Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.08.1996, Side 11

Bæjarins besta - 21.08.1996, Side 11
LJOTT LÝGUR SKISAGAN 31 * "t" ntinm áf jjJmiwmonwM, nswmmumm oo Im'mJpjjMoúiL Tvö rússnesk skip 15. ágúst landaði í ísafjarðarhöfn rússneska skipið Odincova 105 tonnum af rækju frá Nýfundnalandi. Daginn eftir landaði einnig rússkneskt skip, Narimanovsk, en ekki er búið að landa úr því ennþá, en aflinn mun fara til vinnslu í íshúsfélagi Isfirðinga. Oskar Halldórsson kom inn 15. ágúst með 23 tonn af rækju, en hann er hættur og verið er að selja hann. 17. ágúst kom Gissur ÁR með 46 tonn af frosinni rækju sem fór til vinnslu í Básafell. Freyöís afíahæst Einn línubátur, Völusteinn, landaði í síðustu viku í Bolungarvíkurhöfnl,8 tonni í 2 róðrum. 26 færabátar lönduðu 55.9 tonnum í 68 róðrum. Freydís var hæst með 7,6 tonn. Þrír dragnótabátar lönduðu 22 tonni í 7 róðrum. Mímir varð aflahæstur með 13 tonn í 2 róðrum. Þrír netabátar voru með 17 tonn í 18 róðrum. Sigurgeir Sigurðsson varð aflahæstur með 9,6 tonn í 7 róðrum. Beitningavélarbáturinn Vinur var með 26,6 tonn í einum róðri. Þrír úthafsrækjubátar, Haförn, Emma og Stakkur, lönduðu í síðustu viku. Haföm landaði 12. ágúst 27 tonnum í einum róðri, Emma landaði 26 tonnum og Stakkur landaði 22,9 tonnum. Danski loðnubáturinn Sjpbris landaði 207 tonnum 12. ágúst, og Elliði landaði sama dag 374 tonnum af loðnu. Jón Sigurðsson landaði 13. ágúst 101 tonni af loðnu, og Þórshamar landaði 13. og 15. ágúst 333 tonnum af loðnu. Háberg landaði síðan 16. ágúst 135 tonnum af loðnu. Ekkert var landað í Súð^vík í síðustu viku. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti ÍSAFJÖRÐUR: Adalstræti 15: 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Laus fljótlega. Miðtún 31: 190 m2 endaraðhús á 2 hæðum. Tilboð óskast. Fjarðarstræti 13: Neðri hæð ásamt íbúðarherbergi í kjallara og bílskúr. Verð 6.100.000,- Hagstæð greiðslukjör. Mjallargata 6: Norðurendi 2x40m2 4 herbergja ásamt tvöföldum bílskúr. Laus. Verð: 3.800.000,- Mánagata 6: Efri hæð 155m2 5-6 herbergja. Laus fljótlega. Verð: 6.300.000,- Urðarvegur 60: Glæsilegt raðhús, alls rúmlega 200m2, ásamt bílskúr. Skipti á minni eign á eyrinni koma til greina. Tilboð. Silfurgata I 1: 3ja herbergja íbúð á I. hæð. Verð: 4.000.000,- Stakkanes 6: Rúmlega I40m2 raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Verð I 1.500.000,- Strandgata7: Nýuppgerttvílyfteinbýlishús úrtimbri. Verð: 7.500.000,- Dalbraut 10: I I5m2einbýlishúsásamtbílskúr. SkiptiáíbúðíHafnarfirði koma til greina. Verð: 7.800.000,- Ljósaland 6: 2xl26mz einbýlishús. Hagstæð lán. Verð: 7.500.000,- Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Urðarvegur 60: Glæsilegt raðhús ásamt bílskúr. BOLUNGARVIK Holtabrún 6: 230m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Verð: 10.000.000. Disarland 8: Tvílyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr, samtals 290m2. Mjög gott útsýni. Tilboð. Hafnargata 46: Tæplega 120m2 íbúð á efri hæð ásamt innbyggðum bílskúr á neðri hæð. Laus. Verð: 1.000.000,- Miðstræti 6: Gamalt einbýlishús úr timbri. Selst ódýrt. Hlíðarstræti 7: I I0m2 einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Verð: 7.200.000,- Holtagata 9: Lítið og snyrtilegt einbýlishús úr timbri. Húsið er laust. Verð: 3.800.000,- Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7.200.000,- Skólastígur 20: I40m2 á 2. hæð í parhúsi. Verð: 1.600.000,- Stigahlíð2 og4:2jaog 3jaherb. íbúðír. Verð 1.500.000,- til 3.000.000,- Völusteinstræti 4: 2x126m2 einbýlishús. Skipti á minni eign koma til greina. Verð: 9.500.000,- Þuríðarbraut 9: 120m2 einbýlishús m. bílskúr. Verð: 5.000.000,- Vitastígur I I: Neðri hæð. 82m2 3ja herbergja íbúð. Verð: 3.200.000,- Sunnuholt I: Eitt glæsilegasta einbýlishúsið í bænum. 277m2 ásamt 40m2 bílskúr. Verð 15.500.000,- TÁLKNAFJÖRÐUR: Móatún 6: 160m2 einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er laust. Tilboð óskast. Stjórnarfundur Fjórðungssjúkrahússins og Heilsugæslustöðvarinnar á ísafirði Ekkí unnt að tryggja neyðarþjónustu Veðurhorfur næstu dagn Horfur á f immtudag: Hæg breytileg eða austlæg átt. Léttskýjað verður um mest allt land, en þokuslæðingur með norður- og austurströndinni. Hiti 12 tiM8 stig að deginum, en 2 til 7 stig yfir nóttina. Horfur á föstudag: Hæg austan- og norðaustan- átt. Áfram þurrt og víðast hvar bjartviðri. Fremur hlýtt í veðri, einkum sunnanlands og vestan. Horfur á laugardag og sunnudag: Lítur út fyrir norðan- og norðaustanátt með rigningu og kólnandi veðri austan- og norðaustan til á landinu, en annars staðar verður þurrt og hiti 11 til 14 stig að deginum. Á stjórnarfundi Fjórðungs- sjúkrahússins og Heilsugæslu- stöðvarinnaráísafirði 15.ágúst s.l., var eftirfarandi ályktun samþykkt: Stjórn Fjórðungssjúkrahúss- ins og Heilsugæslustöðvar- innar á ísafirði lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast hefur á heilbrigðisstofnunum í landinu í kjölfar uppsagna heilsugæslu- lækna. Stjórnin telur að það álag sem skapast hefur á allt starfsfólk Heilsugæslustöðv- arinnar á Isafirði sé óhóflegt og ekki verði unnt að tryggja neyðarþjónustu læknis öllu lengur. Stjórn krefst þess að samningsaðilar leiti allra ráða til að ná samningum hið fyrsta. F.h. stjórnar FSÍIHSÍ Guðjón S. Brjánsson framkvœmdastjóri. Bæjaríns besta Auglýsingasíminn er 456 4560 Óhóflegt álag á hjúkrunar- og heilsugæslufólki Á fundi stjórnar Sjúkrahúss og heilsugæslustöóvar Bolungarvíkur sem haldinn var síðastliðinn föstudag, var samþykkt eftirfarandi bókun: „Stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Bolungarvíkur lýsiryfir þungum áhyggjum vegna stöðu heilsugæslumála. Mikió og óhóflegtálag erá hjúkrunar- og heilsugæslufólki. Ljósterað við ríkjandi aðstæður er mikil hætta á aó ekki verói hægt að sínna neyðarþjónustu öllu lengur. Stjórnin skorar því á deiluaðila að ganga nú þegar til samninga svo tryggt verði aö landsmenn njóti áfram sem hingað til góðrar og öruggrar heilbrigóisþjónustu." Stjórnarskipti hjá Togaraútgeróinni Á aðalfundi Togaraútgerðar ísafjarðar hf„ sem haldin var fyrir stuttu var kjörin ný stjórn félagsins. í nýju stjórninni eiga sæti þeir Bjarni Bjarnason og Gunnar Birgisson fyrir hönd Olíufélagsins hf„ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar fyrir hönd bæjarsjóðs ísafjarðar, Pétur Sigurósson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, fyrir hönd Verðalýðsfélagsins Baldurs og Kristján G, Jóhannsson fyrir hönd Gunnvarar hf. Hluthafar í Togaraútgerð ísagarðar hf„ eru 62 að tölu er heildarhlutafé fyrirtækisins rúmar 56,2 milljónir króna. Sjóprófum vegna Æsu frestaó Sjópróf vegna kúfiskskipsins Æsu ÍS-87, sem sökk í Arnarfirði undir lok síðasta mánaðar, hófust hjá Héraðsdómi Vest- fjarða á fimmtudag í síðustu viku. Þrjú vitni komu fyrir réttinn en enn er eftir að leióa tvö vitni fyrir dómara, eitt á ísafirði og eitt í Reykjavík og var því sjóprófum frestaó. Málið mun verða sent til framhaldsmeðferðar hjá Ríkissaksóknara, Rannsóknarnefnd sjóslysa og Siglingamálstofnun ríkisíns þegar sjóprófum lýkur. Nýir rekstraraóilar á Vagninum Nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitíngahússins Vagnsins á Flateyri. Þetta eru þau Þórður Jónsson og Lára Thorarensen, sem rekið hafa veitingahús á Hvammstanga. Húsnæðið keyptu þau Þórður og Lára af Byggðasafni Vestfjarða og hafa þau endurbætt það mikið frá því gengið var frá kaupunum. Hinir nýju eigendur bjóða upp á ýmsa smárétti auk aðalrétti, bæði í hádeginu og á kvöldin og um helgar stendur til að halda uppi lífi og fjöri með dansleikjahaldi, leiksýningum og fleiru. Þá ráðgera hinir nýju eigendur aó reka gistiheimili í húsnæðinu. Ný bók eftir Eyvind Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur, var að senda frá sér nýja bók. Bókin nefnist P-Árbók II, en áður kom út P-Árbók I árið 1988. P- árbók II er eins og fyrri bókin samansafn af Ijóóum, smásögum og hinumýmsu hugleiðingum. Eyvindur hefurskrifað mikió i blöð og tímarit undanfarin ár og einnig fengist við kennslu. Síóastliðinn vetur kenndi hann til aó mynda við Framhaldsskóla Vestfjarða. Eyvindur gaf út sína fyrstu Ijóðabók áriðl974, en til viðbótar því hafa komið út tvær unglingabækur, tvö Ijóðakver, og leikrit er nú í vinnslu hjá útvarpinu. Eitt þekktasta verk Eyvindar er skáldsagan Múkkinn, en hún er um sjómenn og sjómennsku. Boívíkingar í úrslit? Bolvíkingar unnu Tindastól frá Sauðárkróki 2:1 í undan- úrslitakeppni í 4. deild í fótbolta. Þetta var fyrri leikur liðanna, en seinni leikurinn fór fram á Sauðárkróki í gær, þriðjudag. BÍ tapaði fyrri leik sínum gegn Haukum, en seinni leikurinn var spilaður í gærkveldi, þriójudagskvöld, og því ekki unnt að fá úrsiitin áóur en blaðið fór í prentun. ísfiróingar þurftu að vinna leikinn með þriggja marka mun til aö komast áfram í úrslitakeppnina. Tólf tiíboð bárust Vinna vió að steypa gangstéttir og hellulagnir í nýrri Súóavík hófst á mánudag að afloknu útboói þar sem tólf verktakar sóttu um aó fá verkið. Kostnaóaráætlun vegna verksins hljóðaði upp á 18,5 milljónir króna en lægsta tilboó kom frá Hellu- og varmalögnum sf„ sem bauð 15,3 milljónir króna í verkið. Aðrir tilbeiðendur voru Trésmiðjan hf„ í Hnífsdal með kr. 21.990.000.-, Sigurjón og Sveinbjörn sf„ Bolungarvík með kr. 20.773.450.-, Jakob R. Guðmundsson meó kr. 18.360.000.-, Guðlaugur Valgeirsson með kr. 19.129.500.-, og B.J. Verktakar sem buóu kr. 17.914.000. Garðaprýði hf„ bauð kr. 18.393.000 í verkið, Guðlaugur Einarsson, Sauðárkróki kr. 26.078.000.-, Ingileifur Jónsson kr. 17.805.000.-, ísberg sf„ Reykjavík, kr. 17.805.000.-, Ræktunarmiðstöðin sf„ Hvergarði, kr. 21.676.000.-, og Garðhúsið hf„ í Reylgavík bauð kr. 19.672.000. í verkió. Áætluö verklok eru um miójan september en þá er ráðgert að allri gatnageró þ.m.t. malbikun, verói lokið í hinni nýju Súðavík. Vió opnun tilboóa geróu Trésmiðjan hf„ í Hnífsdal og Sigurjón og Sveinbjörn sf„ í Bolungarvík, athugasemdir við verktímann sem þeir töldu of stuttan. MIÐVIKUDAGUFt 21. ÁGÚST 1996 11

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.