Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.02.1999, Síða 6

Bæjarins besta - 03.02.1999, Síða 6
Sigtún við Seljalandsveg á ísafirði. „Ég sé fyrir mér fulltrúana í byggingarnefnd Isafjarðar, þegar þeir fá inn á borð hjá sér á útmánuðum 1935 teikningu af húsi, sem er jafn byltingarkennt íformi og stíl eins og Sigtún hefir verið á þessum tíma, en svo nefndi Haraldur hús sitt eftir œskuheimili sínu íEyjafirði.“ Sigtún viö Seljal - upphaf fúnkisstefnu í byggingalist á ísafirði Módernisminn í húsagerðarlist hafði mikil áhrif á byggingastíl hér á landi á fjórða áratug þess- arar aldar, einkanlega í Reykjavík. Áhrif hans náðu til ísafjarðar strax árið 1935. I rauninni var módernisminn stefna en ekki stíll. Á Norðurlöndum hét hann fúnksjónalismi, þegar um byggingalist var að ræða. Hann táknaði endalok allra stíltegunda. Hann var fagurfræði hins hagnýta. Öllu skrauti var útrýmt og það talið „bull og rökleysa", enda hafði það ekkert hagnýtt gildi. Fúnksjónal- isminn (fúnkisstefnan) var í rauninni bæði heimspeki og formfræði. Hann var alþjóðlegur boðberi og þjónn hins nýja tíma og stefndi að því að bæta húsakynni fólks og nýta til þess hina nýju tækni. Byggingalistin átti að vera fólgin í innbyrðis hlutfalli og samræmi, vera fábrotin, vistleg og þægileg. Mikil áherzla var lögð á að skoða og kanna til hvers ætti að nota húsið. Það skyldi vera rökrétt afleiðing af þeirri starfsemi, sem fram ætti að fara í því, og Walter Gropius og Bauhaus En hvar var fúnksjónal- isminn upprunninn og hvernig barst hann til Islands? Þessi listastefna, fúnkisstíllinn, hefir verið nefnd Bauhaus-stíllinn, sem er stytting úr Das Staatliche Bauhaus Weimar, listaskóla sem Walter Gropius stofnaði í borginni Weimar í Þýzka- landi árið 1919. Til hans má rekja byltingarkenndar hugmyndir í kennslu í málaralist, höggmyndalist, iðnaðarlist og húsagerðarlist í hinum vestræna heimi. Bauhaus-skólinn laðaði að sér nemendur frá Þýzka- landi og Austurríki, sem urðu einlægir aðdáendur markmiða hans. En íbúar Weimar voru ósáttir við stefnu skólans og í apríl var hann flutur til Dessau eftir stanslausar árásir fjölmiðla og almennings. I Dessau var skólanum búin ný aðstaða. Nýjar byggingar, sem Gropius teiknaði í Dessau, mörkuðu upphafíð að nýrri stefnu í byggingalist. Þær hýstu Bauhaus-skólann, þar til þýzka nazistastjórnin lét loka honum árið 1933, þar sem hann væri uppspretta kommúnistískrar hug- myndafræði. Nýir skólar risu á sama grunni vestan- hafs og útbreiddu hugmynd- ir Bauhaus um gjörvöll Bandaríkin. Finnur Jónsson og Jón Leifs Það er athyglisvert, að jafn mikil umbrot í hvers Við getum þakkað Haraldi Leóssyni og hans ágœtu konu, frú Herthu, fyrir það, að hér á ísafirði er nú varðveitt eitt bezta eintak módernismans í húsagerðarlist, sem til er í land inu. Syni þeirra, Hans W. Haraldssyni, getum við þakkað, að hafa ekki fallið íþá freistni, þegar hann lét einangra og klœða húsið að utan, að byggja yfir þakið í leiðinni, eins og margir ráðlögðu og flestir hafa gert í Reykjavík. Fyrir vikið er varðveitt á Isafirði ósvikið eintak af Bauhaus-húsi. Við erum að varðveita lítinn hluta af heimsmenningunni. Af þvígetum við verið stolt. herbergjum raðað þannig að sólarljósið nýttist sem bezt frá rnorgni til kvölds. Þetta leiddi meðal annars til þess, að farið var að skipta íbúðum í svefnálmu og stofuálmu og skilgreina betur en áður til hvers nota ætti hvert herbergi, t.d. forstofu, setustofu, borðstofu og svefn- herbergi. Þannig herbergjaskipan er í flestra hugum svo sjálfsögð nú á tímum, að menn gefa henni ekki gaum. Þó eru ekki nema sextíu ár síðan mönnum hugkvæmdist þessi skipan. Einkenni fúnksjónalismans eru meðal annars horngluggar og flöt þök, sem að vísu eru nú yfirleitt horfin á íslandi, því að erfitt reyndist að sjá við leka á þeim í íslenzkri veðráttu. Þakið átti að nota fyrir útivistarsvæði á góðviðris- dögum. Þá eru þessi hús yfirleitt ekki samhverf, symmetrísk, eins og eldri hús, og oft eru straumlínuform samfara kassalaginu. konar listum, myndlist, höggmyndalist, iðnaðarlist og byggingalist skuli einmitt verða á millistríðsárunum og í miðju ölduróti kreppunnar, þegar þjóðir Evrópu eru að ganga í gegn um einhverjar mestu þrengingar, sem þær hafa upplifað. Þá blómstra allar þessar listgreinar og nýjar hugmyndir koma frarn á sjónarsviðið. Á sama tíma koma fram nýjar stefnur í bókmenntum og tónlist. Einn þeirra fslenzku myndlistarmanna, sem leituðu til Þýzkalands á þessum árum, var Finnur Jónsson, bróðir Ríkarðs Jónssonar, myndskera. Hann hélt til Berlínar haustið 1921, en flutti sig fljótlega til Dresden, sem var miðstöð módernismans í myndlist á þeim árum, og drakk í sig hugmyndir expressjónistanna. Þar stundaði hann nám við Der Weg, Schule fur Neue Kunst, en sá skóli var í nánum tengslum við Bauhaus-skólann, sem þá var ennþá í Weimar. Árið 1925 sýndi hann tvær abstraktmyndir í Berlín í samfélagi með málurum, sem síðar urðu heimsfrægir, eins og Picasso, Matisse og Chagall. Á þessum árum stunduðu ýmsir aðrir Islendingar nám við þýzka listaháskóla. Einn þeirra var Jón Leifs, sem hélt utan til tónlistarnáms árið 1916 og stundaði nám við tónlistarháskólann í Leipzig til 1921. Jón hugðist verða píanóleikari, en svo fór að hann lagði fyrir sig hljómsveitarstjórn. Meðal kennara hans var Hermann Scherchen, sem á sínum tíma var einn þekktasti brautryðjandi nýrrar og framsækinnar tónlistar í Evrópu. Þannig sóttu íslenzkir listamenn erlend áhrif til Þýzkalands og Mið- Evrópu, sem þeir fluttu svo heim til Islands. Sigurður Guðmundssun arkitekt Fyrsti íslenzki arkitektinn, sem gerðist boðberi fúnk- sjónalismans á Islandi, var Sigurður Guðmundsson. Hann kom heim frá námi í Kaupmannahöfn 1925 eftir að hafa starfað um tíma þar í borg og ferðast um Mið- Evrópu og Norðurlönd til að kynna sér húsagerð. Hann gerði uppdrætti að mörgum meiri háttar byggingum í Reykjavík. Fyrsta íbúðar- húsið sem Sigurður teiknaði í fúnkisstíl var hús Ólafs Thors við Garðastræti, þar sem nú eru höfuðstöðvar Vinnuveitendasambands Islands, sem að vísu hefir verið mikið breytt f tímans rás. Fyrsta húsið í fúnkisstíl á ísafirði Það er athyglisvert, að á sama tíma og boðberar Bauhaus eru að flytja starfsemi sína yfir til Bandaríkjanna frá Þýzka- landi, á flótta undan járnhæl nazismans, er lögð inn teikning hjá byggingarnefnd ísafjarðar að íbúðarhúsi í dæmigerðum Bauhaus-stíl. Vorið 1935 er þeim Haraldi Leóssyni, kennara, og Lúðvíg Guðmundssyni, skólastjóra, veitt leyfi til að byggja sér íbúðarhús við Seljalandsveg, fyrir utan Sjónarhæð. Haraldur notar 6 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.