Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.02.1999, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 03.02.1999, Qupperneq 9
Pabbi er að veiða grálúðu fyrir Nuka A/S á plastbát sem hann fór með héðan að heiman og gerir út frá Kuummiut. Hann er fyrsti útlendingurinn í sög- unni sem fær undanþágu til þess að veiða þarna grálúðu án þess að vera búinn að búa á Grænlandi í tvö ár.“ Af Júllanum og beint til Grænlands „Kallinn var ekki með neinn síma og ég var búinn að hafa nokkrum sinnum sam- band við Gunnar Braga til að spyrja frétta af honum. Eitt sinn í október síðastliðnum þegar ég var á sjó á Júlíusi hringdi ég í hann og þá spurði hann hvort ég væri ekki til í að koma út í hálfan mánuð eða þrjár vikur og keyra upp fyrir sig nýja vinnslulínu sem verið var að setja upp í þessu frystihúsi. Ég féllst á það, enda hafði ég hugsað mér að taka mér frí á sjónum í einn mánuð. Ég var farinn út tveim- ur dögum eftir að ég kom í land. Síðan þróaðist þetta svona, hálfí mánuðurinn leið, þrjár vikur og fjórar og fimm, og hann bað mig alltaf að vera aðeins lengur. Svo hringdi hann einn daginn og spurði hvort ég vildi ekki bara taka að mér verksmiðjuna og sjá um reksturinn senr fram- leiðslustjóri eða verklegur framkvæmdastjóri. Ég hringdi strax og talaði við skipstjór- ann á Júlíusi og það varð sam- komulag um að ég fengi að hætta strax og þyrl'ti ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Nú er ég búinn að vera þarna í þrjá mánuði og kominn í smá- heimsókn. Ég kom með tvo Grænlendinga með mér, sem voru að læra að flaka grálúðu íLeiti íHnífsdal og gekk mjög vel. Síðan reikna ég með því að fá mann frá Leiti út í eina eða tvær vikur til að leiðbeina mannskapnum hjá rnér.“ Mikil uppbygging fyrir höndum Olafur gegnir hinum fjöl- breyttustu störfum í frystihús- inu í Kuummiut. Hann ræður fólk í vinnu og rekur ef þörf krefur, sér um alla framleiðsl- una og þarf að sinna skrif- stofuvinnunni líka, þó að honum finnist hún hundleiðin- leg. „En fyrir utan hana er þetta er allt mjög spennandi. A næstu árum er mikil upp- bygging fyrir höndum hjá fyrirtækinu og ég er farinn að líta ákveðna staði á Grænlandi hýru auga þar sem ég gæti hugsað mér að taka þátt í henni. Ég hef ekki trú á öðru en ég verði þarna næstu árin. Þetta var kærkomin tilbreyting því að maður var orðinn hálf- leiður á sjómennskunni og það var ágætt að söðla alveg um. Ég veit auðvitað ekkert hvort ég á eftir að fara á sjó aftur, en mér líður rosalega vel þarna.“ I þessari viku er Olafur á tveimur tölvunámskeiðum í Reykjavík en fer aftur til Grænlands um helgina. „Maður verður að kunna á tölvur svo að maður sé eins ogfínirframleiðslustjórareiga að vera. En það er samt sannarlega ekkert spennandi að sitja fyrir framan tölvu.“ Þeir eru þrír, landarnir í Kuummiut, Olafur, Sigurður faðir hans Pétursson og ís- lenskur kælitækjafræðingur. Þeir búa saman þrír í húsi. „Það er reyndar galli, því að þá gjammar maður alltaf íslensku á kvöldin. Maður er búinn að læra nokkur stikkorð í grænlenskunni en annars notar maður dönskuna dags daglega.“ Úlíkup hugsunarháttur - Tala Grænlendingarnir ekki allir dönsku? „Nei, ekki allir. Ekki þarna á austurströndinni. A vestur- ströndinni er miklu meira um það. En fólkið skilur hana yfir- leitt og margir tala reiprenn- andi dönsku og maður nær ágætlega sambandi við þá. Það er gaman að sjá hvernig þessir menn þarna bjarga sér. Þeir hafa engan áhuga á því að safna sér peningum eða flottum hlutum, heldur lifa þeir fyrir líðandi stund og hafa það ágætt á sína vísu. Þetta er ákaflega hjálplegt fólk. En ef það er eitthvað sem gengur ekki saman hjá þeim, þá eiga þeir til að ná bara í stóru sleggjuna. Og það virðist ekki vera neinn metnaður til í mönnum. Lífið og tilveran virðasteinskorðastviðbæinn. Maður hefur spurt hvort þá langi ekki til að fara eitthvað annað. Nei, þarna fæddust þeir, þarna ætla þeir að lifa og þarna ætla þeir að deyja. Hugsunarhátturinn er að mörgu leyti dálítið ólíkur því sem er hjá okkur Islending- um.“ -Deyja, sagðirðu. Hvernig gengur annars að jarðsetja á vetrum þegar allt er í klaka? Maður gæti ímyndað sér að þeir væru ekki alltaf bráðfljót- ir að jarða, fremur en undir Jökli á sínum tíma... „Ég hef nú ekki kynnst því ennþá, en ég held að það sé bara hlaðið yfir. Það er það eina sem hægt er að gera.“ Olafur fór í kirkju um jólin þó að hann skildi ekki orð af því sem presturinn var að segja. Það var bara til að fá jólastemmninguna. „Um mið- nætti á aðfangadagskvöld birt- ist kór fyrir utan gluggann hjá okkur, tók lagið og kom svo inn og vildi fá nammi og kaffi. Við vorum alveg eins og álfar þegar mannskapurinn fór að syngja fyrir okkur. Svo voru maskar bæði á aðfangadag og jóladag. Þá komu börnin. Maður vissi ekki hvað gekk á.“ Með 50 kg eftir daginn - Hvernig er skipastóllinn þarna? „Þetta eru allt smábátar og jullur, allt ofan í árabáta með fjögurra hestafla mótor. Svo eru þetta plastbátar upp í tíu tonn. Jullurnar koma með þorskinn. Þeir eru með króka og dorga og einn maður er kannski að koma með 50 kg af þorski eftir heilan dag og leggja inn hjá mér. Þeir eru að skaka í þetta tólf til fimmtán stiga frosti. Maður hreinlega dáist að þessum köllum." - Fiskurinn kemur þá heil- frystur að landi... „Já, það kemur oft fyrir. Þar af leiðandi er hráefnið ekki eins gott. En nú eru þeir að hætta með bátana þangað til í sumar. Það er að byrja sá tími þegar þeir dorga gegnum ís- inn. Þeir bora gat og eru með svokallaða Lófóten-línu. Á endanum á henni er kúpt plata og straumurinn ber línuna út og síðan leggst hún niður. Svo eru þeir með handspil til að draga." Vélsleðar bannaðir - Þeir róa þá á sleðum en ekki bátum... „Já, þeir fara á sjóinn á hundasleðum. Við þurftum að fá sérstaka hundanþágu til að fá að nota vélsleða til þess að taka fiskinn hjá veiðimönn- unum og flytjahann inn í verk- smiðjuna. Það er bannað að nota vélsleða þarna vegna þess að það truflar veiðimenn- ina á ísnum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég frétti það, því að vélsleðamennska hefur verið eitt af helstu áhugamálum mínum gegnum árin.“ - Verða sjóslys á hunda- sleðunum? „Já, það fór einn sleðinn niður um ísinn um daginn með fullfermi áleiðtilhafnar. Skip- stjórinn bjargaðist en hundar- nir fórust.“ - Þeir veiða sumsé grálúð- una upp um ís... „Já, og meira að segja hákarl líka. Þeirrykkjahonum nokkrum sinnum með trýnið upp í gatið og á endanum spýt- ist hann upp eins og tappi. Plopp. Maður er kominn sjö- tíu ár eða ég veit ekki hvað aftur í tímann." - Kunna menn þarna vel til fiskvinnslu? „Ja, eitthvað, en það vantar alla hugsunina á bak við gæðin á framleiðslunni. Með- ferð aflans er ekki alveg eins og best verður á kosið. Það er Báturínn er eins og krœkiber á ónefndum stað við hliðina á ísjakanum. „Karl faðir minn var á sínum tíma skipstjóri á togara en hann segist aldrei hafa séð svona mikinn ís. Við keyrðum um daginn á fjórtán mílna ferð á flatan jaka en það sá ekkert á bátnum. Það var ágœtis högg og báturinn fór upp á jakaitn. Skriðjökullinn nœr svo langt út ífjörð að það er 150 faðma dýpi við bránina á honum.“ lli Irnian rnlandi Flafteyri Nokkuð hefur verið rætt um svarta skýrslu Guðjóns Petersens fyrrum framkvæmdastjóra Almannavarna nkisins og bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Eriitl er að ræða skýrsluna. Hún hefur ekki verið birt. Svæðisútvarpið á ísafirði hefur fjallað nokkuð um hana og Ríkissjónvarpið einnig. Af þeirri umfjöllun má draga þá ályktun að skýrslan endurspegli fyrst og fremst og reyndar nánast ein- göngu skoðanir þeirra íbúa, sem hafa tjáð sig um málið. Bæjarstjórinn á ísafirði hefur sagt að skýrslan sé ekki komin út, þetta séu drög og enn eigi að yfirfara þau áður cn skýrslan kemur út undir þvt nafni. En hvað er þá að? Samanburðinn við Súðavík ber nokkuð hátt. Þar horfir almenningur á nýja glæsilega fbúðabyggð, stór og falleg einbýlishús. Allt var gert þar frá grunni. Þrjár aðferðir eru viðurkenndar til að ná því markmiði að verja líf fólks og limi fyrir snjóflóðum. Ein er sú að flytja byggðina, Súðavíkuraðferðin. önnur er sú að veija byggðina, Flateyrarað- ferðin. Sú þriðja er að kuupa upp hús til þess að leggja af byggð. H nífsdal saðferði n. I hlutarins cðli liggur að Flateyraraðferðin býður ekki þann möguleika að leggja götur og holræsi frá grunni. Súðavíkuraðferðin hafði þá aðferð í sér fólgna, svo sem fyrr er sagt. Óánægja Flateyringa er skiljanleg þótt eðlismunur sé á varnarleiðum. Glæsileg Súðavík undirstrikar óánægjuna samanborið við Flat- eyri. Þar hefur lítið gerst tii að veita byggðinni nýja ásýnd, að leiðigarðinum niikla frátöldum. Gömlu húsin standa og þar sern áður voru hús eru nú auð svæði. Kraftur uppbyggingarinnar sést ekki. Þessu til viðbótar er óánægja með ráðstöfun söfnunarfjár, sem eftir stóð í sjóðnum Sam- hugur í verki. En nú er á sjötta tug milljóna f sjóði sem á að vera til ráðstöfunar almennt lil að styrkja fómarlömb náttúruhamfara í framtfðinni. dúnifcvi Sú ákvörðun að ráðstafa fénu með þessurn hætti er röng. í fyrsta lagi er hún röng vegna þess að um er að ræða mikla mis- munun. Súðvíkingar fengu styrki til byggingar þegar enn stóðu 60 milljónir eftir af söfnunarfénu. Öllu þvf fé sem almenningur lagði af mörkum vegna snjóflóðsins í Súðavík var ráðstafað til uppbyggingar í Súðavík og aðstoðar við fórnarlömbin, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um ráðstöfunina. Almenningur var ekki að safna til að stofna framtíöarsjóð. Almenningur gaf í ákveðnum lilgangi til að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á snjóflóðinu f Súðavík. Sama hugsun var að baki gjöfum vegna hamfaranna á Flateyri. Hugsun almennings var góð og viljinn var að leggja eitlhvað af mörkum tii þeirra sem hægt væri að aðstoða fjárhagslega á Flateyri eftir snjóflóðið 26. október 1995. Lengra náði sú hugsun ekki og þurfti ekki að ná lengra. Enginn gat' til að stofna sjóð. Lágmarkskurteisi þeirra stjórnvalda. sem hafa þá hugsun. var að segja gefendum frá því markmiði sínu fyrirfram. Fjöldi fólks, sem gaf í söfnunina hefur sagt þessa sjóðsstofnun siðlausa. „Við hefðum gefið beint til ákveðins fólks ef varað hefði verið við þessari sjóðsstofnun í upphafi." Þetta er svo einföld staðreynd að sjóðsstofnendur, sem eru sjálfskipaðir í stjórn nýja sjóðsins. skilja hugsunina vafalaust. Þótt þeir reyni nú að verja hendur sínar. Hugsunin að baki ein- hvers almenns styrktarsjóðs er falleg, en með þessum formerkjum er hún röng, kolröng. Hún er siðlaus í augum og hugum þúsunda ef ekki tugþúsunda gefenda um allt land. Og um leið er komið hrópandi dæmi um misrétti í garð þeirra, sem eiga um sárt að binda. Skattur eða gjafir El’ stjómvöld vilja stofna fieiri viðlagasjóði, neyðarsjóði eða hvað kallast vill, er lágmarkið að setja tnn jrað sérstök lög. Það er hlutverk Alþingis. En áður en það gerist er mikilvægt að vinna mjög vel að undirbúningi og kanna kosti og galla. Þrátt fyrir að menn deili um skatta. réttmæti þeirra yfirleitt eða prósentur. er það nokkuð almennt álit að slíka sjóði, sem hér urn ræðir, eigi að stofna fyrir skattpeninga, það er að segja fyrir framlög af fjár- lögum. Næst má sennilega búast við því að skattprósentan verði lækkuð og innheimtumenn hins opinbera setji af stað safnanir lil að afla fjár til einstakra verkefna rtkisins. Þannig verði til dæmis safnað til byggingar sjúkrahúsa, leikskólu, skóla eða hvers sem með þarf hverju sinni. Allir sjá hversu gáfulegt |netta myndi reyn- ast til lengdar. Erfitt gæti orðið að safna í tryggingakerílð á þenn- an hátt. Hvað svo sem fram kann að koma í ófullgerðri skýrslu um óbærileika tilveru Flateyringa að loknu snjóflóði er tvennt Ijóst. Flateyringar fengu ekki sömu meðferð varðandi ráðstöfun söfnunarfjár Samhugar í verki og Súðvíkingar. Einnig hcfur gleymst að ræða við þáverandi forsvarsmenn ísafjarðarbæjar, sem bornir eru þungurn sökum. Það er afieitt og rangt. Gildi skýrslunnar er minna fyrir vikið. Hún átti heldur ekkert erindi við aðra en verkbeiðendur fyrr en henni var lokið. Stakkur. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 9

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.