins. Nauðsynlegt er að þjálfa upp yngra fólkið
til að taka við af þeim eldri, en sumar sveitir hafa komist í
vandræði er allir í björgunarsveitinni hafa verið komnir á eldri ár
og engin endurnýjun átt sér stað. Það eru um 35 unglingadeildir
á landinu, og að sögn Hjálmars er verið að ráða sérstakan
starfsmann hjá Slysavarnafélaginu sem mun einungis starfa við
að sinna þeim. Frá því að unglingadeildirnar byrjuðu, hafa þær
haft sinn eigin fulltrúa í stjórn Slysavarnafélagsins, en um
þessar mundir eru þær mesti vaxtabroddurinn í félaginu.
Svangir mótsgestir gæða sér á griiiuðum pyisum.
r: íR f i Æ
^JJll ’ ii*f
tnúurgerð Suws
Sunnudaginn 18. ágúst síðastliðinn, á 210 ára afmæli
Reykjavíkur, var haldin hátíð í hinum nýja ísafjarðarbæ.
Tilefni þeirrar hátíðar var vígsla Skrúðs á Núpi í Dýrafiröi.
Garðurinn, sem var hugmynd og hugsjón séra Sigtryggs
Guðlaugssonar á Núpi hefur verið endurgerður í upprunalegri
mynd.
Nú eru liðin 90 ár frá því séra Sigtryggur hófst handa og
braut land til ræktunar Skrúðs og 87 ár frá því höfundur hans
gaf garðinum nafnið, sem ráðið hefur almennri nafngift slíkra
garða. Þeir eru kallaðir skrúðgarðar. Af mikilli eljusemi
þeirra hjóna, hans og seinni eiginkonunnar, Hjaltlínu Margrétar
Guðjónsdóttur, varð gai ðurinn undravert afrek á norðanverðum
Vestfjörðum. Fáir munu í upphafi hafa liaft trú á því að svo vel
tækist til sem raun ber vitni.
í nærri heilan áratug hafði garðurinn verið látinn sjá um sig
sjálfur þegar framkvæmdanefnd tók sig til 1992 og hóf
endurreisnina sem heppnast hefur prýðilega. Margir hafa lagt
hönd á plóginn. Fjárveitingavaldið, alþingi, hefur stutt
framkvæmdina og undir forystu skólastjóra Garðyrkjuskóla
ríkisins hafa nemendur hans komið vel að verki. Sóma séra
Sigtryggs og frú Hjaltlínu hefur verið gætt. Menntamála-
ráðherra, Björn Bjarnason, skýrði frá því að ríkisstjórnin
hefði fallist á að gefa ísafjarðarbæ Skrúð.
Vissulega er það svo að gjöf sér æ til gjalda. Isafjarðarbæ er
einnig vandi á höndum næstu árin að koma böndum á fjármál
sveitarfélagsins. En hvers virði er þessi garður kunna margir
að spyrja?
Enginn deilir um þýðingu starfa séra Sigtryggs fyrir menntun
á Vestfjörðum. Hann ruddi brautina af stórhug í anda
lýðskólastefnu Grundtvigs. Og fleiri fylgdu honum. Að Núpi
var rekinn alþýðuskóli og síðar héraðsskóli til 1992. Framtíð
þessa menntaseturs er óviss eins og stendur. Ræktunarstefna
stofnandans í bókstaflegum skilningi, eins og hún birtist í
garðinum, er minnisvarði um framsýni og sýnir okkur
nútímamönnum hvers Vestfirðingar eru megnugir þegar viljinn
er fyrir hendi. Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að standa vörð
um Skrúð og einnig þá menntunarhugsjón sem þar bjó að baki.
Táknrænt gildi þessa staðar er mikið. Vilji stofnandans stóð til
þess að aðrir tækju upp merkið.
I lífsbaráttunni er nauðsynlegt að gefa gaum ræktun hugar og
menningar, jafnt og gróðurs. Hið síðastnefnda er í samræmi við
sívaxandi áhuga fólks l'yrir umhverfi sínu. Hið fyrrnefnda er
okkur Vestfirðingum nauðsynlegt, ætlum við á annað borð að
halda okkar hlut í fræðslumálum. Auk þess er ávallt nauðsynlegt
að festa ekki svo hug mannsins við lífsbaráttuna að önnur gildi
gleymist. Samspil allra þessara þátta er farsælasta leiðin.
Opinber heimsókn forseta íslanús
CTálMMID
Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er á leið í hinar
gömlu ísafjarðarsýslur í opinbera heimsókn. Hún verður
jafnframt sú fyrsta sem nýkjörinn forseti tekst á hendur.
Væntanlega kemur hann um mánaðamót, nánar tiltekið 30.
ágúst og lýkur henni 2. september næstkomandi.
Ólafur Ragnar Grímsson er Vestfirðingur, fæddur og
uppalinn á ísaftrði og með sterkar rætur þar og á Þingeyri. Það
er vel við hæfi að fyrsta heimsóknin skuli einmitt vera í
Isafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík. En þessi sveitarfélög
taka nú yfir landsvæðið sem áður tilheyrði Isafjarðarsýslum,
þótt skiki af Norðursýslunni tilheyri nú Strandamönnum.
Saga Vesfirðinga er samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Glæsilegasti fulltrúi hennar, Jón Sigurðsson, fæddist á
Hrafnseyri, þar sem nú er verið að endurbyggja fæðingarbæ
hans. Síðar varð hann þingmaður Isfirðinga á endurreistu
Alþingi 1845 og átti þar sæti til dánardags 1879.
En Isfirðingar sóttu fram á síðustu öld og þessari í verslun
og viðskiptum. Endurreisn togaraútgerðar rís hæst á Isafirði
og í Isafjarðarsýslum á áttunda áratug þessarar aldar. Fyrsti
ráðherra Islands kom frá Isafirði, Hannes Hafstein sýslumaður.
Svo mætti lengi telja, enda hafa margir Vestfirðingar og
Isfirðingar í víðasta skilningi þess orðs, setið í ríkisstjórnum
og haft áhrif í þjóðfélaginu.
Heimsókn forseta er fagnað.
-Stakkur.
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
5